Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 19
„Hið góða hérað" I Landnámu segir frá því að þriðja vetur sinn á íslandi hafði Ingólfur Arnarson vetursetu undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá. Næsta vor fundu þrælar hans, þeir Vífill og Karli, öndvegissúlur hans við Arnarhvol „fyrir neðan heiði“ og settist Ingólfur þar að og nefndi bæ sinn Reykjavík. Þrællinn Karli mælti þá: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Strauk hann síðan frá Ingólfi og sneri aftur í Ölfusið ásamt ambátt. Ingólfur fann þræl sinn aftur en ekki fylgir sögunni hvort hann fékk að vera í friði eða var neyddur til að flytja á „útnesið". I Laxdælu segir að Auður djúpúðga hafi brotið skip sitt við Ölfusárósa en annars fer engum öðrum sögum af hér- aðinu á landnámsöld. En hvort sem það var þrællinn Karli eða einhver annar sem settist fyrstur að í Ölfusinu er lík- legt að héraðið hafi byggst snemma vegna landkosta þess. Land til beitar hefur verið gott við ósa Ölfusár, vatns- mesta fljóts á íslandi, og á fjalli, selveiði í ósnum og fiskur í sjó og vötnum. Auk þess voru ágætar lendingar í ósnum, Þor- lákshöfn og Selvogi sem hefur ekki haft lítið gildi á hafnlausri suðurströndinni. Ölfus er vestasta sveitarfélag Árnes- sýslu og ráða sýslumörk á fjöllum að vestanverðu, þannig að Hveradalir og Kolviðarhóll eru innan marka Ölfuss. Austanverð mörk sveitarfélagsins liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar en heildarstærð sveit- arfélagsins er um 1000 ferkílómetrar. fbúar í sveitarfélaginu eru um 2.000. Vegasamgöngur um Ölfus eru góðar og hefur héraðið frá örófi alda verið í þjóð- braut, hvort sent menn ætluðu vestur eða austur yfir heiði, suður með sjó eða eftir fjallvegum norður í land eða vestur. Helstu samgöngubætur síðari tíma voru opnun vegarins um Þrengsli og bygging brúar yfir ósa Ölfusár, sem var lokið 1988. Nútímamaðurinn horfir einnig til náttúrunnar en þó á annan hátt en menn gerðu til forna þegar sagt var að staður væri fagur ef þar fiskaðist vel. Fæðuöfl- un er með allt öðrum hætti nú en fyrr og við horfum því meira til fjölbreytn- innar og þess sérstaka og í Ölfusi er náttúran rík og á margan hátt einstök. Sveitin er grösug og í henni er votlendi með miklu fuglalífi. Þar eru ár með lax- og silungsveiði og í ósum Ölfusár er sú veiði í samkeppni við selinn sem syndir oft upp í ósinn á eftir fiski. Þó að sveitin sé frjósöm er hún einnig mörkuð eld- virkni og uppblæstri sem algengt er á íslandi. Þar eru margar eldstöðvar, hell- ar og víðáttumikil hraun og sandar en mikið starf hefur verið unnið á undan- förnum áratugum við uppgræðslu þeirra. Heitt vatn streymir í miklum mæli úr iðrurn jarðar, þar eru hverir og heitir lækir og eitt mesta jarðhitasvæði á landinu er á Hengilssvæðinu. Fjölbreytt atvinnutækifæri Hefðbundnar atvinnugreinar frá fornu fari í Ölfusi eru landbúnaður í dreifbýl- inu en fiskveiðar og vinnsla í þéttbýlinu í Þorlákshöfn. Þessir atvinnuvegir eru ennþá rnjög mikilvægir fyrir Sveitarfél- agið Ölfus. Vægi þeirra hefur þó farið minnkandi undanfarna áratugi en aðrar atvinnugreinar bæst við. I dreifbýlinu hefur ferðaþjónusta stóraukist og skipa hestamennska og veitinga- og gisti- staðarekstur þar stóran sess. Til að styðja við þessa þróun er verið að koma upp fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum á ýmsum sviðum en aðstaða fyrir útivist- ar- og göngufólk í sveitarfélaginu er góð og merktar gönguleiðir víða. I Þorlákshöfn fer vegur iðnaðar, versl- unar og þjónustu ört vaxandi og þar er stjórnsýslan til húsa. Það er stefna sveit- arstjórnarinnar að skapa enn betri grund- völl fyrir atvinnufyrirtæki til að setjast að í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að frumkvæði komi frá einstaklingum og fyrirtækjum varðandi atvinnuuppbygg- ingu en sveitarfélagið er reiðubúið til aðstoðar, t.d. að taka þátt í undirbún- ingsvinnu við hagkvæmnisrannsóknir. Jafnframt að tryggja að lág gjöld verði lögð á atvinnurekstur, svo sem fasteigna-, vatns- og hafnargjöld. Sveitarfélagið Ölfus er sveitarfélag sem er ríkt af náttúruauðlindum og landi og vill stuðla að uppbyggingu atvinnufyrirtækja sem byggja á auðlind- um sveitarfélagsins. Þar er að finna mik- inn jarðhita sem nýttur er til atvinnu- uppbyggingar. Landrýmið, orkan og höfnin í Þorlákshöfn skapa mikla vaxt- armöguleika fýrir uppbyggingu atvinnu- starfsemi í sveitarfélaginu, einkum orku- freks iðnaðar. Höfnin í Þorlákshöfn er mikilvæg fýrir byggðirnar á Suðurlandi og með þeim endurbótum sem nú er verið að gera á henni skapast betri möguleikar á vöruflutningum á milli landa, ferjusiglingum og öflugri smá- bátaútgerð. í sveitarfélaginu er öflug þjónusta. Þar er góður skóli, gróskumikið íþrótta- og tómstundastarf ásamt öflugri heil- brigðis- og öldrunarþjónustu. Þá er menningarmiðstöð með söfnum og kaffihúsi í Ráðhúsi Þorlákshafnar og fjölbreytt afþreying fýrir íbúana, svo sem íþróttahús, sundlaug og 18 holu golfvöllur. Aðstaða fyrir útivistar- og göngufólk í sveitarfélaginu er góð og merktar gönguleiðir víða. Stefnt er að því að byggja íþrótta- mannvirki enn frekar upp og leggja aðgengilega reið-, göngu- og hjólastíga um allt sveitarfélagið til að koma á móts við útivistarfólk. Sveitarfélagið Ölfus er fjárhagslega sterkt og hefur því nokkuð svigrúm til að auka þjónustu við íbúana án skuld- setningar. Eitt af framtíðarverkefnum þess er að stuðla að uppbyggingu háhraðasambands um sveitarfélagið og skapa grundvöll fyrir starfrækslu skrifstofuhótels til að koma til móts við þarfir íbúa svæðisins sem starfa t.d. á höfuðborgarsvæðinu en vilja vinna 2-3 daga í viku í heimabyggð. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.