Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 28
UMFÍ 36. sambandsráðsfundur Ungmenna- félags (slands var haldinn í Stykkishólmi 11. október sl. Um 50 fulltrúar sóttu fundinn sem tókst vel í alla staði. Formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, setti fundinn og bauð fund- armenn velkomna. Þakkaði hún góðar gjafir frá UMFÍ á 50 ára afmæli sínu í sumar. Síðan bað hún fundarmenn að standa upp og taka utan um næsta mann í tilefni þeirra þrenginga sem steðja að íslensku þjóðinni. Þá las hún upp ávarp til fundarins frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamála- ráðherra. Helga Guðrún byrjaði á að þakka sérstaklega nefndinni sem sett var á stofn til að skoða stöðu UMF( gagn- vart innflytjendum og málefni tengd þeim. Einnig þakkaði hún fyrirlestur- inn „Taka tilheima", sem fulltrúum sam- bandsráðsfundarins var boðið á. Var hann einn liður í því að auka menning- arfærní og hvatning til að fá fleiri sjón- arhorn inn í hreyfinguna. Formaður þakkaði sérstaklega þeim starfsmönn- um sem unnið hafa hjá UMFI” á tíma- bilinu, sem og öllum þeim öflugu aðil- um sem hafa unnið gott og óeigin- gjarnt starf á einn eða annan hátt við verkefni Ungmennafélags íslands. Formaður fór síðan yfir ársskýrslu UMFl” sem lögð var fram á fundinum. Fjallaði skýrslan um starfsemi Ung- mennafélags Islands frá síðasta sam- bandsþingi. Síðan hófust hefðbundin fundarstörf og var vel heppnuðum fundi síðan slitið síðdegis. Á sambandsráðsfundinum var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „36. sambandsráðsfundur UMFÍ, hald- inn á Flótel Stykkishólmi 11. október 2008, hvetur landsmenn alla, nú Iþeim þrengingum sem steðja að þjóðinni, að sýna ungmennafélagsandann, standa saman og hugsa um hvertannað. Sam- eiginlega vinnum við okkur fljótt út úr þeim erfðleikum sem steðja að um stundarsakir." Samstaða - umhyggja - kærleikur, allir með. íslandi allt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.