Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 33
Fjögur félög meðliðáEMí hópfimleikum Keppendur frá fjórum félögum tóku þátt í Evrópumótinu í hóp- fimleikum sem fram fór í Belgíu 24. og 25. október s.l. Þetta voru lið frá Gerplu, Selfossi, Ármanni og Stjörnunni. Lið Gerplu náði frábærum árangri og hafnaði í öðru sæti með 25,75 stig. Ling frá Svíþjóð varð Evrópumeistari í kvenna- flokki með 27 stig. Bolbro frá Danmörku endaði í þriðja sæti með 24,95 stig. Stelpurnarfrá Selfossi höfnuðu í 9. sæti. Alls tóku 19 lið þátt í þessum flokki og því Ijóst að árangurinn erfrábær. Liðin á mótinu voru afar sterk og mikil keppni um sæti í úrslitum. Sex lið komust í úrslit sem fram fóru seinni keppnisdag móts- ins. Árangur Selfoss-stelpnanna verður að teljast mjög góður, ekki síst ef tekið er mið af því að liðið er mjög ungt og var að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti. Lið Ármanns keppti í flokki blandaðra liða og hafnaði í flórða sæti sem er mjög góður árangur. Stjarnan lenti í 7. sæti í sama flokki. Frábær frammistaða íslendinga á Evrópumótinu í hópfimleikum Af þessum úrslitum má Ijóst vera að standardinn í hópfimleikum er mjög hár á íslandi. Ánægjulegt er að Selfoss skuli hafa náð að skipa sér á bekk með þeim bestu, ekki bara hér á landi heldur í Evrópu. Það er ekki á hverjum degi sem heill flokkurfrá Selfossi keppirá Evrópu- móti og nær jafn frábærum árangri. ER LÍFIÐ ERF HJÁLPARSÍMI RAUÐA KROSSI ER OPINN Síminn er bakhjarl Hjálparsíma Rauóa krossins Rauði kross íslands SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.