Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Síða 5
LoftskeytasaLur. þetta: notið æskuárin til þess að mennta ykkur bæði verklega og bóklega. Þeim mun betur get- ið þið leyst starf ykkar af hendi, og auk þess meiri möguleikar til þess að breyta um atvinnu, þegar þið farið að þreytast á sjónum. Ég vil skora á alla íslenzka sjómenn að standa sam- einaða um þá kröfu á hendur ríkisstjórninni, að reistur verði á næstu árum veglegur skóli fyrir sjómannastéttina. Einnig að skólinn verði settur á þann stað, sem sjómennirnir sjálfir óska. Ég hefi farið fram á það við ritstjóra Vík- ings, að hann birti í þessu blaði útdrátt úr bréfi, sem stéttafélög sjómanna í Reykjavík skrifuðu Stjórnarráði Islands í janúar 1932. Á því má sjá, hvað ríkisstjórnir þær, sem síðan hafa ver- ið við völd, hafa gert fyrir sjómennina. Að síðustu þetta. íslenzkir sjómenn og aðrir, sem áhuga hafa fyrir skólamáli sjómanna. Fylgist vel með í haust þegar Alþingi kemur saman, og þegar fjárlög verða lesin upp í útvarpinu, taJcið þá eftir hversu há upphæð verður ætluð til skólans ykkar. * * * Útdráttur sá, sem um ræðir í greininni, er birtur á blaðsíðu 17. Ritstj. átti styrjöld, kaldrifjaða og nákvæmlega fyrir- hugaða, sem byrja átti á ákveðinni mínútu. Það var dálítið undarlegt að stilla sér upp til þess að horfa á hina stórfelldu og margþættu hern- aðarvél snúast í hreyfingu við eitt einasta fyrir- skipunarorð, að vera sjónarvottur að því, hvern- ig rúmar 100,000 manna á tilteknu augnabliki réðust inn í hið síðasta sjálfstæða ríki Afríku, að vera vottur að þeim verknaði, sem gat haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar út um heim. Um kl. 4 komum við út til aðalherstöðvanna og var vísað þar inn í grátt steinhús, sem átti að vera aðsetur fréttaritaranna. Kl. 4—4tók ég ritvél mína og lagði af stað til varðstöðvar, sem var skammt þarna frá, um það bil 800 metra uppi yfir Asamo-sléttunni. Myrkt var og ekkert ljós að sjá. í hinni lágu steinbyggingu glamraði í símaáhöldum, liðsforingjarnir töl- uðu út á herlínuna, fyrir utan stóð stórt borð, þakið af landakortum. Klukkan 4,35 um morguninn rissaði ég niður: Loftið titrar af niðurbældum spenningi, liðs- foringjarnir segja að herdeild Birolis hershöfð- ingja, um 40,000 manns, sem sé miðherdeildin, sé tilbúin að sækja fram á Asamo-sléttunni, 800 metra fyrir neðan þar sem við erum. Enga ljós- glætu er að sjá neðan úr dalnum, þrátt fyrir að þar eru þúsundir manna á ferð. Kl. 4,45 um morguninn: Sólin kemur allt í einu upp yfir hina háu fjallatinda, fuglar byrja að syngja. Hinn litli og magri hershöfðingi, De Bono, með geitarskeggið, 74 ára gamall maður, en ótrúlega fjörlegur, kemur akandi í bifreið sinni til ráðagerða við herforingjana. Það er nógu bjart til þess að virða fyrir sér kortin á borðinu. í fjallahlíðinni, nokkur hundruð fet fyrir neðan okkur, sé ég innfæddan fjárhirði reka sauði sína út á gras, óhrærðan af og sennilega óvitandi um hina heimsathyglisverðu atburði, sem voru að hefjast þarna. De Bono og Gabba ganga fram og til baka, og virða fyrir sér slétt- una í sjónaukunum. Kl. 4,55 um morguninn: Skrifa ég fyrsta sím- skeytið, sem á að sendast af stað á mínútunni Framh. bls. 6. 5 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.