Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 14
um í farteskinu. Megininntakið var hugmyndavinna, hvernig byrjað er mjög vítt á háleitum markmiðum og þeim síðan komið niður á jörðina til framkvæmda. Námskeiðið endaði á kynningu þar sem við létum ljós okkar skína á dönsku. Líka Gunnar sem fram að því hafði ýmist gert allt vitlaust eða spurt hina íslendingana hvað hefði verið sagt. Hippapartý Námskeiðið endaði á hippa- partýi heima hjá formanni FUR. Við nældum okkur í hippaföt í Reyða krossinum þar sem Jóhann var sérlegur tískuráðgjafi hópsins og sagði hippatískuna það heitasta í Eyjunum. Ingu og Guðjóni þótti Iítið til fatanna koma en nýtingar- sinninn Gunnar harðneitaði að henda fötunum sem hann keypti. Þau hvíla nú vel geymd inni í fata- skáp. Kaffiboð í Sandavági Seinasti dagurinn var útsýnis- ferð undir stjórn Jóa. Við fórum yfir í Gásadal, stað þar sem 13 manns bjuggu þegar opnuð voru jarðgöng þangað í janúar. Bærinn stendur við þverhnípi niður í sjó, fossinn úr dalnum fellur hátt í 100 metra niður í sjó og ferðir niður tröppurnar niður í fjöru eru á eigin ábyrgð. í bænum sáum við tvo menn og fjóra hunda á gangi. Jói dró okkur líka í tvö kaffiboð í Sandavági, hið fyrra hjá formanni íþróttafélagsins, það seinna hjá vinafólki. Sandavágur er vinabær Fjarðabyggðar og Þróttur og íþrótta- félagið í Sandavági hafa lengi verið í samstarfi. Kvöldið enduðum við á ljúfri kvöldstund í keilu þar sem stuð- tónlistin „Kafajól, kafajól," var bauluð af rammfölskum, færeysk- um barnakór. Við þökkum UMFÍ kærlega fyrir að bjóða okkur í ferðina. Þið megið bjóða okkur sem fyrst aftur. Við lærðum ýmislegt í ferðinni. Við kynntumst nýju fólki, lærðum ný vinnubrögð og ekki síst sáum við Færeyjar. Jói tryggði einstaka menn- ingarupplifun okkar af þeirn. Takk fyrir okkur Gunnar, Guðjón og Inga Rún Góð kynning og frábærar móttökur í Grundarfirði Fulltrúar á sambandsráðsfundi UMFÍ, sem haldinn var í Stykkis- hólmi 11. október sl., heimsóttu Grundarfjörð, en þar verður 12. Unglingalandsmót UMF( haldið dag- ana 31. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Gestirnirfengu höfðinglegar mót- tökur og Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, bæjarstjóri í Grundarfirði, upplýsti gestina um undirbúning- inn fyrir mótið sem miðar vel áfram. Ljóst má vera að aðstæður allar eiga eftir að verða til fyrirmyndar og er óhætt fyrir keppendur og gesti að fara að hlakka til Unglinga- landsmótsins. Mikil eftirvænting er í Grundarfirði vegna mótsins og metnaður hjá heimamönnum að halda glæsilegt mót. Framkvæmdir í Grundarfirði standa yfir af fullum krafti en unnið er að gerð frjálsíþróttavallar með gerviefni og ýmsar aðrar fram- kvæmdir eru í gangi á mótssvæðinu. 14 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.