Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 31
Ungmennafélagið Snæfell 70 ára
Ungmennafélagið Snæfell varð 70 ára
þann 23. október sl. Afmælishátíðin var
haldin 17. nóvember, í íþróttamiðstöð-
inni í Stykkishólmi, og komu margir á
hátíðina á þessum merku tímamótum í
sögu félagsins.
Stjórn félagsins var búin að skreyta
hátíðarstaðinn og setja upp ýmsa muni
úr sögu félagsins, þar var einnig mynda-
sýning og myndbandasýning var í gangi
allan tímann. Gamlir búningar voru
hengdir upp og þar kenndi ýmissa grasa.
Það var Maggý Lárentsínusdóttir sem
átti hugmyndina að nafni félagsins, Snæ-
fell, og er það skírskotun til Snæfellsness
og Snæfellsjökuls sem má sjá í merki
félagsins. Það sýndi sig fljótt að félagar i
Ungmennafélaginu Snæfelli höfðu
metnað sem náði lengra en bara inn til
héraðsins.
Margar íþróttagreinar hafa verið æfðar
í Stykkishólmi frá stofnun félagsins en
ekki allar haldið velli. Rætt hefur verið
um Stykkishólm sem vöggu badminton-
íþróttarinnar þar sem félagið átti marga
góða íþróttamenn í þeirri grein. Þær
greinar sem nú eru æfðar undir merkj-
um félagsins eru körfubolti, fótbolti,
frjálsar íþróttir, sund, blak, siglingar,
hestaíþróttir og golf.
Félagið eignaðist sínu fyrstu íslands-
meistara árið 1950, þegar Ágúst Bjart-
marz og Halla Árnadóttir unnu einliða-
leik á íslandsmótinu í badminton sem
haldið var í íþróttahúsinu i Stykkis-
hólmi, er nú hýsir tónlistarskólann.
Snæfell hefur síðan eignast íslands-
meistara og bikarmeistara í hinum
ýmsu greinum og aldursflokkum í gegn-
urn árin og alveg fram á þetta ár, s.s. í
frjálsum íþróttum og körfuknattleik.
KAUPÞING
Formaður*5int»fi«Ut- /
Hjörleifur K. Hjörleifsson, T ~
flytur ávarp á afmælishátrðinni.
KAUPÞING
r. L
r i Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UIVIFÍ og Kjartan Páll Einarsson.
a 11'
'LjfestliqUjL'
Elkem
ísland
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 31