Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 6
Nú er brýnt að við stöndum þétt saman íþrótta- og æskulýðsstarf hefur aldrei verið mikilvægara en nú. Á þeim þrengingatímum, sem þjóðin gengur í gegnum nú, er afar brýnt að við hlúum að þessum þætti í samfélaginu. Við verðum að standa vörð um hann af fremsta megni og gæta þess sem aldrei fyrr að börn og ungl- ingar hafl greiðan aðgang að íþróttum og öðru æskulýðs- starfl. íþróttastarf hefur sannað sig sem ein öflugasta forvörnin. Stjórnvöid hafa ekki legið á liði sínu við að skapa börnum og unglingum gott umhverfi og góðan aðgang að íþróttum og ekki má slá slöku við í þeim efn- um. Það skiptir sköpum að við stöndum öll þétt saman og vinn- um að því að koma okkur á rétta braut að nýju. Árið 2008 rennur brátt sitt skeið á enda. Árið var í senn við- burðaríkt og gæfuríkt hjá ung- mennafélagshreyfingunni. Þegar litið er um öxl má hreyfmgin vera afar stolt og getur horft bjart- sýnisaugum til framtíðar. í okkar hraðfleyga þjóðfélagi, þar sem hlutirnir breytast fljótt, eru mögu- leikarnir endalausir. Styrkur og máttur UMFÍ er mikil! og þessi fjölmennu samtök munu hér eftir sem hingað til vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Spenn- andi tímar blasa við á nýja árinu og krafturinn og áræðnin hefur aldrei verið meiri. UMFl stendur fyrir stórum verk- efnum á næsta ári. Annars vegar Landsmótinu á Akureyri og hins vegar Unglingalandsmótinu í Grundarfirði. Þarna gefst lands- mönnum kjörið tækifærið til að hittast og eiga skemmtilegar stundir saman. Þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt í gegnum tíðina. Margt fleira mætti nefna, en hreyfíngin vinnur mikið með ungu fólki og eldri borgur- um í ýmsum verkefnum. Það er von okkar allra að nýja árið gefi okkur tækifæri til að horfa björtum augum til fram- tíðarinnar. íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir þrengingum áður, en með baráttuvilja, sam- heldni og bjartsýni að vopni höf- um við ávallt rétt úr kútnum á nýjan leik. Það munum við einnig gera núna. Skinfaxi óskar ungmennafélög- um sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri HSÞ fékk hvatningarverðlaun UMFÍ Á 36. sambandsráðsfundi UMFf, sem haldinn var í Stykkishólmi 11. október sl., var tilkynnt hverjir hefðu hreppt hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir árið 2008. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl, gerði grein fyrir verðlaununum og tilkynnti að þau hefðu komið í hlut Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ. Arnór Benónýsson, formaður HSÞ, tók við viðurkenningunni úr hendi formanns UMFÍ. Skinfaxi 4. tbl. 2008 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson o.fl. Forsíðumynd: Pjetur Sigurðsson. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Laugavegi 170-172,105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóriSkinfaxa og kynningarfulltrúi, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri. Sigurður Guðmundsson, fræðslumál. Stjórn UMFI': Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, JóhannTryggvason, varastjórn, Einar Jón Geirsson, varastjórn. Forsíðumynd: Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnu- kona og íþróttamaðurársins 2007. Margrét Lára hefur skipað sér á bekk á meðal bestu knattspyrnukvenna í heim- inum. Á dögunum skrifaði hún undir atvinnumannasamning við sænska liðið Linköping. I viðtali við Skinfaxa segir hún frá ýmsu og gefur unglingum góð ráð. 6 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.