Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.2008, Blaðsíða 30
Verðlaun í ratleik Forvarnardagsins afhent á Bessastöðum Verðlaunahafar ásamt forseta Islands á Bessa- stöðum. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun í ratleik Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 11. desember sl. Ratleikurinn var samstarfsverkefni Ungmennafélags Islands, íþrótta- og Ólympíusambands íslands og Banda- lags íslenskra skáta, innan vébanda Forvarnardagsins sem fram fór fyrr í haust. Mörg hundruð grunnskólanem- endur sendu inn lausnir í ratleiknum og var þátttakan mun meiri en í fyrra. Verðlaunahafarnir voru þrír og og veittu þeir allir verðlaununum viðtöku á Bessastöðum. Þau eru Stefán Valur Stefánsson, Hlíðaskóla, Vala Rún Valtýs- dóttir, Laugalandsskóla, og Vera Sigurðar- dóttir, Grunnskóla Bláskógaþyggðar. Ný fræðslu- og forvarnastefna Umf. Selfoss Á fundi aðalstjórnar Umf. Selfoss, sem haldinn var 5. nóvember s.l., var samþykkt ný fræðslu- og forvarnastefna fyrir félagið. Á Selfossi hefur Ungmennafélagið unnið markvisst að forvörnum, m.a. með því að innleiða þessa nýju stefnu, heimsækja grunnskóla og kynna stefnuna á félags- svæðinu. Sveitarfélagið hefur einnig sett fram metnaðarfulla forvarnastefnu. 1 forvarnastefnu Umf. Selfoss kemur m.a. eftirfarandi fram: íþróttastarf er uppeldisstarf og á það við um allar íþróttagreinar. í öllu íþrótta- starfi læra börn og unglingar að fylgja settum reglum og tileinka sér hollar lífs- venjur. Þjálfarar hafa því mikilvægu upp- eldishlutverki að gegna og eru fyrirmyndir barna og unglinga í orði og verki. Ungmennafélag Selfoss hefur mótað sér stefnu í fræðslu- og forvarnamálum og hefur það að leiðarljósi að starfa sam- kvæmt stefnuyfirlýsingum ÍSÍ og UMFÍ um forvarnir og fíkniefni. í forvarnastefnunni er rætt um forvarna- gildi íþrótta, neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda, hlutverk og ábyrgð þjálf- ara, samstarf við foreldra auk samstarfs við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga. Forvarnastefnan er birt í heild á heimasíðu félagsins www.umfs.is. 2B.LANDSMÓT UMFÍ Akureyri 9.-12. júlí 2009 12.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Grundarfiröi 31. júlí.-2. ágúst 2009 Félagsmálafræðsla Sýndu hvað í þér býr! Ungmennafélag fslands, Bændasamtökin og Kvenfélaga- samband íslands bjóða félagsmönnum sínum félags málafræðslu með námskeiðum um allt land. Markmiðið með námskeiðinu er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendurfá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðin eru öllum opin. Tekið er við skráningum í síma 568 2929 eða gudrun@umfi.is Einnig eru upplýsingará heimasíðu UMFÍ www.umfi.is LEIÐTOGA SKÓLINN www.bondi.is i Pípulagnlr (fc Oavíðs ehf. T> 898 7488 30 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.