Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 10
Aðalfundur ISCA haldinn í Barcelona Aðalfundur ISCA, International Sport and Culture Association, var haldinn í Barcelona 23. október sl. ISCA eru samtök um almennings- íþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum. Ungmennafélag íslands er aðili að þessum samtökum og sóttu fundinn afhálfu UMFÍ þau Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ. Sæmundur er stjórnarmaður í ISCA, en á aðalfundinum kynnti Helga Guðrún starfsemi UMFÍ. Um 100 fulltrúar víðs vegar að úr heiminum sóttu aðalfund að þessu sinni sem tókst með miklum ágæt- um. í tengslum við fundinn í Barcelona var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „íþróttir fyrir alla“. Um 300 manns tóku þátt í ráðstefnunni og tíu fyrirlesarar fluttu einkar athyglisverð erindi sem vöktu mikla athygli á meðal þátt- takenda. Evrópa unga fólksins stóð fyrir námskeiði á Nesjavöllum Evrópa unga fólksins stóð fyrir nám- skeiði, í samstarfi við SALTO-YOUTH, fyrir unga Evrópubúa á Nesjavöllum dagana 29. september - 5. október sl. Námskeiðið baryfirskriftina „Að vera Evrópubúi" (European Citizenship). Þátttakendur voru 30 frá 18 löndum í Evrópu, þar á meðal frá fslandi. Óhætt er að segja að þátt- takendurnir hafi spannað alla Evrópu því að þeir komu frá Norðurlöndum, Vestur-, Mið- og Austur-Evrópu og var mjög fróðlegt að kynnast ólíkum bakgrunni fólks og menningunni á heimaslóðum þess. Þátttakendurnir vinna allir að æskulýðsmálum, vinna með ungu fólki eða fyrir ungt fólk, eru verk- efnastjórar í ungliðastarfi, hafa ein- hverja reynslu af alþjóðlegu æsku- lýðsstarfi en eru samt nýliðar hvað varðar þá hugsun að vera Evrópubúi í leik og í starfi. Námskeiðinu var ætlað að styðja við fólk sem vinnur í æskulýðsgeiranum og hvetja það til að hafa hugann við Evrópu þegar það starfar á þeim vett- vangi. Áhersla var lögð á að innleiða þá hugsun að vera Evrópubúi í leik og í starfi en ekki eingöngu (slendingur, Þátttakendur á námskeiðinu heimsóttu m.a. Þingvelli. Frakki, Pólverji og svo framvegis. Styrkjaáætlunin, sem Evrópa unga fólksins vinnur með, var kynnt og þátttakendum bent á leiðir til að nýta sér áætlanir er styrkja ungmenni í verkefnum sem leggja áherslu á þá hugsun að vera Evrópubúi. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þrírog komu frá Ungverjalandi, Spáni og Hvíta-Rússlandi. „Námskeiðið gekk að óskum og þátttakendurnir voru hæstánægðir með tækifærið til að sjá norðurljósin og snjóinn," sagði Anna R. Möller, verkefnisstjóri Evrópu unga fólksins. Anna sagði ennfremur að Evrópa unga fólksins fengi sérstakt fjár- magn á ári hverju sem ætlað væri til að senda fólk á námskeið og þjálfun og eins til að halda námskeið hér innanlands. 10 SKINFAXI - tfmarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.