Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 2
GUÐBJARTUR ÓLAFSSON:
Skólamál sjómanna
Það eru orðin nokkuð mörg árin síðan farið
var að hreifa því meðal sjómanna, að sjó-
mannaskólinn í Ileykj avík væri orðinn of lítill
og ófullkominn, og nauðsyn bæri til þess að
byggt yrði nýtt skólahús fyrir sjómannastétt-
ina.
En eins og flestum mun kunnugt, situr það
enn við sama, þrátt fyrir mikil skrif til ráðandi
manna hér, fyrr og síðar.
Þegar eftir stofnun Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands, var ákveðið að skóla-
málið skyldi vera aðal mál sambandsins, og hafa
í því sambandi farið fram mörg samtöl og
bréfaskriftir við stjórnarvöld þessa lands. Und-
irtektir hafa að vísu verið góðar, en fram-
kvæmdir hafa engar orðið, enn sem komið er,
og féleysi borið við. Þess skal getið hér, að bæj-
arráði Reykjavíkur hafa verið skrifuð tvö bréf,
þar sem óskað hefir verið eftir lóð undir vænt-
anlegan skóla, en það hefir ekki virt þessi bréf
svo mikils að svara þeim til sambandsins, hvað
sem því veldur.
Þegar núverandi skóli var byggður, fyrir
aldamótin, var hann ætlaður aðeins fyrir skip-
stjóra- og stýrimannaefni, en á þessum fjörutíu
árum hafa tímarnir breytzt, skipastóll sá, sem
þá var notaður, er ekki lengur til. Þau skip, sem
nú eru í notkun, eru öll vélskip, og þarf þar af
leiðandi fleiri menn með sérþekkingu, en áður
var. Vélstjórar þurfa húsrúm til náms, svo og
loftskeytamenn og matsveinar. Allt á þetta að
rúmast í hinum gamla skóla, sem byggður var
fyrir rúmum 40 árum, þá fyrir eina starfsgrein.
Það væri nógu fróðlegt að vita hve margir skól-
ar hafa verið reistir hér á landi, síðan sjómenn
báru fyrst fram óskir um nýtt skólahús fyrir
sig, mér er það ekki kunnugt.
Til þeirra skóla hefir ekki skort fé, því ann-
ars hefðu þeir naumast verið byggðir. Nei, það
er ekki eingöngu af féleysi, að sjómenn hafa
ekki fengið skólahús. Það er af skilningsleysi og
viljaleysi hinna ráðandi manna, sem þetta heyr-
ir undir og Alþingis.
Það er með þetta mál eins og svo mörg önn-
ur, sem íslenzka sjómenn snertir; það verða
fleiri til þess að hirða afrakstur af vinnu þeirra,
en til þess að ljá málum þeirra lið. Má þar til
nefna hin mörgu frumvörp, sem hafa komið
fram á Alþingi mörg undanfarin ár, og öll hafa
farið í þá átt að draga úr sérmenntun sjómanna
að meira eða minna leyti. Það virðist vera svo
fyrir þeim, sem þessi frumvörp hafa flutt og
öðrum, sem léð hafa þeim atkvæði sín að þeir
álíti nægilegt, ef nógu margar smálestir af
fiski komi á land og nógu margar miljónir fáist
fyrir útfluttar síldarafurðir, þá sé allt í lagi.
En mér er spurn: telur sjómannastéttin og
annar landslýður, sem um málin hugsar, þetta
viðeigandi þakklæti fyrir vel unnin störf sjó-
manna? Ef svo er, þá vona ég að þau samtök,
sem sjómenn hafa nú sín á milli, verði til þess
að útrýma slíkum hugsunarhætti og vekja ráð-
andi menn þessa lands, svo að þeir sinni betur
óskum sjómanna hér eftir en hingað til.
Til þess að sýna íslenzkum sjómönnum, hvað
aðrar þjóðir gera fyrir sína sjómenn, ætla ég að
láta fylgja þessum línum myndir af skólahúsi,
er ég skoðaði s. 1. sumar, en ég var þá staddur í
Antwerpen í Belgíu. Skólahús þetta var byggt
1931. Er það sérstaklega fullkomið og þess vert
að veita því athygli, þegar til framkvæmda kem-
ur hér um byggingu hins fyrirhugaða sjó-
mannaskóla. Vil ég nú með nokkrum orðum lýsa
þessum skóla, eftir því sem ég man, og mér
kom hann fyrir sjónir.
Sunnudaginn 25. júní fór ég, ásamt Haraldi
j
VÍKINGUR
2