Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 20
•O. ÆSKULÝÐS VETTVANGURINN ■KpiLps (fjjzi Bandalag íslenskra skáta MBfffKs Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar: Öll hreyfing er mikilvæg fyrir líkamlega og andlega heilsu „Við hér á Lýðheilsustöð vinnum á mörgum sviðum, bæði til forvarnar og heilsueflingar. Við f)öllum um tóbaks- varnir, áfengismál, ólögleg vímuefni, geðrækt og svo erum við að leggja vax- andi áherslu á heilsueflingu sem snýr að hreyfingu. Einn veigamikill þáttur í starfi stofnunarinnar er næringarfræðin og þar held ég að við séum að ná veru- legum árangri. Svona í heildina litið stefnir margt í rétta átt og við stöndum vel í þeim efnum í samanborið við aðrar þjóðir sem við berum okkur oft saman við,“ sagði Þórólfur Þórlindsson, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, í samtali við Skinfaxa. Þórólfur sagði skýr merki um það að börn og unglingar, sem tækju þátt í íþróttastarfi, væru almennt í miklu betra líkamlegu formi en þeir sem taka ekki þátt í slíku. „Hreyfingin er svo geysilega mikilvæg fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hreyf- ingin er öflug vörn við þeim vágesti sem Vesturlönd standa nú öll frammi fyrir, sem er vaxandi ofþyngd barna og ungl- inga. Það er talað um að 20% í þessum hópi séu of þung og það kemur til af hreyfingarleysi í langflestum tilfellum. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu þessara einstaklinga þegar fram í sækir. Þess vegna þurfum við núna að leggja áherslu á að ná til þessa hóps barna og unglinga og brýna fyrir þeim að hreyfa sig meira. Krakkar, sem taka þátt í íþróttastarfi, eru að þessu leytinu til mun betur sett heldur en þau sem hreyfa sig minna. í þessum skiln- ingi er starfið mjög mikilvægt.“ - Hvernig cetlið þið að ná til þessa hóps sem á við ofþyngd að stríða? „Við reynum að ná til þeirra á sem flestum sviðum. Þegar við horfum á þessi mál í hnotskurn sjáum við að lífs- stíll barna og unglinga skiptir miklu máli fyrir velferð þeirra og hvernig þeim farnast andlega og líkamlega. Við vitum að erfðir hafa þarna áhrif en við vitum það líka að lífsstíll barnanna hefur mjög mikil áhrif. Lífsstíllinn ákvarðast af umhverfi í ríkum mæli og við getum haft mikil áhrif að búa til gott og jákvætt umhverfi fyrir börn og unglinga." - Forvarnir skipta kannski aldrei meira máli en á tímum eins og skollið hafa yfir þjóðina á síðustu vikum. Ertu sammála því? „Já, heilsuefling og forvarnir almennt skipta verulegu máli á þeim erfiðu tím- um sem eru núna og fara í hönd. Nú skiptir máli að við öll hjálpumst að við að takast á við vandann á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Við megum alls ekki sökkva niður í svartsýni og bölmóð, það hjálpar ekki. Við eigum samt ekki að vera óraunsæ heldur eigum við að vera eins raunsæ og við getum. Við eig- um svo mikið undir því að efla samtaka- máttinn, samstöðuna og í raun baráttu- kraftinn. Vandamálin eru áskoranir sem við þurfum að taka á og sigra að lokum,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagðist viss um að þjóðin kæmist í gegnum þessa erfiðleika á til- tölulega stuttum tíma. Þegar svo til lengri tíma væri litið væri bjart fram undan hjá okkur. „Ég hef mikla trú á unga fólkinu og æsku þessa lands. En ég er líka sann- færður um að við verðum öll að leggja eitthvað af mörkum. Einmitt í þessari stöðu, sem við erum í núna, þegar allir þurfa einhvern stuðning, þá verður þetta félagsstarf svo mikilvægt og þar á ég við íþrótta- og æskulýðsstarf. Með því brúum við svolítið bil á rnilli kyn- slóða og eflum gildi samfélagsins sem skipta svo miklu máli. Félagsstarfið get- ur hjálpað okkur við að efla félagsauð- inn í þeim þrengingum sem við búum við í dag. Þáttur íþrótta- og æskulýðs- starfs er aldrei mikilvægari en einmitt nú um stundir. Við verðum af öllum mætti að hlúa vel að öllu starfi sem börn og unglingar koma nálægt. Uppeldis- starfið er mikilvægt svo og skólastarfið og heilbrigðismálin í heild sinni. Þótt illa ári núna megum við aldrei gleyma þessum þáttum í samfélagi okkar. Við megum ekki heldur gleyma því að við eigum marga góða þætti í menningu okkar sem við þurfum að lyfta undir akkúrat núna,“ sagði Þórólfur Þórlinds- son. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.