Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 6
Sumarið er skemmtilegur
tími hjá UMFÍ
Unglingalandsmót Ungmenna-
félags Islands eru eitt af flaggskip-
um hreyfingarinnar. 11. Ungl-
ingalandsmótið verður að þessu
sinni haldið í Þorlákshöfn um
verslunarmannahelgina, dagana
1.-3. ágúst. Umgjörð mótsins í
Þorlákshöfn verður í alla staði
glæsileg og vandað til verka í
hvívetna. Mikið uppbyggingar-
starf er að baki og stórglæsileg
íþróttamannvirki blasa við sem
notuð verða um ókomin ár.
Þeir sem að mótinu standa
sjá nú laun erfiðis síns og geta
borið höfuðið hátt. Það þarf
áræðni, þor og kjark til að ráð-
ast í að halda svo stór mót sem
þessi. Með sameiginlegu átaki
allra þeirra sem að verkum hafa
komið hefur tekist að koma upp
aðstæðum sem allir geta verið
stoltir af.
Stór hópur sjálfboðaliða kem-
ur að framkvæmd mótsins með
einum eða öðrum hætti. Öll
undirbúningsvinna verður létt-
ari og er óhætt segja að framlag
þeirra til mótanna sem og í hreyf-
ingunni allri sé ómetanlegt. Þeim
ber að þakka fyrir fórnfúst og
frábært vinnuframlag.
Framkvæmdaaðilar mótsins í
Þorlákshöfn hafa lagt mikinn
metnað í alla undirbúnings-
vinnu. Unglingalandsmótin eru
með stærstu íþróttamótum sem
haldin eru hér á landi. Mótin eru
kjörinn staður fyrir alla fjöl-
skylduna til að koma á og eiga
skemmtilega og ánægjulega daga
um verslunarmannahelgina.
Unglingalandsmótin hafa sann-
að gildi sitt og á þau kemur
sama fólkið ár eftir ár. Mótin
draga til sín þúsundir gesta sem
skemmta sér saman í heilbrigðu
umhverfi.
Ungmennafélag íslands stend-
ur fyrir mörgum góðum verk-
efnum. Þar ber að nefna Ung-
menna- og tómstundabúðirnar
á Laugum í Sælingsdal sem hafa
heldur betur slegið í gegn. Starf-
semin á Laugum hófst í byrjun
árs 2005 og síðan hefur búðun-
um vaxið fiskur um hrygg.
Þangað sækja 9. bekkingar úr
grunnskólum landsins og á síð-
asta starfsári komu þangað hátt
í 2.000 unglingar.
UMFÍ er í samstarfi við
íþróttalýðháskóla í Danmörku
og hefur kvóti sá sem íslending-
um stendur til boða verið full-
nýttur á síðustu árum. Nám í
slíkum skólum er mjög áhuga-
vert og ekki síst þroskandi og
nýtist síðan þátttakendum alla
ævi. Forvarnaverkefnið Flott án
fíknar stendur með blóma og
hefur klúbbum fjölgað jafnt og
þétt um allt land.
Ungmennafélag Islands tók
fyrsta skrefið með verkefnið
Gæfuspor fyrr í sumar. Gæfu-
spor er verkefni þar sem fólk 60
ára og eldri er hvatt til að fara út
og ganga sér til ánægju og heilsu-
bótar. Verkefnið hófst á fimm
stöðum á landinu og í kjölfarið
verður framhaldið skoðað með
fleiri staði í huga. UMFÍ og
Frjálsíþróttasamband Islands
ráku saman frjálsíþróttaskóla á
nokkrum stöðum úti á Iandi í
sumar. Þessu verkefni var vel
tekið og það heppnaðist í alla
staði mjög vel.
Göngum um Island er lands-
verkefni UMFÍ. Verkefnið er
unnið í samstarfi við ungmenna-
félög um land allt, ferðaþjón-
ustuaðila og sveitarfélög. ísland
hefur að geyma mikinn fjölda
gönguleiða og hafa verið valdar
heppilegar gönguleiðir í hverju
byggðarlagi. Fjölskyldan á fjall-
ið er einn liður í verkefninu.
Settir eru upp póstkassar með
gestabókum á 24 fjöllum víðs
vegar um landið, en öll þessi
fjöll eiga það sameiginlegt að
tiltölulega létt er að ganga á þau.
Markmiðið er að fá fjölskyldur
í létta fjallgönguferð og stuðla
þannig að aukinni samveru, úti-
vist og um leið líkamsrækt inn-
an fjölskyldunnar. I nokkur ár
hefur verið haldið úti vefsíð-
unni www.ganga.is sem hefur
að geyma yfir 800 gönguleiðir.
Nýr og glæsilegur vefur var
tekinn í notkun í sumar.
Sumarið er skemmtilegur
tími og vonandi að landsmenn
nýti þann tíma vel saman.
Jón Kristján Sigurðsson,
ritstjóri
UMFI veitir UFA og UMSE
styrk úr verkefnasjóði
Á stjórnarfundi Ungmennafélags Islands, sem
haldinn var á Selfossi 25. apríl sl„ var m.a. ákveð-
ið að veita Ungmennafélagi Akureyrar, UFA, og
Ungmennasambandi Eyjafjarðar, UMSE, styrk
úr verkefnasjóði UMFl vegna 26. Landsmóts
UMFÍ, sem haldið verður á Akureyri dagana
9.-12. júlí 2009, upp á 1.500.000 kr. Einnig var
samþykktur styrkur til Iþróttafélagsins Höfr-
ungs á Þingeyri upp á 50.000 kr. vegna ritunar
100 ára sögu félagsins.
Þá var samþykkt að fela fræðslunefnd að
undirbúa átak í félagsmálafræðslu innan hreyf-
ingarinnar næsta vetur.
Unnið hefur verið að undirbúningi verkefn-
isins Gæfuspor og hefur m.a. verið gerður
samningur við sparisjóðina um samstarf þar
að Iútandi. Verkefninu var ýtt úr vör 19. júní
sl. Þá lagði stjórnin fram hugmyndir að kynnis
ferð til Tékklands í tengslum við ISCA í nóv-
ember nk.
Skinfaxi 2. tbl. 2008
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMF(.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson o.fl.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Prentmet.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og
Gunnar Bender.
Ritnefnd:
Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R.
Möller og Sigurður Guðmundsson.
Skrifstofa UMFl/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFl,
Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og
verkefnisstjóri forvarna,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóriSkinfaxa
og kynningarfulltrúi,
Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður,
Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri,
Öm Guðnason, ritari,
Hringur Hreinsson, meðstjórnandi,
Einar Haraldsson, meðstjórnandi,
Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn,
Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn,
JóhannTryggvason, varastjórn,
Einar Jón Geirsson, varastjórn.
Forsíðumynd:
Það er spenningur í Þorlákshöfn fyrir
Unglingalandsmótinu sem verður
haldið þar um verslunarmannahelgina.
Ungviðið í Þorlákshöfn er þar ekki undan
skilið og hér sést glaðbeittur hópur á
leikjanámskeiði í sumar. Neðri myndin til
vinstri er frá Flott án fíknar að Laugum í
Reykjadal og sú til hægri frá Gæfuspori á
Sauðárkróki.
6 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands