Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 29
Hvað hentar börnum og unglingum
best að drekka?
Börn og ungmenni á íslandi drekka
of mikið af sykruðum gos- og svala-
drykkjum. Níu ára börn drekka að með-
altali 2,5 lítra af gos- og svaladrykkjum
á viku og 15 ára börn tæplega 4 lítra á
viku, samkvæmt rannsókn Ingu Þórs-
dótturog félaga hjá Rannsóknarstofu í
næringarfræði á Landspítalanum.
Tíðni ofþyngdar og offitu meðal
barna og unglinga hefur aukist á und-
anförnum árum, auk þess sem gler-
ungseyðing tanna er vaxandi vandi
samkvæmt niðurstöðum Munnís-rann-
sóknar. Mikil neysla gosdrykkja og ann-
arra svaladrykkja, að meðtöldum
íþrótta- og orkudrykkjum og jafnvel
safa, hefur verið tengt við þetta. Því er
mikilvægt að foreldrar og aðrir full-
orðnir staldri við og hugleiði hvað hent-
ar best að gefa börnum að drekka.
Vatn er langbesti svala-
drykkurinn fyrir börn
Kalt vatn hentar börnum best til að
svala þorsta. Kennum börnunum að
drekka vatn við sem flest tækifæri. Að-
gengi skiptir hér meginmáli. Reynum
að hafa það sem reglu að auðvelt sé
fyrir börnin að fá sér vatn, hvort sem er
með máltíðum eða á milli máltíða.Til
viðbótar við kranavatnið er sykurlaust,
kolsýrt vatn góður valkostur.
Tveir til þrír skammtar af
mjólk eða mjólkurvörum á dag
Fullorðnum og börnum frá eins árs
aldri er ráðlagt að neyta tveggja glasa,
diska eða dósa af mjólk eða mjólkur-
mat á dag eða þess sem samsvarar 500
ml yfir daginn. Best er að velja fitulitlar
og lítið sykraðar vörur nema fyrir börn
tveggja ára og yngri sem þurfa heldur
fitumeiri vörur. Ostur getur komið í
stað mjólkurvara að hluta til.
Hreinn ávaxtasafi ekki
nauðsynlegur hluti af hollu
mataræði
Fullorðnum og börnum er ráðlagt
að borða 5 skammta af grænmeti og
ávöxtum á dag. Eitt glas af hreinum
ávaxtasafa getur komið í staðinn fyrir
einn skammt af ávöxtum á dag. Ekki er
ráðlagt að börn drekki meira en sem
svarar einu glasi á dag og yngri börn
ættu aðeins að fá lítið glas. Hreinn
ávaxtasafi er þó ekki nauðsynlegur
hluti af hollu mataræði en er þó betri
kostur en gos- og svaladrykkir.
Gos- og svaladrykkir einungis
til hátíðabrigða
Gos- og svaladrykkir eru óþarfi fyrir
börn og veita einungis tómar hitaein-
ingar, því í sykruðum gos- og svala-
drykkjum eru margar hitaeiningar í
formi viðbætts sykurs en nær engin
næringarefni. Mikil sykurneysla í formi
gos- og svaladrykkja getur aukið líkur
á ofþyngd og offitu meðal barna auk
þess sem sykurinn skemmir tennurnar.
Gos- og svaladrykkir innihalda auk
þess ávaxtasýrur og rotvarnarsýrur sem
geta leyst upp glerung tannanna. Að
drekka gos- og svaladrykki, að með-
töldum íþrótta- og orkudrykkjum, oft-
ar en þrisvar sinnum f viku eykur hættu
á glerungseyðingu.
íþrótta- og orkudrykkir henta
börnum ekki
Ástæðulaust er að gefa börnum
íþróttadrykki,jafnvel þótt þau stundi
(þróttir daglega. Mikilvægt er að drekka
vatn fyrir æfingu, meðan á henni stend-
ur og á eftir, einnig að borða vel nokkru
fyrir æfingu og eftir æfingu.
Orkudrykkir, sem innihalda m.a.
koffín, henta börnum alls ekki. Slfkir
drykkir geta valdið vökvaskorti og
öðrum óþægindum og eru börn sér-
staklega viðkvæm fyrir þessum áhrif-
um. Því er æskilegt að venja ung börn
við að drekka vatn og mjólk sem oftast
og ef til vill stöku sinnum hreinan safa.
Elva Gísladóttir,
verkefnisstjóri
næringar,
Lýðheilsustöð.
Uppgangur og fjölgun iðkenda hjá UMSS í sundi
Unglingamót UMSS (sundi var
haldið í Sundlaug Sauðárkróks laug-
ardaginn 1. nóvember sl. Mikill upp-
gangur og fjölgun iðkenda í sundi
hefur verið undanfarnar vikur hjá
sunddeild Tindastóls á Sauðárkróki.
Á nýr þjálfari, Linda Björk Ólafsdóttir,
ekki síst þátt í því.
Unglingamótið var fyrir krakka 17
ára og yngri og var mikil og góð
þátttaka. Að loknu móti var sann-
kallað veisluhlaðborð, þar sem
keppendur og foreldrar gæddu sér á
tertum og öðru góðgæti.
Allir þátttakendur fengu viður-
kenningarfyrir þátttöku sína.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 29