Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 23
► \ Forvarnardagurinn haldinn í þriðja sinn: Niðurstöður úr hópastarfi ungmenn- anna á forvarnardeginum verða teknar saman og gefnar út í sérstakri skýrslu sem verða kynnt á vettvangi sveitar- félaga, íþrótta- og æskulýðssamtaka og víðar innan tíðar. Skýrsla með niðurstöðum umræðna á forvarnardeginum í fýrra er aðgengi- leg á heimasíðunni forvarnardagur.is. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsing- ar í tengslum við þetta brýna og áhuga- verða verkefni. Forvarnardagurinn var haldinn í grunnskólum landsins þann 6. nóvem- ber sl. Það eru nemendur í 9. bekk sem taka þátt í deginum sem haldinn var nú í þriðja sinn. Þeir sem standa að degin- um eru Ungmennafélag (slands, ÍSf, skátahreyfingin og Samband íslenskra sveitarfélaga. Forvarnardagurinn er styrktur af lyfjafyrirtækinu Actavis. Fulltrúar þeirra sem standa að degin- um fóru í heimsóknir í skólana um morguninn og kynntu aðaláherslur verkefnisins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, heimsótti m.a. Húsaskóla og Varmárskóla í Mosfellsbæ. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, heim- sótti nemendur í Réttarholtsskóla. Dagskráin innan skólanna er byggð á þremur heilræðum, samveru, þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og seinkun þess að hefja áfengisneyslu sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að dugi best sem forvarnir gegn fíkniefnum. Á forvarnardeginum er einnig lögð megináhersla á að koma því til skila sem áratugalangar rannsóknir íslenskra fræðimanna við Háskóla íslands og Háskólann i Reykjavík hafa sýnt að skili mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum: Unglingar sýna verk- efninu mikinn áhuga 1. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tíma saman. 2. Að börn og unglingar taki þátt í skipu- lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. 3. Að ungmenni frestiþvísem lengst að hefja neyslu áfengis. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.