Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 9
Ólafur Stefánsson, einn fremsti handboltamaður heims Ólaf Stefánsson, landsliðsmann í handknattleik, þekkja flestir íslendingar og eflaust er hann í miklu uppáhaldi hjá börnum og unglingum sem stunda íþróttir. Ólafur er stórt nafn í handbolta- heiminum og margir vilja meina að hann sé einn af bestu handbolta- mönnum í heiminum í dag. Ólafur minnti rækilega á sig á vor- dögum þegar hann átti stóran þátt í sigri liðs síns, Ciudad Real, í meistaradeild Evrópu. Þar skoraði hann tólf mörk í síðari leiknum gegn þýska liðinu Kiel. Ólafur lagði grunninn að sigrinum sem tryggði spænska liðinu sigurinn í deild sterkustu liða Evrópu. Stór orð voru höfð um frammistöðu Ólafs eftir þenn- an leilc og líklega hefur þetta verið einn af betri leikjum hans á ferlinum. Atvinnumaðurí12ár Ólafur hefur verið atvinnumaður í handknattleik í 12 ár, fyrst í Þýskalandi með Wuppertal og síðan Magdeburg. Þaðan lá leiðin til Spánar þegar hann gekk í raðir Ciudad Real en þar hefur hann leikið í fimm ár við frábæran orðstír. Eftir þetta tímabil hefur Ólafur ákveðið að söðla um en nýverið skrifaði hann undir þriggja ára samning við danska liðið Glostrup. Gaman á æfingum - Hvaða áform hafði Ólafur uppi þegar hann var í kringum 15 ára aldurinn? „Þau voru engin í sjálfu sér en ég hafði ofsalega gaman af því að fara á æfingar. Ef unglingar á þessum aldri hafa gaman af því sem þeir eru að gera þá eru þeir á réttri leið. Ef þeir hafa hins vegar ekki gaman af því sem þeir eru að gera eiga þeir hætta eða snúa sér að ein- hverri annarri íþróttagrein. Finna sér annan þjálfara eða annan félagsskap. Ef það er gaman í handbolta eiga strákarn- ir að gera eins vel og þeir geta, vera ein- beittir og glaðir,“ sagði Ólafur. - Varstu sjálfur farinn að hugsa um að þú yrðir einhvern tírnann atvinnumaður í handbolta? „Nei, það var ég ekki farinn að gera. Það kemur bara sjálfkrafa ef annað er í lagi,“ sagði Ólafur sem byrjaði að æfa handbolta þegar hann var 11 ára gamall. Hann æfði auk handbolta, körfubolta og fótbolta þangað til hann var kominn um tvítugt. Þá ákvað hann að æfa eingöngu handbolta. Hann sagði það hafa verið góð undirstaða fyrir framhaldið að hafa æft þessar þrjár boltagreinar þegar hann var ungur. Ólafur var inntur eftir því hvað hann ráð gæfi unglingum hvað varðaði matar- æði og heilbrigði almennt. „Svo framarlega sem þeir reykja ekki og drekka mega þeir eiginlega borða hvað sem er. Ef þeir ýta reykingum og drykkju til hliðar eru þeir flottir," sagði Ólafur. - Hvernig er unglingastarfi í handbolta háttað á Spáni? Er það öðruvísi en hér á landi? „Það er svona nokkuð svipað og hér á íslandi. Þó fara æfingar í byrjun nreira fram í gegnum skólakerfið. I dag eru reyndar komnir stórir skólar sem leggja rækt við handbolta og í þeirn tilfellum þurfa foreldrar að borga mikinn pening fyrir börnin sín. Unglingaþjálfun, t.d. hjá Ciudad Real, er samt ekki markviss, hún mætti alveg vera betri.“ Ólafur segir það mikilvægt hjá ung- um handboltaiðkendum að æfingarnar séu skemmtilegar. „Alvaran á ekki í sjálfu sér að vera í fyrirrúmi á þessum aldri. Það á að vera gaman að fara á æfíngu. Ef lögð er rækt við æfingar koma aðrir hlutir af sjálfum sér. Það skiptir líka miklu máli í mínurn huga að bera virðingu fyrir þeim sem maður æfir með. Ef þú getur hjálpað félaga þínum á æfingum átt þú að gera það. Handbolti er ekki bara leikurinn sjálfur, þú verður að æfa sendingar og varnarleikinn. Ef þessir hlutir eru í lagi, þá ertu á réttri leið,” sagði Ólafur Stefánsson. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.