Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 8
Vímuvarnavika 2008 Vímuvarnavika var nú í haust haldin fimmta árið í röð, dagana 19.-25. október, eða í 43. viku ársins. Framvegis verður 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímu- varna á íslandi og heitir þá verkefn- ið framvegis „VIKA 43“. Vika 43 er vettvangur 20 félaga- samtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að mark- miði starfs síns, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum, með því að: - skapa vettvangfyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á stefnumörkun í áfengis- og vímu- efnamálum, einkum forvörnum. - varpa Ijósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vett- vangi félagasamtaka. - vekja athygli landsmanna á mikil- vcegi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum. - virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Hvers vegna? Neysla áfengis og annarra vímu- efna raskar uppvexti og ógnar vel- ferð margra barna. Sum bíða ævar- andi tjón. Það er bitur reynsla for- eldra og annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í íjötrum vímuefna- neyslu og villast út á brautir glæpa og ofbeldis. Það er átakanleg fórn sem snertir okkur öll. Forvarnastarf gegn áfengis- og vímuefnaneyslu er liður í að skapa börnum þroskavænleg skilyrði. Með því að styðja börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna er stuðlað að velferð þeirra og lífshamingju. í forvarnastarfi er lögð höfuð- áhersla á að ná til barna og unglinga, í ljósi þess að í æsku er lagður grunn- ur að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Ungt fólk er veikara fyrir gagnvart neyslu vímuefna en full- orðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímu- efna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Þá verður að hafa í huga að börn og ungmenni eru ber- skjölduð fyrir áróðri og hvatningu til neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Með fræðslu, upplýsingarstarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er leitast við að sporna gegn vímu- efnaneyslu barna og ungmenna. Vika 43 árið 2008 beinir sjónum að opinberri stefnu- mörkun í forvörnum. Opinber stefna er mikilvægur rammi, sam- komulag um hvert beri að stefna. Stjórnvöld eru hvött til að: - lcekka ekki aldursmörk til áfengis- kaupa. - skerpa á reglum um áfengis- auglýsingar. - standa gegn sölu áfengis í almennum verslunum. Vika 43 verður kynnt í fjölmiðl- um þegar nær dregur en auk þess- ara áhersluatriða vikunnar í ár verð- ur vakin athygli á framlagi félaga- samtaka, skóla og annarra aðila í vímuvörnum. Samtöksem eigaaðild að Viku 43: Bandalag íslenskra skáta, Biskups- stofa, Brautin - bindindisfélag öku- manna, FÍÆT - félag íslenskra æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FRÆ, Heimili og skóli. IOGT á íslandi, fSÍ, ÍUT-forvarnir, KFUM-K, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Kvenfélagasamband ís- lands, LIONS-hreyfingin, Samstarf um forvarnir SAMFO, SAMFÉS, Samtök foreldra gegn áfengisaug- lýsingum, Samtök skólamanna um bindindisfræðslu SSB, UMFÍ, VÍMULAUS ÆSKA - Foreldrahús, Vernd - fangahjálp Aðsetur Viku 43 er í Brautarholti 4a í Reykjavík og síminn er 511 1588. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.