Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 21
1. gr.
Eimskipafélögin skuldbinda sig til þess að
gera fullkomna samninga við stéttarfélög sjó-
manna, um stríðsvátryggingu skipshafna og á-
hættuþóknun (stríðstillegg) á skipum sínum,
vegna siglingar á stríðshættusvæðum, áður en
skip þau, sem nú eru erlendis leggja af stað
aftur úr íslenzkri höfn, og innihaldi þeir samn-
ingar eigi lægri stríðstryggingar og áhættu-
þóknun fyrir skipshafnir íslenzku skipanna en
á sér stað á flutninga- og farþegaskipum á
Norðurlöndum, þ. e. Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku, þar sem það er lægst, miðað við sams-
konar skip er sigla á stríðshættusvæðum, nán-
ar tilgreindum hjá þeim þjóðum.
2. gr.
Til bráðabirgða skal stríðstrygging vera sú,
sem nú er fyrir hendi (og fylgir hérmeð) og
áhættuþóknun (stríðstillegg) sú, sem um verð-
ur samið, gilda frá deginum í dag (9. sept. 1939)
fyrir öll skipin, og tryggingar breytast fyrir all-
ar skipshafnir, þegar samningar hafa verið
undirritaðir, í samræmi við þá.
3. gr.
Einstakir skipverjar mega óátalið afskrá, ef
þeim sýnist, samkvæmt ákvæðum sjómannalag-
anna. Samningar, tilgreindir í 1. gr., skulu hafa
verið undirritaðir eigi síðar en 20. september
1939.
Með þessu uppkasti töldu sjómenn, að þeir
hefðu gengið það langt, að engin sanngirni væri
í því að hafna þessum tillögum, þar sem þess
var aðeins krafist að sjómenn vorir fengju eigi
minna en það sem lægst er greitt sjómönnum í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð. En þetta fór þó
á annan veg, því útgerðarmenn neituðu þessu
tilboði, og þar með var þýðingarlaust að halda
þessum fundi áfram. Málið var því afhent at-
vinnumálaráðherra og fundur boðaður kl. 6 í
Stjórnarráði íslands. Sá fundur stóð yfir til kl.
11 um kvöldið og vann ráðherrann að því með
miklum dugnaði, að koma á bráðabirgðasam-
komulagi, sem honum lánaðist með því að kröf-
ur sjómanna, er hér að framan er getið, og sjó-
menn afhentu 9. sept, voru samþykktar í öðru
formi en án efnisbreytinga.
Þannig er þá þessum málum komið í bili. Er
nú beðið eftir frekari upplýsingum um það,
hvernig hin Norðurlöndin skipa þessum málum
hjá sér.
Þ. A.
Grein Kristiáns Jónssonar frá Garðsstöðum í áffúst-
hefti ,.Æíjís“ mun verða tekin til athugunar í næsta
blaði Víking’s.
Á milli sumra bryggianna á Siglufirði er ekki lengra
bil, en sem svara mundi skipsbreidd.
Eitt sinn var maður að fara um borð í skip sitt og
var það, sem kallað er hátt uppi.
Myrkt var og lenti maðurinn á næstu bryggju við
þá, sem skip hans lá við.
Manninum sýndist bilið milli bryggjanna ekki meira
en svo að stíga mætti yfir, og ætlaði hann að gera það.
En bilið reyndist lengra, en hann hugði og féll hann
í sjóinn. Náði hann í staur og var dreginn upp úr af
sjómönnum, er þarna voru nærstaddir. Spurðu þeir
manninn, hvemig á því hefði staðið að hann féll þarna
niður.
„Bilið of langt, klofið of stutt“, svaraði hann.
Maður nokkur gortaði af því að hann þekkti allar
tegundir áfengis á bragðinu.
Áheyrandi dró pela úr vasa sínum og bað manninn
að bragða og segja sér hvað það væri.
21
Hann gerði það, spýtti og gretti sig hroðalega:
„Logandi h......, maður! Þetta er steinolía".
..Veit ég það“, svaraði hinn með mestu spekt, „en
hvaða tegund?“
Læknir fór í veiðiför og ætlaði að skjóta héra. en
var lítt vanur skotmaður. Honum gekk því afleitlega
að hitta.
Loks sagði hann reiður við fylgdarmann sinn:
„Fari það í hoppandi. Þessi kvikindi eru of snör í
snúningum fyrir mig“.
„Ójá, læknir“, svaraði fylgdarmaðurinn, ,,en þér get-
ið varla þúist við að hérarnir liggi kyrrir eins og
sjúklingar yðar, þangað til þér gerið út af við þá!“
Hann: Fólk, sem er lengi saman, verður líkt hvort
öðru.
Hún: Hérna er hringurinn þinn. Ég þori ekki að
eiga undir þvi.
Nikolai Pagolin, rússneskur fiskimaður, veiddi fisk,
sem nefndur er ,,þeluga“ og er styrjutegund, í Kaspía-
hafinu. Fiskurinn vóg 307 kg. og komu úr honum 76
kg. af hrognum (kavíar). Pagolin fékk 1071 rúblu fyr-
ir fiskinn. i
VÍKINGUR