Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 18
Ölfus og Þorlákshöfn að fornu og nýju Merkisstaðir - áhugaverðir staðir: Hjalli Stórbýli og líklega elsti kirkjustaður í Ölfusi en þar er nú kirkja úr steinsteypu sem reist var 1928. Skafti Þóroddsson lögsögumaður bjó þar til forna og þar handtóku danskir hermenn Ögmund Pálsson biskup 1541. Fyrr á öldum var efnt til gleðisamkoma og vikivakadansa í kirkjunni og er þaðan komið orðtakið að glatt sé á hjalla. Hraun Neðst við Ölfusá er bærinn Hraun og þar er ágætur veiðistaður þar sem mikið er af sjóbirtingi og bleikju. Á Hrauni lét Torfl Jónsson í Klofa taka Lénharð fógeta af lífi árið 1502. Sagan segir að Lénharð- ur hafi verið illur maður og ódæll og farið um með miklum yfirgangi enda fór svo að Sunnlendingar misstu þolin- mæðina og drápu hann. Alviðra Alviðra er umhverfisfræðslusetur Land- verndar og stendur undir Ingólfsfjalli, rétt við Sogsbrú. Þar er tekið á móti grunnskólanemum í umhverfisfræðslu og á sumrin er fjölbreytt dagskrá fyrir almenning. Reykir Fyrrum stórbýli austan Varmár þar sem nú er hluti Landbúnaðarháskóla Islands. Þarna er mikið jarðhitasvæði og veruleg hvera- og jarðskjálftavirkni. Landnáma segir að fyrsti ábúandi á Reykjum hafi verið Karli, þræll Ingólfs Arnarsonar, og sagnir eru um að Ingólfur sjálfur hafi látist þar og verið heygður í Inghóli. Aðrir frægir ábúendur voru m.a. Gissur jarl Þorvaldsson og Oddur Gottskálks- son, þýðandi Nýja testamentisins. Reyk- ir voru kirkjustaður til 1908 þegar kirkjan fauk af grunninum en áður hafði þurft að flytja hana vegna þess að hver kom upp í henni. Kirkjugarðurinn er enn þá sýnilegur sunnan aðalbyggingar skólans. Arnarbæli Kirkju er getið á staðnum um 1200 og var hún helguð heilögum Nikulási en kirkja stóð í Arnarbæli til 1909. Þar er forn og mikil tótt á svonefndu Þingholti og er hún friðlýst. Tumi Sighvatsson bjó þar um 1200 og Þorvarður Þórarinsson 1289 og skrifaði þar Njálu samkvæmt tilgátu Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar. Herdísarvík Þar eru friðlýstar gamlar menningar- minjar svo sem fiskigarðar, verbúðir, tættur af iveruhúsum og öðrum útihús- um en þar var fyrrum kunn verstöð. Einar Benediktsson skáld bjó í Herdís- arvík síðustu æviár sín og gaf hann Háskóla íslands jörðina árið 1935. Selvogur Selvogur er byggðarlag yst á nesinu aust- an Herdísarvíkur og þar er lítið kaffihús og tjaldstæði. Þar var áður allmikil byggð og útræði á veturna. Vogsósar voru löngum prestssetur þar til brauðið lagðist af 1907. Frægasti ábúandi þar var hinn fjölkunnugi prestur Eiríkur Magnússon sem var uppi á 17. öld. Strandarkirkja Strandarkirkja er í Selvogi og er hún vinsæl til áheita. Sagan segir að að sjó- menn í lífsháska hafi heitið að byggja kirkju þar sem þeir kæmu að landi ef þeir kæmust lífs af. Þá sáu þeir skært ljós, sigldu eftir því og lentu heilu og höldnu. Ljósið kom frá skínandi veru sem stóð í flæðarmálinu þar sem nú heitir Engilsvík. Raufarhólshellir Hellirinn er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi að norðanverðu. Hann er talinn hafa myndast í sprungugosi sem skildi eftir 11 km langa gígaröð. Hellir- inn er um 1360 m langur, 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Víða hefur hrunið úr þakinu og talsvert er um ísingu þannig að erfitt getur reynst að ganga hellinn á enda. 18 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.