Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 15
Frá Esbjerg Esbjerg er, eins og margir munu vita, stærsti útgerðarbær Danmerkur, þótt íbúatala bæjar- ins sé ekki nema um 37 þúsund. Þaðan ganga nú til fiskveiða um 700 bátar. Eru þeir frá 20 upp í 70 rúmlestir að stærð. Stunda þeir allskon- ar fiskiveiðar, bæði í Norðursjónum og jafnvel upp við ísland. Á síðasta ári voru samþykkt lög í Danmörku þess efnis, að hér eftir mætti ekki byggja báta minni en 37 rúmlestir, er ætlað væri að stunda útilegur á vetrum. Það sem sér- staklega vakti athygli mína, var hve allir bátar Esbjergbúa og yfirleitt allir danskir bátar, er ég hefi séð, eru vel hirtir og hreinlega um gengnir og vel búnir að öllu, svo að öðrum þjóð- um gæti verið til fyrirmyndar. Má í því sam- bandi nefna, að allir þeir bátar, er útilegur stunda, hafa talstöðvar og margir eru að fá sér miðunarstöðvar; er þetta hvort um sig sönnun þess, að Esbjergsjómenn og útgerðarmenn bát- anna kunna að meta nýjungar á sviði öryggis- málanna. Það var blátt áfram til fyrirmyndar, að sjá hve vel þeir voru verkaðir og þvegnir, eftir að þeir höfðu losað aflann á land, þar sem þeir lágu á fiskihöfninni. Við fiskihöfnina var einnig mjög myndarleg fiskhöll, þar sem afli bátanna var seldur til hinna ýmsu kaupmanna; var hún svo vel út- búin og hreinleg, að mér varð á að hugsa með hryggð til okkar riðguðu og vanhirtu fiskhjalla víðsvegar um landið, og þá auðvitað sérstaklega í höfuðstað landsins, og þeirrar meðferðar, sem fiskurinn fær víða hjá okkur, áður en hann kemst til neytendanna. Fiskihöfnin í Esbjerg er mjög stór og ramm- lega ger, enda er víst þörf á því. Þegar vest- anveðrin geysa, þá gengur sjórinn hátt við hafnargarðana í Esbjerg, eftir því sem mér var sagt. Komið hefir það fyrir, að allt að 1100 bát- ar hafa legið þar í einu, þegar allar aðrar hafn- ir á vesturströnd Jótlands hafa verið ófærar, sérstaklega Blaavand og Hirshals. Ekki má skilja svo við Esbjerg, að Fanþ sé ekki nefnd. Eyjan liggur skammt utan við höfnina, eða fimmtán mínútna ferð með ferju, er verður að fara í hálfhring eftir sund- inu, til þess að komast til eyjarinnar, vegna þess hve sundið er grunnt. Er nú í ráði að byggja bráðlega einn heljar mikinn varnargarð þar í sundinu út frá eyjunni, til þess að varna því, að sundið fyllist upp af sandi. Eru skiftar skoðan- ir þar um framkvæmdir, eins og víðar vill við brenna. Fanö er mikið heimsótt af baðgestum á sumrum. Eru þar stór og dýr hótel og ein- hver hin bezta bað- og kappaksturströnd í Ev- rópu og þótt víðar væri leitað; sandurinn er hvítur og mjög smár. Á Fanö er sjómannaskóli, sem hefir verið sótt- ur víðsvegar að, sennilega mest fyrir sína sér- kennilegu legu þarna á eynni, við hin góðu baðskilyrði, og sem næst starfsviði sjómanna; hefir hann jafnvel verið sóttur af Islendingum. Nokkrir af okkar skipstjórum hafa numið sinn lærdóm þar. Var sunnudagur, er við heimsótt- um eyjuna, skólinn lokaður og því miður ekki hægt að segja neitt frekar frá honum af þeim ástæðum, nema að hann er byggður úr tígul- steini eins og flest hús í Danmörku; mikið stærri en okkar skóli, enda þótt Danir hafi ótal aðra sjómannaskóla. Vegna þess hve viðdvöl var stutt, er ekki hægt að segja nánar frá einstök- um atriðum, en það má með sanni segja um þennan bæ, sem þarna hefir risið upp á nokkr- um árum, að hann er vel og skipulega byggður, af fiskibæ að vera, og eins og margir aðrir bæir á Jótlandi, vitni um smekkvísi og góða um- gengni þjóðarinnar, er landið byggir. Á. S. lo VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.