Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 11
Jón Gunnarsson - Unglingalandsmót Aðgengi barna og unglinga að íþróttum sé sem allra best „Kveikjan að því að við fórum að sækja Unglingalandsmótin er sú að yngri strákurinn okkar iðkar körfuknatt- leik hjá Breiðabliki. Eins og allir vita, sem sótt hafa mótin, hafa meðlimir innan UMSK verið duglegir að sækja þessi mót í gegnum tíðina. Við slógumst í hópinn með þátttakendum og fjölskyldunr þeirra 2007, þegar mótið var haldið á Höfn í Hornafirði, og höfðum mjög gaman af. Sú ferð var frábær í alla staði og ljóst að ekki varð aftur snúið. Það lá því beinast við að fara á mótið í Þorláks- höfn í sumar sem leið enda áhuginn rnikill hjá krökkunum að fara,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður, sem, eins og hann sagði hér, hefur farið tvö ár í röð á Unglingalandsmót UMFf. í huga hans gegna þessi mót stóru hlutverki í forvarnastarfi. l\/l F- í UNGLINGA LANDSMÓT „Það er frábært að unglingar hafi þennan vettvang til að koma saman og þá ekki síst um þessa stærstu ferðahelgi ársins. Það er geysilega mikilvægt að beina þeim í þennan farveg, að vera í heilbrigðu umhverfl með vinum sínum og félögum og fjölskyldum sínum. Fyrir okkur foreldrana hefur það verið frá- bært að fá tækifæri til að fara með þeim á þessi mót.“ - Þú tekur þá undir með þeim sem segja að Unglingalandsmótin gegni stóru hlut- verki íforvarnastarfi? „Ég er alveg klár á því að mótin gera það og þessi fjöldi sem sækir þau ár eftir ár segir okkur að þau hafa hitt svo ræki- lega í mark. Andrúmsloftið er einstakt, allt er svo yfirvegað og góður taktur í öllu því sem fram fer á mótunum. Maður merkir líka mikinn samhug í mann- skapnum, þarna er auðvitað verið að keppa en hinn eini sanni ungmenna- félagsandi svífur svo sannarlega þarna yfir,“ sagði Jón. Hann sagðist sjá fyrir sér að fara á fleiri mót í framtíðinni. „Á meðan drengurinn fer, förum við að sjálfsögðu með. Barnabörnin eru farin að telja í mínum hópi og ég er eiginlega alveg handviss um að þegar tímabært verður að þau fari þá skellum við okkur örugglega með. Fjölskyldan hefur að hluta til sameinast í kringum þessi mót en í fyrra fóru eldri börnin með okkur líka. f Þorlákshöfn í surnar heimsóttu þau okkur og því má segja að þetta hafi verið góð og þægileg fjöl- skyldustemmning. I huga mínum er mjög mikilvægt að ungmennafélags- hreyfingin hlúi vel að Unglingalands- mótunum því þau gegna geysilega milcilvægu hlutverki." - Hvert er þitt almenna mat á þátttöku barna og unglinga í íþróttum? „Það er geysilega mikilvægt að þess- um þætti sé sinnt af kostgæfni. Við eigum þrjú börn. Þau hafa með einum eða öðrurn hætti farið í gegnum íþrótta- starf og við höfum gert okkur far um að vera þátttakendur í því með þeim. Mér finnst frábært að vita af stráknum okk- ar í körfuboltanum í Breiðabliki en lífið snýst um þetta með skólanum. Krakk- arnir þurfa að sýna aga og skipulagn- ingu og raða tíma sínum niður til að geta verið þátttakendur. Þetta eflir þau og þroskar þannig að við eigum að beita öllum ráðum svo aðgengi barna og ungl- inga að íþróttum sé sem allra best,“ segir Jón Gunnarsson. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.