Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 12
Jóhanna Margrét Hjartardóttir, verkefnisstjóri:
Mjög bjartsýn á góða þátttöku
Jóhanna Margrét Hjartardóttir er
verkefnisstjóri 11. Unglingalands-
móts Ungmennafélags (slands í Þor-
lákshöfn. Jóhanna Margrét sagði í
mörg horn að líta í undirbúningi
fyrir svona stórt mót en að verkefnið
sé mjög skemmtilegt og allir séu til-
búnir að leggja sitt að mörkum svo
að hlutirnir gangi sem best fyrir sig.
„Við fórum á dögunum austur á Horna-
fjörð þar sem Unglingalandsmót var
haldið í fyrra. Mótshaldararnir eystra
miðluðu okkur góðum upplýsingum
sem koma að góðum notum í okkar
undirbúningi. Mér finnst það mjög
spennandi að vera þátttakandi í undir-
búningi að þessu móti og hlakka mikið
til þegar stóra stundin rennur upp.
Aðstaðan öll hér í Þorlákshöfn verður
fyrsta flokks og bygging mannvirkja
hefur gengið samkvæmt áætlun. Þegar
líður að mótinu þurfum við margar
góðar hendur til að hjálpa okkur á
lokasprettinum og eins á mótinu sjálfu.
Við vitum að það mun ekki standa á
fólki hér, allir eru tilbúnir að leggja eitt-
hvað af mörkum svo mótið megi takast
vel,“ sagði Jóhanna Margrét. Hún sagðist
mjög bjartsýn á góða þátttöku og þetta
gæti orðið að hennar mati eitt stærsta
11 .UNGLINGA
LANDSMÓT
UMFÍ
mótið sem haldið hefur verið.
„Það er mín tilfinning að þátttakan
verði góð. Við heyrum af miklum áhuga
af landsbyggðinni og af stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Nokkrar greinar verða stærri
en áður en það kemur til vegna nálægð-
ar við höfuðborgarsvæðið. Sýningar-
greinar í ár verða dans og fimleikar og
við vonumst eftir því að unglingalands-
liðið í handbolta komi við á mótinu en
liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópu-
mótið. Við erum ennfremur að skoða
þann möguleika að fá brettafólk til að
koma og sýna listir sínar en aðstaða til
brettaiðkunar er fín hér í Þorlákshöfn.
Þetta á allt saman eftir að koma í ljós
þegar nær dregur. Menningarnefndin
er að vinna með okkur að dagskrá en
samhliða mótinu verður bæjarhátíð svo
að Unglingalandsmótið verður líka menn-
ingartengt í formi sýninga, gönguferða
og fleira. Á laugardeginum verður stórt
markaðstorg í gangi þannig að það verð-
ur nóg um að vera í bænum,“ sagði
Jóhanna Margrét.
„Við erum tilbúin að taka á móti
10-12 þúsund gestum. Skráning kepp-
enda hefst 2-3 vikum fyrir mótið en
allar upplýsingar þar að lútandi verða
birtar á heimasíðu mótsins sem er
www.ulm.is. Annars er mikil tilhlökkun
á meðal bæjarbúa og við hlökkum mik-
ið til að taka á móti keppendum og gest-
um um verslunarmannahelgina," sagði
Jóhanna Margrét Hjartardóttir, verk-
efnisstjóri Unglingalandsmótsins, í
spjalli við Skinfaxa.
Hefðfysrir Unglingalandsmótum UMFÍ
Mikil hefð er að verða fyrir Unglingalandsmótum UMFÍ. í upphafi var hugsunin sú að
halda keppni og skemmtun til handa aldursflokknum 11-16 ára. Vel var tekið í þessa
hugmynd og frá og með árinu 1992 hófst saga Unglingalandsmóta UMFÍ.
1. Unglitigalandsmót UMFÍvar hald-
ið á Dalvík 10.-12. júlí 1993. Mótið,
sem haldið var á vegum UMSE, tókst
vel í alla staði og var þá alveg ljóst að
mótshaldið var komið til að vera.
Fyrirmyndarfélag mótsins var HHF.
2. Unglingalandsmót UMFÍ var
haldið á Blönduósi dagana 14.-16.
júlí 1995, á vegum USAH. Fyrir-
myndarfélag mótsins var UNÞ.
3. Unglingalandsmót UMFÍ var
haldið í Grafarvogi 1998, á vegum
Ungmennafélagsins Fjölnis. Fyrir-
myndarfélag mótsins var HSH.
4. Unglingalandsmót UMFÍ var
haldið 2000 í Vesturbyggð/Tálkna-
firði, á vegum HHF. Mótið markaði
skil í sögu mótanna því að það var
haldið um verslunarmannahelgina
í fyrsta skipti. Þetta var á þeim tíma
umdeild ákvörðun en sagan hefur
kennt okkur að þetta var afar farsælt
skref í sögu mótanna. Fyrirmyndarfélag
mótsins var UMSS.
5. Unglingalandsmót UMFt var haldið í
Stykkishólmi um verslunarmannahelg-
ina 2002, á vegum HSH. Fyrirmyndar-
félag mótsins var USVS.
6. Unglingalandsmót UMFI var haldið
á Isafirði um verslunarmannahelgina
2003, á vegum HSV. Fyrirmyndarfélag
mótsins var HSÞ. Á þessu móti var tekin
sú ákvörðun að hækka aldursmörk
mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður. Á
þingi UMFl eftir mótið var ákveðið,
með miklum meirihluta atkvæða, að
halda mótið árlega, um verslunar-
mannahelgina.
7. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið
á Sauðárkróki 2004, á vegum UMSS.
Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK.
Þetta var í fyrsta skipti sem Unglinga-
landsmót var haldið á sama stað og
Landsmót UMFl.
8. Unglingalandsmót UMFÍ var hald-
ið i Vík í Mýrdal 2005, á vegum USVS.
Fyrirmyndarfélag mótsins var HSK.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og er
talið að um sjö þúsund gestir hafi sótt
mótið í blíðskaparveðri.
9. Unglingalandsmót UMFÍ var hald-
ið á Laugum í Þingeyjarsýslu 2006, á
vegum HSÞ. Mótið fór mjög vel fram
í ágætu veðri. Keppendur og gestir á
mótinu voru þegar best lét um 10.000.
10. Unglingalandsmót UMFÍ var
haldið á Höfn í Hornafirði 2007. Um
1.000 keppendur tóku þátt í mótinu
en talið er að 7-8 þúsund gestir hafi
sótt mótið. Veður var milt og gott alla
keppnisdagana. Eftir þingsetningar-
athöfnina var afhjúpaður vatnspóstur
en hann var gjöf UMFÍ til Hornfirð-
inga í tilefni 100 ára afmælis hreyf-
ingarinnar. Fyrirmyndarfélag mótsins
var HSH.
12 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands