Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 4
Akuroyt SÝNDU HVAÐ í ÞÉR BÝR Fyrsta námskeiðið í félagsmálafræðslu undir yfirskriftinni „Sýndu hvað t þér býr“ var haldið í Litlu-Laugaskóla í Þingeyjarsýslu 30. október sl. Sigurður Guðmundsson, sem hefur verið ráðinn til að stjórna félagsmálafræðslunni, sagði að námskeiðið hefði gengið mjög vel, en það voru nemendur grunnskólans á staðnum sem sóttu það. „Þátttakan var mjög góð og nemend- urnir mjög áhugasamir og sýndu miklar framfarir,“ sagði Sigurður. Síðan var haldið námskeið á Þelamörk í Hörgárdal sem stóð yfir föstudag og laugardag. Það námskeið gekk einnig með ágætum. Nemendur í Litlu-Laugaskóla sem tóku þátt í námskeiðinu „Sýndu hvað í þér býr". Það er Ungmennafélag Islands, í sam- vinnu við Bændasamtök íslands og Kvenfélagasamband fslands, sem stend- ur fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur. Hlutverk námskeiðanna er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðu- mennsku og fundarsköpum. Þátttak- endur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Áhugasömum, sem vilja fá námskeið til sín, er bent á að hafa samband við Guðrúnu Snorradóttur, iandsfulltrúa UMFÍ, í síma 848-5917 og á gudrun@ umfi.is og Sigurð Guðmundsson í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is. Frístundamiðstöd og ungmenna- hús tekið í notkun á ísafirði Frístundamiðstöð/ungmennahús var opnað að Skólagötu 10 á (safirði föstudaginn 31. október sl. og gafst bæjarbúum kostur á að koma og skoða húsið milli kl. 16 og 18. Opið verður fyrir 16 ára og eldri á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 20 og 23, fyrst um sinn, frá og með 3. nóvember. Margvíslegt starf verður í húsinu en auk hefðbundinnar starfsemi ung- mennahússins geta íþróttafélög og önnur félög, sem vinna að uppbyggi- legu ungmennastarfi, fengið aðstöðu í húsinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband á fristund@isafjordur.is Varla þarf að taka það fram að húsið verður algjörlega tóbaks- og vímuefnalaust. 4 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.