Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 12
Vest Norden Ungdomsforum (VNU):
KYNNTUMST NÝJU
FÓLKIOG LÆRÐUM
NÝ VINNUBRÖGÐ
Vest Norden Ungdomsforum (VNU)
er verkefni á vegum samtaka ung-
menna í Færeyjum og á Grænlandi
og Islandi sem UMFÍ tekur þátt í.
Fyrir ári hélt það námskeið í Fær-
eyjum sem á fóru Guðjón Bjarni
Hálfdánarson, Hveragerði, Gunnar
Gunnarsson, UÍA, og Inga Rún
Sæmundsdóttir, Reykjavík. Farar-
stjórar þeirra voru fulltrúar UMFÍ í
VNU-samstarfinu, Jóhann Tryggva-
son, UÍA, og Ásdís Helga Bjarna-
dóttir, UMSB. Gunnar, Guðjón og
Inga Rún héldu dagbók um það sem
á daga þeirra dreif í ferðinni.
Jói hreinlega þekkti alla
„Ég er búinn að steingleyma hvað
flugvöllurinn heitir. Ég man ekki
hvar námskeiðið verður og ég veit
varla hvað ég er að fara að Iæra,“
var það fyrsta sem við hugsuðum
þegar við vorum lent í Færeyjum.
Við höfðum hist í fyrsta sinn þrem-
ur tímum fyrr - á flugvellinum í
Reykjavík. Jóhann Tryggvason, far-
arstjóri og stórskáld, var öllu kunn-
ugri. Hann hreinlega þekkti alla
eyjarskeggja; flugstjórann, tollar-
ann, manninn á öryggisbílnum og
þann sem keyrði töskunum okkar
úr vélinni.
Kinduríbakgarðinum
Borgarbörnin ráku upp stór augu
þegar þau sáu að þorpsbúar í Sanda-
vági voru með kindur í bakgarðin-
um hjá sér. Þær tipluðu um bæinn
óheftar. Hinum megin við húsið var
gömul kona að stinga upp í kartöflu-
garði.
I Þórshöfn blasti við okkur Reyði
krossinn sem átti eftir að koma að
góðum notum. Gestgjafar okkar
buðu til tónleika og danssýningar í
Norræna húsinu og síðan settumst
við á kaffihús þar sem hópurinn var
hristur saman.
Nema Gunnar. Hann hafði mikil-
vægara hlutverki að gegna. Honum
var boðið á undirbúningsfund fyrir
stofnun Stuðningsmannaklúbbs
Manchester United í Færeyjum þar
sem honum var tekið sem konungi.
Sögur af Klóakvíkingum
Annar dagurinn hófst á göngutúr í
færeyskri slyddu. Guðjón var mætt-
ur í leðurjakkanum og mokkasíun-
um og ekki alveg jafnánægður og
aðrir. Á göngunni hittum við merkis-
mann, eiganda Straujárnsins, pínu-
12 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands