Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 22
Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ: Höldum glæsilegt Unglingalandsmót I sumar, nánar tiltekið dagana 1. til 3. ágúst, verður 11. Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn og er það fyrsta Unglingalandsmótið sem haldið er á sambandssvæði Skarphéðins, en um leið sjöunda landsmótið sem haldið er á sambandssvæðinu frá endurreisn landsmótanna, með íjórða Landsmóti UMFÍ sem haldið var í Fiaukadal 1940. Aðkoma UMFl að framkvæmd Ungl- ingalandsmótanna hin síðari ár, sem meðal annars hefur falist í því að leggja mótunum til þaulreyndan framkvæmda- stjóra, Ómar Braga Stefánsson, landsfull- trúa UMFl á Sauðárkróki, er lofsvert framtak sem sparað hefur framkvæmda- aðilum mótanna ómælda fjármuni og fyrirhöfn, auk þess að flytja árangurs- ríka þekkingu og reynslu frá einu móti til annars. Góðir Sunnlendingar og aðrir lands- menn! Nú er fyrir alllöngu hafinn mikill undirbúningur fyrir Unglingalandsmót- ið sem haldið verður í Þorlákshöfn í sumar. Þetta mót er jafnframt fyrsta Unglingalandsmótið, sem haldið er á sambandssvæði HSK eins og áður getur. Það á því að vera mikill metnaður okkar allra á sambandssvæðinu að vel takist til í hvívetna. Eins og málin ganga hjá íbúum Þor- lákshafnar og stjórn HSK standa vonir til að þetta mót verði eitt það glæsileg- asta sem haldið hefur verið, frá því að framkvæmd Unglingalandsmótanna hófst með vel undirbúnu og vel sóttu Unglingalandsmóti á Dalvík í umsjá Ungmennasambands Eyjaíjarðar 1992. Hafnarborgin okkar Sunnlendinga, Þor- lákshöfn, í sveitarfélaginu Ölfusi, á sér ekki langa sögu en þar hefur mannlíf og menning hvers konar blómstrað með undraverðum hraða á síðustu áratugum sem landsmenn allir hafa tekið eftir og hrifist af. í árdaga byggðar í Þorlákshöfn, sem segja má að hafi á sínum tíma hafist fyrir tiltrú athafnamannsins Egils Thoraren- sen, kaupfélagsstjóra á Selfossi, flutti mikið af ungu, dugmiklu fólki þangað, vítt og breitt úr byggðum Suðurlands og svo miklu víðar að síðar. Frumbyggjarn- ir, sem sumir hverjir eru enn í fullu íjöri og afkomendur þeirra sem og aðrir íbúar Hafsteinn Þor- valdsson, fyrrver- andi formaður UMFl. Þorlákshafnar, munu, ef ég þekki þá rétt, leggja allan metnað sinn í þetta verkefni, sem ég ætla að hvað undirbúning og kostnað varðar sé með þeim stærri sem þeir hafa tekist á við. Góðir Sunnlendingar! Sýnum samtaka- mátt okkar í verki með þessu dugmikla fólki, stjórn HSK og heimafélögunum, Ungmennafélaginu Þór, Knattspyrnu- félaginu Ægi, Golfklúbbi Þorlákshafnar og Hestamannafélaginu Háfeta. Setjum okkur þau sameiginlegu markmið, eins og okkur tókst að gera fyrir Landsmótið á Laugarvatni 1965, að halda glæsilegasta og ljölsóttasta aðal-Landsmót allra tíma. Aðstaða öll og umgjörð í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina í sumar býður upp á þann möguleika, að við gætum eftir mótið líka átt í sögu okkar og minningasjóði, að minnsta kosti eitt glæsilegasta Unglingalandsmótið sem haldið hefur verið á Islandi. Stefnum að því öll sem eitt, kæru vinir. Foreldrar, afar og ömmur og aðrir fjölskyldumenn, styðjum unga íþróttafólkið okkar. Það er verðugt verkefni! Og þar við liggur heiður okkar og sæmd, enda stutt að fara. (H/inghoteJs ffér HAPPDRÆTTI gLjft HÁSKÓLA ÍSLANDS f" vænlegast til vinnings lÉKULDABÓLI FRYSTI OGKAUGEYMSLA MAN NVIT VERKFRÆÐISTOFA 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.