Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2008, Side 25

Skinfaxi - 01.11.2008, Side 25
til dyranna. Ekki láta undan þrýstingi, lifa heilbrigðu lífl, sofa vel. Iþróttir eru ómiss- andi þáttur í að halda unglingum frá óhollu líferni. Iþróttir eru tvímælalaust að mínu mati sterkasta forvörnin. Góður félags- skapur er einnig mikilvægur." - Það er draumur hjá tnörgum knatt- spyrnumönnum aðfara í atvinnumennsku. Var það alltaf markmið hjá þér? „Ég gekk ekki með atvinnumanninn í maganum. Að komast í atvinnumennsku í kvennaknattspyrnu var bara alls ekki í boði fyrir svo löngu. Dyrnar í þeim efnum hafa síðan verið að opnast smám saman og margar konur hafa verið að gera góða hluti á Norðurlöndunum. Það má segja það alveg hiklaust að það eru viss forrétt- indi að fá að komast í atvinnumennsku og fá laun fyrir að æfa og leika knattspyrnu." - Nœsta ár er líklega mikil áskorun fyrir Margréti Láru og íslenska kvennaknatt- spyrnu? „Það er óhætt að segja það. Ég er að fara að leika með nýju félagi og er svo spennt að ég get varla beðið. Ég fer út í febrúar og hef þá æflngar og undirbúning fyrir næsta tímabil. Það verður síðan stórkostlegt að leika með íslenska landsliðinu í úrslita- keppni Evrópumótsins í Finnlandi. Þegar því móti lýkur hefst undankeppni fyrir heimsmeistaramótið og það yrði alveg meiriháttar ef okkur tækist að komast í úrslit á því móti. Það er geysilegur sam- hugur í liðinu og við erum staðráðnar í því að standa okkur vel í þeim verkefnum sem fram undan eru,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir er án efa í hópi bestu knattspyrnukvenna í heimin- um í dag. Hún er markaskorari af Guðs náð og framganga hennar á knattspyrnu- vellinum hefur farið út um víðan völl og mörg bestu knattspyrnulið hafa falast eftir kröftum hennar. Þessi áhugi hefur ekki komið neinum á óvart, enda hér á ferð leikmaður sem myndi sóma sér vel í bestu félagsliðum heims. Eftir tímabilið í haust var ljóst að Margrét Lára myndi leggja land undir fót og reyna fyrir sér á erlendri grundu. Félög í Svíþjóð, Þýskalandi, Italíu og í Bandaríkjunum vildu fá hana í raðir sínar. Nú fyrir stuttu varð ljóst að Margrét Lára myndi leika í Svíþjóð, nánar tiltekið með Linköping, sem er félag í fremstu röð. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið og heldur utan alfarin til æfinga hjá liðinu í febrúar. „Ég get varla beðið, tilhlökkunin að leika með þessu félagi er mikil. Ég er búin að stefna að þessu um tíma að fara erlendis og nú er það orðin staðreynd. Þetta er góð- ur klúbbur með flotta umgjörð og góðan metnað. Það verður ofsalega gaman að fara inn í þetta umhverfi og vonandi mun ég standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til mín,“ sagði Margrét Lára í viðtali við Skinfaxa á dögunum. Frammistaða Margrétar Láru á knatt- spyrnuvellinum hefur vakið verðskuldaða athygli og það kom því kannski fáum á óvart að hún var kjörinn íþróttamaður ársins 2007. Þetta var í fjórða sinn sem konu hlotnaðist þessi heiður en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og hafa gert allar götur frá 1956. Margrét Lára var ekki há í loftinu þegar hún hóf að æfa knattspyrnu í Vestmanna- eyjum en fimm ára gömul mætti hún á fyrstu æfinguna. Hún segist hafa æft lengi vel, eða til 15 ára aldurs, bæði fótbolta og handbolta og að auki á tímabili kom hún einnig nálægt frjálsum íþróttum. Hún átti um tíma sæti í tveimur yngri landsliðum Islands í knattspyrnu, svo snemma var hún farin að vekja athygli. „Þegar ég var 15 ára gömul tók ég ákvörðun um að helga mig alfarið fótbolt- anum. Það var samt mjög gaman í hand- boltanum en sú stund hlaut að renna upp að maður þyrfti að ákveða sig hvaða íþróttagrein yrði fyrir valinu." - Það hlýtur því að hafa verið stundum nóg að gera hjá þér. „Já, það var það, en ég naut þess fram í ftngurgóma að vera í íþróttum. Lífið sner- ist að mestu um skólann og íþróttir. Þetta var ofsalega góður tími í frábærum félags- skap. Ég lék lengstum með Tý og síðan með ÍBV, en þegar ég fluttist upp á land gekk ég í raðir Vals. Þar hef ég líka á'tt frá- bæran tíma, eignast góðar vinkonur og andinn í Val hefur ekki verið neinum líkur. Fram undan eru breytingar, áskoranir sem verður gaman að takast á við,“ sagði Margrét Lára. Það eru eflaust margar ungar knatt- spyrnukonur sem líta upp til Margrétar Láru og eru stoltar af henni. Þegar hún var spurð hvort hún sjálf leggi ekki mikið upp úr því að lifa heilbrigðu og skynsamlegu lífi svaraði hún því svo: „Að sjálfsögðu legg ég ofsalega mikið upp úr því að borða hollan mat og sofa vel. Svefninn er rosalega mikilvægur í mínum huga, ekki síst íþróttamönnum. Ef maður hefur ekki fengið nægan svefn er maður einfaldlega ekki tilbúinn að takast á við verkefnin sem bíða manns dags dagslega. Mataræðið leikur einnig stórt hlutverk og það er ekki sama hvað maður setur ofan í sig. Svona heilt yfir borða ég hollan mat og hef gert frá því að ég man eftir mér en auð- vitað bregður maður út af vananum, það er bara eðlilegt. I dag gera íþróttamenn sér æ meira grein fyrir því hvað mataræðið skiptir miklu máli,“ sagði Margrét Lára. Talið berst síðan að íslenskum ungling- um og segist Margrét Lára ekki vera í nein- um vafa um að þeir standi sig vei. „Mér flnnast íslenskir unglingar flottir. Þeir eiga vera þeir sjáifir og koma þannig Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í k íþróttir tvímælalaust besta forvörnin SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 25

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.