Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 13
lítils, rauðs hornhúss. Eftir að hafa kynnst Jóhanni av Norðfirði sagði hann okkur sögur af Klakkvíking- um, eða Klóaksvíkingum eins og hann vildi kalla þá. „Vitið tér hvad stendúr á botninum í sundhylnum í Klaksvík?" spurði hann. „Bannað at röka!“ Um kvöldið fórum við út að borða á Hótel Færeyjum með hluta af færeyska hópnum. Þar voru hest- ar, ekld kindur, í garðinum. Gunnar, sá eini okkar sem kunni mannasiði, gat ekki horft á eftir mat til spillis og át ekki eingöngu sinn skammt af eftirréttinum - heldur allra! Foringi Færeyinganna, Tjóðhild- ur, skildi ekki orð í íslensku þrátt fyrir að hafa búið á íslandi í heilt ár. Jóhann vissi öll deili á henni og sagði ættmóður hennar vera frá Reyðarfirði. Gjógv á Austurey Námskeiðið hófst seinni part föstu- dags. Við fórum norður á Gjógv (borið fram Gjá), næstum nyrst á Austurey, með rútu ásamt hinum á námskeiðinu. Þar hittum við skáta- félagið þar sem meðalaldurinn var fjórtán ár. Skátafélagið er hluti af FUR, sem eru eins konar regnhlífar- samtök frjálsra félagasamtaka í Fær- eyjum og systursamtök UMFÍ. Oltk- ur fannst þetta fyndið - fyrst. Þar til okkur, einkum hjónunum Guðjóni og Gunnari, varð ljóst hve mildu eldri við vorum en allir aðrir á nám- skeiðinu. Gjógv er vinsæll ferðamannastað- ur en þar hafa í dag um þrjátíu manns vetursetu. Á leiðinni þangað er farið um mjóan en malbikaðan fjallveg. Rútubílstjórinn, vitaskuld vinur Jóa, sýndi mikla leikni í Gjógv þar sem hann þurfti að balcka til að komast yfir bæjarbrúna og smeygja sér á milli liúss og kyrrstæðs bíls í beygju. Millimetrar skildu að liús- þakið og hlið rútunnar. Skápurundirsúð Gistihúsið var stórt og mikið bjálkahús á enda bæjarins. Svefn- aðstaða okkar var hálfgerður skápur undir súð sem tveir og tveir deildu. „Hjónin“ deildu skápnum, gerpið á bauninni fékk rúmið. En Jói T. og Ásdís Helga sváfu annars staðar. Hún bættist í hópinn það kvöld. Hún er kennari við Land- búnaðarháskóla íslands á Hvanneyri og var því sérfræðingur okkar í samanburði á íslenskum og færeysk- um landbúnaði. Gunnar fagnaði að hafa aðra manneskju af sama sauða- húsi til að ræða sameiginleg áhuga- mál. Fyrsta verkefni námskeiðsins Eitt fyrsta verkefnið á námskeið- inu var að para olckur tvö og tvö í hópa og segja frá einhverju sem við værum stolt af. Færeyingarnir höfðu frá ýmsu að segja. Þeir höfðu meðal annars tekið þátt í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra með mildum árangri. Þau söfnuðu undirskriftum og stóðu fyrir þöglum mótmælum við þinghúsið. Þau gerðu færeyskar jóla- kökur, sem hlutir eru settir inn í. Inn í þeirra kökur fóru afsteypur af pörum; karli og konu, karli og karli, konu og konu. Þetta fengu þing- mennirnir. En við? Gunnar hafði flutt úr sveitinni í borgina, Inga Rún dans- aði uppi á sviði þegar hún var sex ára og Guðjón - hann lijálpaði barni yfir götu. Háleit markmið Næst tók við verkefnavinna með mun æðri hugsjónum en við höfð- SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.