Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 19
KROSSGÁTA
Bjarni hafði verið með að veiða 18 silunga, en Árni
13. Hve marga silunga hðfðu þeir veitt hvor í sínu
lagi og hve marga sameiginlega?
Blekbytta, full af bleki, kostar kr. 2,50. Blekið er
tveim krónum dýrara en byttan tóm. Hvað kostar
by ttan ?
Sæskrímsli eru ekki með öllu horfin í sögunni. I
aprílmánuði þetta ár sáu tveir brezkir fiskimenn kvik-
indi, slíkt sem þeir höfðu aldrei áður séð, liggja í
hólma einum. Þeir læddust að skepnunni, sem stein-
svaf, og bundu hana með fangalínu bátsins. En dýrið
vaknaði, hristi höfuðið, sleit kaðalinn — og hvarf!
Annað skrímsli sást, einnig í Bretlandi, í júlí það herr-
ans ár 1939. Voru það fjórir fiskimenn á heimleið úr
róðri. Héldu þeir það, sem þeir sáu, í fyrstu vera bát
á hvolfi. Skrimslið flaut á bakinu, hvítt um kviðinn
og hært eins og hestur. Tvo ugga sáu þeir, tveggja feta
langa, og langan hala. Hálsinn var tvö fet, og hausinn
brotinn, eins og hann hefði orðið fyrir skipsskrúfu.
Fiskimennirnir héldu að dýrið hefði verið dautt ca. 2
mánuði, en óþefur mikill hélt þeim frá að skoða það
vandlega.
Lárétt: 1. Fugl. 8. Vind. 9. Fræ. 10. Mál. 11. Lík-
amshluti (þolf.). 12. Á seg'lútbúnaði. 13. Á togara.
16. Illmælgi. 18. Mál. 20. Fuglinn. 21. Kjáni. 22. Van-
traust. 23. Tælast.
Lóðrétt: 1. Bæjarnafn. 2. Sjór. 3. Ættingi. 4. Veið-
arfæri. 5. Ótta. 6. Kvenmannsnafn (fornt). 7. Fjall
(þolf.). 14. Fæða. 15. Bók. 16. Ókyrrð. 17. Hræðist.
19. Suða. 20. Fara hægt.
Togarasjómatiur frá Aberdeen tapaði hálsbindi, og
gat ekki fundið það, hvernig sem hann leitaði. Hann
hafði skilið bindið eftir í húfu í klefa sínum, þegar
hann fór á vakt. Tveim mánuðum síðar, er togarinn
var í höfn, rakst skipshöfnin á rottuhreiður. Utan um
hreiðrið var hálsbindið. Hafði verið notað til þess að
halda hreiðrinu saman. Bindið var óskemmt (og Skot-
inn hefir sjálfsagt tekið það til notkunai').
Tveir menn, A og B, eiga heima 20 km hvor frá
öði'um. Þeir leggja af stað samtimis, hvor á móti öðr-
um, A með 4 km hraða á klst., en B með 6 km hraða.
Áður en A leggur af stað, situr fluga á nefbroddinum
á honum, en flýgur þaðan, um leið og hann fer af
stað, og beint á nefbroddinn á B, en snýr þar við
samstundis, flýgur aftur á nefbroddinn á A og svo
koll af kolli, unz þeir mætast. Hvað hafði hún þá flog-
ið langt, frá því að hún í upphafi flaug af nefbrodd-
inum á A, ef gert er ráð fyrir, að hraði hennar hafi
verið 8 km á klst. ?
Bjarni og Árni fóru á veiðar. Þeir veiddu silung í
vatni og lögðu af stað, sinn í hvora átt, frá sama stað
við vatnið. Þegar þeir mættust fóru þeir út á bát og
veiddu sameiginlega. Alls veiddu þeir 23 silunga.
Ungum kínverskum sjómanni, sem dl'ifið hafði Ulll
á lélegum bambusfleka í sex daga við suðurströnd
Kína, var bjargað af ameríska stórskipinu „President
Pierce“, um 150 mílur norður af Hong-Kong.
Þegar Kínverjanum var bjargað, var hann nær dauða
en lífi og allsnakinn. Hafði honurn og fimm öðrum
Kínverjum verið fleygt fyrir borð af sjóræningjum.
Félaga sína taldi hann hafa drukknað.
Nokkrum klukkutímum eftir að Kínverjanum var
bjargað, fékk hann í fyrsta skipti að bragða á amerísk-
um mat. Einnig hafði hann þá fleiri peninga upp á vas-
ann, en hann hafði nokkurn tíma haft, og fékk að sofna
á fjaðradýnu í fyrsta sinni á æfinni.
Þegar Kínverjinn svo gekk í land í Shanghai, var
hann í vönduðum amerískum fötum, þar að auki bar
hann tvær töskur fullar af fötum og hafði 40 gulldoll-
ara í vasanum.
19
VÍKINGUR