Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 21
UDN fagnaði 90 ára afmæli
Ungmennasamband Dalamanna og
Norður-Breiðfirðinga hélt upp á 90 ára
afmæli sitt í Dalabúð 8. nóvember sl.
Tilefnið var að 90 ár eru frá því að Ung-
mennasamband Dalamanna (UMSD)
var stofnað, fyrsta sambandsþing
UMSD var haldið 24. maí 1918, og var
UMSDfyrsta samband ungmenna-
félaga á því svæði sem nú er sam-
þandssvæði UDN, sem er Austur-
Barðastrandarsýsla og Dalasýsla.
Margt gesta sótti afmælisfagnaðinn
og bárust sambandinu góðar gjafir á
þessum merku tímamótum. Margar
ræður voru fluttar og m.a. hélt Egill
Sigurgeirsson á Mávavatni á Reykhól-
um ræðu um ungmennafélög sem
starfað hafa í Austur-Barðastrandar-
sýslu.
Ungmennasamband Norður-Breið-
firðinga var stofnað 1936. Árið 1971
voru þessi tvö ungmennasambönd
sameinuð undir sömu merkjum og nú
heitir sambandið Ungmennasamband
Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga
(UDN).
Veturinn 1917-1918 fórundirbún-
ingur undir stofnun sambandsins fram,
en nánari heimildir frá fundi í Laxárdal
10. desember 1917, sem átti að vera
stofnfundur, vantar, hvort hann var
haldinn og ef svo var, hvað gerðist á
honum. En Ijóst er að ungmennafélag-
ar í þeim fjórum félögum sem stofn-
uðu UMSD létu frostaveturinn mikla
ekki aftra sér við stofnun ungmenna-
sambands.
Fróðlegt er að lesa lýsingar Geirs
Sigurðssonarfrá Skerðingsstöðum í
bókinni Frá morgni aldar um aðdrag-
anda og fyrstu skref UMSD, en þar
segir m.a.:
„Sögustaðurinn Sælingsdalstunga í
Hvammssveit á sér vinalegan stað í
tungubroddi við ármót. Þar er grösug
grund undir háu barði. Staður þessi
ber nafnið PARADÍS. Sunnudaginn í
þrettándu viku sumars var þarna
margt fólk saman komið, flest af því
voru meðlimir í fjórum ungmenna-
félögum í Dalasýslu, sem höfðu nýlega
stofnað Ungmennasamband Dala-
manna. Þetta átti að vera„kynningar-
mót". Það var engin bundin dagskrá
fyrirhuguð í Paradís hinna ungu þenn-
an dag. Fjör og frelsi fékk að ráða vor-
blæ og athöfnum. Þetta gerðist af
sjálfu sér: Ávörp, söngur, þjóðdansar,
hlaup, stökk, glímur, hlaupið í skarðið
og dansað.
Það var eins og aukið víðsýni fylgdi
fjölmennum æskulýðshópi heim að
erfiðum þætti sumaranna að kvöldi
þessa dags."
Efri mynd: Friðjón Þórðarson, fyrr-
verandi alþingismaður og ráðherra.
Neðri mynd: Einar Jón Geirsson, sem
á sæti í varastjórn UMFf.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 21