Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 24
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: Garðabær Garðasókn, Kirkjuhvoli Rafal ehf., Miðhrauni 22 RaftækniþjónustaTrausta ehf., Lyngási 14 Suðurtún ehf., Súlunesi 12 Hafnarfjörður Fínpússning ehf., Rauðhellu 13 Hagtak hf„ Fjarðargötu 13-15 Suzuki umboðið ehf., Kaplahrauni 1 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Reykjanesbær Nesraf ehf., Grófin 18a Persóna fataverslun, Hafnargötu 29 Reykjanesbær.Tjarnargötu 12 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkfræðistofa Suðurnesja hf„ Víkurbraut 13 Þensla ehf„ Strandgötu 26 Mosfellsbær Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ingimundur Magnússon ehf., Breiðafit Akranes Byggðasafnið að Görðum, Akranesi fþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf„ Álmskógum 1 Borgarnes Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstöðum Golfklúbbur Borgarness, Hamri Landbúnaðarháskóli fslands, Hvanneyri Samtök sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf„ Brákarey Stykkishólmur Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Sæfell ehf„ Hafnargötu 9 Tindurehf., Hjallatanga 10 Grundarfjörður Hótel Framnes Reykhólahreppur Bjarkalundur - gisting - veitingar - verslun Reykhólahreppur, Maríutröð 5a ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 fsblikk ehf„ Árnagötu 1 Bolungarvík Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrarehf., Hafnargötu 12 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Flateyri VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Tröð Hjálparsími Rauða krossins: Um lOOsjálfboðaliðar koma að verkefninu Hjálparsíminn Rauða krossins 1717 hefur verið starfandi í núverandi mynd frá 1. mars 2004.1717 er landsverkefni allra deilda Rauða krossins. Hjá 1717 starfa 5 starfsmenn og um 100 sjálf- boðaliðar (breiður hópur sjálfboðaliða með mismunandi bakgrunn). Hjálpar- síminn fékk að meðaltali 73 símtöl á dag í október 2008 en á sama tíma í fyrra fékk hann 51 símtal að meðaltali á dag. Hlutverk/þjónusta • Hlustun og ráðleggingar til fólks sem þarf stuðning vegna þung- lyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana • Að veita upplýsingar um þjónustu og aðstoð einstakra deilda Rauða krossins • Að veita upplýsingar um sam- félagsleg úrræði og þjónustu (uppfærð handbók) • Upplýsingasími til almennings vegna hamfara og annars neyðar- ástands innanlands • Getur gefið beint samband við - bráðamóttöku geðsviðs - 112 Lykilatriði • Sólarhringsopnun • Gjaldfrjálst númer • Kemur ekki fram á símareikningi að hringt hafi verið í 1717 • Nafnleynd • Trúnaður Nú, þegar þrengir að hjá lands- mönnum, vill starfsfólk Hjálparsíma Rauða krossins minna á þann andlega stuðning sem veittur er í gegnum númerið 1717. Það sem af er þessu ári hefur verið tekið á móti tæplega 19 þúsund símtölum.Til samanburðar má geta þess að á seinasta ári var tekið á móti rúmlega 16 þúsund símtölum. Hjálparsími Rauða krossins er fyrir alla þá sem þurfa að ræða málin, einkunn- arorðin eru hlutleysi, skilningur, nafn- leyndog trúnaður. Síminn er opinn all- an sólarhringinn allt árið um kring og er gjaldfrjáls. Það birtist ekki á síma- reikningnum að hringt hafi verið í 1717. Meginstarf Hjálparsímans er að hlusta og vera til staðar fyrir fólk. Einnig eru veittar upplýsingar um hvert fólk geti leitað til þess að fá aðstoð hjá sérfræðingum í vanda- málum sínum - hvort sem um er að ræða félagsleg eða sálræn vandamál. Hjálparsíminn fer einnig í viðbragðs- stöðu þegar alvarlegar landlægar krísur koma upp, líkt og í Suðurlands- skjálftanum í maí, með því að taka á móti símtölum frá hinum almenna borgara og veita honum upplýsingar um stöðu mála. Þeir sem hringja í Hjálparsímann eru einstaklingar sem þurfa að ræða málin (oft eru það einstaklingar sem eiga hvorki fjölskyldu né vini sem þeir geta leitað til), stríða við geðsjúkdóma eða aðra króníska sjúkdóma, eru einmana og þurfa andlega upplyftingu eða stuðning, hafa lent í áfalli eða áföllum, stríða við þunglyndi og í alvarlegustu tilfellunum eru það einstaklingar sem hafa misst alla von og eru í sjálfsvígs- hugleiðingum. Sjálfboðaliðar og starfsmenn, sem svara í símann, fá viðamikla þjálfun í viðtalstækni og sálrænni áfallahjálp með færum sérfræðingum. Einnig er þeim boðið reglulega upp á fræðslu- kvöld er tengjast sérstökum átaksvik- um 1717, t.d. um greiðsluerfiðleika, átraskanir, kynhneigð, þunglyndi og heimilisofbeldi, svo að eitthvað sé nefnt. Þeir sem svara 1717 hafa aðgang að rafrænni handbók þar sem bjargir um hin ýmsu mál er að finna (upplýs- ingar um hvert einstaklingar geta leit- að sér aðstoðar). Hlutverk sjálfboðaliða og starfs- manna 1717 er að vera til staðar, dæma ekki, hlusta af athygli og seinast en ekki síst að byggja upp von hjá brotn- um einstaklingum. 24 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.