Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 16
pi Hamburg
tAAHNHUMtl*
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik:
Heilbrigt Irfemi mikilvægt veganesti
Guðjón Valur Sigurðsson er stórt
nafn í handboltaheiminum. Hann
hefur leikið frábærlega í Þýskalandi,
fyrst meðTuSem Essen, síðan með
Gummersbach og fyrir yfirstand-
andi tímabil gekk hann í raðir
Rhein-Neckar Löwen.
Markahæstur og besti
leikmaður í Þýskalandi
Guðjón er tvímælalaust í hópi stjarn-
anna í þýskum handbolta nú um stundir
og hefur náð því í eitt sinn að verða
markahæstur í deildinni, sem þykir ein
sú sterkasta í heiminum. Guðjóni Val
hefur ennfremur hlotnast sá heiður að
vera kosinn besti leikmaðurinn í deild-
inni. Það eitt og sér undirstrikar styrk
hans sem handboltamanns. Guðjón
Valur hefur leikið samtals í sjö ár í Þýska-
landi og leikur næstu þrjú árin með
Rhein-Neckar Löwen sem ætlar sér
stóra hluti á næstu árum. Liðið hefur
fengið til sín hverja stórstjörnuna á
fætur annarri í þeim tilgangi að koma
liðinu í fremstu röð.
„Ég stefndi ekkert sérstaklega að því
að fara út í atvinnumennsku í hand-
bolta. Innst inni var það kannski fjar-
lægur draumur," segir Guðjón Valur.
„Ungir handboltamenn eiga ekki að vera
að hugsa mikið um slíkt. Það sem
skiptir mestu er að hafa gaman að því
sem maður er að gera. Stunda æfingar
og leggja sig fram í öllu því sem maður
tekur sér fyrir hendur,“ segir Guðjón
Valur. Hann segir að í kringum
fimmtán ára aldurinn sé mikið að ger-
ast í líkamanum. Þá fara flestir í gegn-
um breytingaskeið og á þeim aldri sé
mikilvægt að lifa heilbrigðu lífí og borða
hollan mat.
Mikilvægt að mæta með
jákvætt hugarfar á æfingar
- Er mikilvœgt íþínum huga að leggja
rækt við æfingar?
„Það er grunnurinn að því sem koma
skal. Miklu máli skiptir að mæta á æf-
ingar með jákvæðu hugarfari, leggja sig
fram og vera einbeittur í því sem maður
tekur sér fyrir hendur. Heilbrigt líferni
er afar mikilvægt veganesti og mestu
skiptir að byggja líkamann vel upp áður
en lengra er farið upp stigann. Það er
líka gott að æfa sjálfur á milli æfinga, að
hlaupa eða skjóta bolta á mark þegar
maður kemur því við,“ segir Guðjón
Valur.
Æfingin skapar meistarann
Guðjón var inntur eftir því hvort
æfingar ungra handboltamanna væru
með öðrum hætti í Þýskalandi en hér.
„Eftir því sem ég kemst næst eru þær
með svipuðum hætti. Ég er þó á því að
ungir íslenskir handboltaiðkendur æfl
jafnvel meira. Það er afar brýnt að vera
samviskusamur, stunda vel æflngar og
lifa heilbrigðu lífi. Allir skulu hafa það
hugfast að æfingin skapar jú meistar-
ann,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.
16 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands