Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 3
Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir Sýnum starfinu alúð Gróskumikið ár hjá Ungmennafélagi (slands er senn á enda. Þegar horft er um öxl er hægt að gleðjast yfir svo mörgu sem hreyfingin getur verið stolt af. Glæsilegt Unglingalandsmót var haldið í Þorlákshöfn þar sem þúsundir keppenda og gesta voru saman komnar við frábærar aðstæður. Þar skemmtu allir sér hið besta með fjölskyldum sínum í heilbrigðum félagsskap og góðu veðri. Unglingalands- mótið hefur skapað sér fastan sess sem eitt af stærstu íþróttamótunum hér á landi og þangað stefnir fjölskyldan ár eftir ár. Það er ekki að ástæðulausu því þarna fær fjöl- skyldan, jafnt ungir sem aldnir, kjörið tæki- færi til að verja dýrmætum tíma saman á uppbyggilegan hátt. Mótin hafa mikilvægu uppeldis- og menningarlegu hlutverki að gegna í íslensku þjóðlífi. Á þeim ríkir andi vináttu og uppskeran er allri auðlegð meiri fyrir þá sem sækja mótin og taka þátt. Átak hefur verið gert í félagsmálafræðslu en verkefnið„Sýndu hvað í þér býr" felur m.a. í sér námskeið í fundarsköpum, ræðu- mennsku og að starfa í stjórn. Nú þegar hafa verið haldin nokkur námskeið og hafa þau hlotið góðar undirtektir og verið vel sótt. UMFf tók fyrsta skrefið með verkefnið „Gæfuspor" í sumar. Gæfuspor er ætlað fólki 60 ára og eldra sem er hvatt til að fara út og ganga sértil ánægju og heilsubótar. Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum blómstra sem aldrei fyrr. Búðirnar eru á sínu fjórða starfsári og fjölgar skrán- ingum með hverju árinu sem líður en í vet- Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFf. ur eru nítján hundruð nemendur í 9. bekk grunnskólanna skráðir í búðirnar. Verkefnið „Flott án fíknar" hefur ennfremur hlotið góð- ar undirtektir og klúbbar verið stofnaðir bæði í grunnskólum og framhaldsskólum vítt og breitt um landið. Efnahagsástandið, sem helltist yfir nú á haustdögum, hefur komið við alla lands- menn. Það hefur hrikt í stoðum samfélags- ins og ákveðin óvissa hefur skapast. ( ástandi sem þessu skiptir höfuðmáli að við stöndum saman og komum okkur sem fyrst á rétta braut á nýjan leik. MóðirTeresa sagði eitt sinn:„Þeningar eru nytsamlegir, en kærleikurinn, athyglin og umhyggjan, sem við berum fyrir öðrum, er það sem mestu skiptir." Með þessi orð í huga verða ungmennafélagar að rækta ungmenna- félagsandann af öllum mætti og hlúa vel að æsku landsins í þessu árferði. Einn liður í því er málþingin„Æskan á óvissutímum" sem Æskulýðsvettvangurinn, UMFf, KFUM og K og skátasamtökin, hafa undirbúið og framkvæmt í samstarfi við Æskulýðsráð ríkisins og Menntamálaráðuneytið. Mál- þingin voru haldin í öllum landsfjórðung- um og á dagskrá var fjöldi fyrirlestra sem ættu að auðvelda fólki, sem starfar með börnum og unglingum, að vera þeim sá stuðningur sem þau þurfa á að halda í þeirri óvissu sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Gildi íþrótta- og æskulýðsstarfs er og hefuralltaf verið mikið en aldrei sem nú og þar megum við ungmennafélagar aldrei slaka á klónni. Starfið hefur ætíð verið líf- legt og lifandi og við skulum halda því þannig áfram.Tölum starfið upp en ekki niður. Látum ekki áhyggjur af peningum koma niður á því mikilvæga starfi sem við sinnum. Munum að í öllum erfiðleikum fel- ast tækifæri og að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ungmennafélagshreyfingin hefur ætíð látið sér fátt óviðkomandi sem varðað hefur heill og hamingju þjóðarinnar á hverjum tíma enda í anda markmiðs hennar,„Ræktun lýðs og lands". Ég óska öllum ungmennafélögum, sem og öðrum landsmönnum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. (slandi allt. Nýtt fólk i ungmennaráði UIVIFÍ Ungmennaráð UMFI með nýju fólki átti fyrsta fund sinn að Varmalandi í Borgarfirði þann 22. nóvember sl. Fimm ungmenni komu þar saman ásamt Guðrúnu Snorradóttur, lands- fulltrúa, og unnu að stefnumörkun fyrir hið nýskipaða ungmennaráð. Hópurinn náði vel saman og var mikill hugur í fólki til stórra verka inn- an ungmennafélagshreyfingarinnar. Formaður nýs ungmennaráðs er Auður Kjartansdóttir frá HSH, en aðrir fulltrúar í ráðinu eru: Andri Mar Jónsson, UfA, Gunnar Sigfússon, HSÞ, Halldóra Guðjónsdóttir, UMSB, og Sigríður Etna Marinósdóttir, HHF. ®y>Lw;: Ungmennaráðið sem fundaði á Varmalandi í Borgarfirði. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.