Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 15
Málþing haldin víðs vegar um landið: Æskan á óvissutímum Æskulýðsvettvangurinn, samráðs- vettvangur Ungmennafélags íslands, KFUM/K og skátahreyfingarinnar í samstarfi við Æskulýðsráð, hefur að undanförnu efnt til málþinga sem bera yfirskriftina „Æskan á óvissutímum". Fyrsta þingið var haldið í Reykjavík 11. nóvember og sóttu það hátt i 100 manns. Þingið heppnaðist mjög vel og lýstu þátttakendur yfir mikilli ánægju með þetta framtak sem væri afar brýnt á þessum erfiðum tímum. Annað þingið var haldið á ísafirði 25. nóvember sl. og það þriðja á Akureyri 27. nóvember sl. Þann 4. desember var málþing haldið á Egilsstöðum og það fjórða í Árborg 8. desember. Öll þessi málþing voru ágætlega sótt. Á málþingunum varfjallað um áhrif óvissuástandsins í samfélaginu á börn og ungmenni og hvað sé til ráða fyrir þá er vinna með æskunni í frfstundum sínum. Farið var yfir ástandið og síðan fjall- að um þætti er skipta máli fyrir leið- toga í frístundastarfi barna og ung- menna og hvernig þeir geti brugðist við áhrifum ástandsins á skjólstæðinga sína. Án efa kom efnið sér einnig vel fyrir starfsfólk skóla sem upplifir það sama og leiðtogarnir. Dagskrá málþinganna var metnaðar- full og framlag fyrirlesara áhugavert. Þytur fær viðurkenningu fyrir frábært æskulýdsstarf Á Landsþingi hestamanna á Kirkju- bæjarklaustri 24.-25. október sl. var æskulýðsbikarinn afhentur hesta- mannafélaginu Þyt fyrir árið 2008, en félagið er innan Ungmennasam- bands Vestur-Húnvetninga, USVH. Við val á handhafa æskulýðsbikars LH er horft til þess fjölbreytta starfs sem félögin eru með í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni i félagi sinu. Er það einróma álit að æskulýðsstarf- ið í Þyt hafi verið til fyrirmyndar. Sigrún Kristín Þórðardóttir, for- maður Þyts, tók við bikarnum. Hún sagði að mikil alúð væri lögð í æskulýðsstarfið í félaginu. Hesta- kostur barnanna í Þyti væri ekki endilega alltaf sá besti ef horft væri til landsins alls. En áhersla væri lögð á að finna hverjum knapa og hesti hlutverk og það væri aðal- atriðið. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 1 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.