Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 10
HRAÐSKREIÐASTA
MÓTORFARÞEGASKIP í HEIMI
% ÖRflNJE.
««!!!!! Ulli
■mmmi:. ...m
*«m n « (l ,
mmmM.
Aflmesta og hraðskreiðasta farþegamótorskip
sem nú er til eiga Hollendingar, eða Netherland
Steamship Co. Er það alveg nýsmíðað og heitir
„Oranje“. Skipið er 21.000 smál. og fór á
reynsluferð 26,3 sjómílur. Vélaorkan við þann
hraða var 37,365 virk hestöfl.
I langri grein, sem birtist í „Motorship“, er
mikið af því látið, hve skip þetta sé vandað í
alla staði. Einkum er vakin athygli á því, hversu
vel hiti útblástursgassins frá vélunum sé notað-
ur. Með þar til gerðum tækjum, er hægt að
framleiða við þennan hita um 300 smálestir af
vatni á dag, nothæft til drykkjar og þvotta. —
Sparar það um 2800 smál. af burðarmagni
skipsins í hverri ferð og tilsvarandi í hafnar-
gjöldum. Orkunýting (thermal efficiency)
sjálfrar vélarinnar er talin 41,6%, en með
hinni fullkomnu nýtingu á útblástursgasinu,
verður orkunýting vélbúnaðarins alls um 54,2 %.
Er það talið hámark þess, sem náðst hefir á
þessu sviði.
1 skipinu eru 3 tvígengis 12 strokka einfald-
ar Salzer-vélar, 12,500 hestöfl hver. Auk þess
5 tvígengis 6 strokka einf. Salzer-vélar, 1800
hestöfl, og eru þær í sambandi við 1000 kw. raf-
ala, sem veita 230 watta straum til allra vika-
véla, þar á meðal skotloftsdælanna, sem eru ó-
háðar aðalvélunum. Mundi að öðrum kosti þurfa
um 7% af orku aðalvélanna, til þess að knýja
þær.
VIKINGUlt
10