Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 3
Sjómannaskólinn í Antwerpen.
Ólafssyni 1. stýrimanni á „Selfossi“ og Ólafi
Sveinssyni loftskeytamanni, að skoða sjó-
mannaskólann í Antwerpen. Hann er reistur á
dálitlum hól, vinstra megin við eina af innsigl-
ingum hafnarinnar í Antwerpen. Hæðin, sem
skólinn stendur á, er sporöskjulöguð og afgirt.
Innan við girðinguna er allt blómum skreytt.
Breiður stígur nær meðfram allri girðingunni.
Grasigrónir pallar hafa verið hlaðnir upp allt í
kring um skólann og má vel sjá þetta á með-
fylgjandi mynd. Við gengum upp að aðaldyrum
skólans og kringum hann. Kom þá í ljós skips-
sigla með rá, reiða og seglum og er þetta notað
við æfingar. Þegar við stóðum þarna og vorum
að dást að útliti skólans, kemur maður í ein-
kennisbúningi. Fórum við til hans og vörpuðum
á hann kveðju. Spyr hann okkur hvert erindið
sé, og segjum við honum að við höfum ætlað
að fá leyfi til þess að skoða skólahúsið. Var
okkur sagt að í dag væri það of seint, því skól-
inn væri aðeins opinn á sunnudögum frá 9—6,
en klukkan var farin að ganga 7. Brá okkur við
tíðindin, en spurðum hvort ómögulegt væri að
fá að líta inn. Við værum útlendingar og fær-
um að líkindum úr bænum næsta dag. Vorurn
við þá spurðir hverrar þjóðar við værum og
þegar maðurinn heyrði að við værum íslend-
ingar, sagði hann það alveg sjálfsagt. Kvaðst
hann hafa gætt skólans þennan dag, og skyldi
hann sýna okkur allt, sem hann gæti, en sumar
stofur skólans, þær sem prófessorarnir réðu yf-
ir, sagði hann lokaðar. Því næst gengum við í
kjallara hússins. Varð þá fyrir okkur stofa með
allskonar útbúnaði af bátum, sem skólinn hefir
til róðraræfinga. Þar næst var herbergi með
allskonar málningar-tækjum, en nemendur eru
látnir læra að mála. Þar fyrir innan kom segla-
verkstæði og vinnustofa fyrir alla algenga,
verklega vinnu, svo sem splæsingar á vír og
tógi, mottugerð, klæðning o. fl. Að því loknu
fórum við inn í vélasalinn, sem er geysistór og
náði þvert yfir allt húsið. Voru þar allar teg-
undir véla og vinnuverkstæði fyrir nemendur.
Fórum við um allar hæðir skólans og skoðuðum
bæði kennslustofur stýrimanna og vélstjóra og
voru þær mjög vistlegar. Ennfremur skoðuðum
við íbúðir nemenda og var þar alveg prýðilegt
rúm, en heimavist er í þessum skóla og matbýr
3
VÍKINGUR