Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 16
Nýjar straumlínuplöfur
Enska blaðið „Fishing News“ skýrir frá því,
að í Fleetwood fari nú fram tilraunir með nýja
gerð af straumlínuplötum, sem settar hafi verið
þar á 3 togara.
Uppfynding þessi, sem gerð er af Mr. Jos. H.
Percod, er í því fólgin, að tvær stálplötur eru
festar sín hvorumegin á aftari enda skipsins,
fyrir ofan skrúfuna og halla aftur eftir eins og
myndin sýnir.
Á togurum með venjulegu lagi, lendir vatnið
á skrúfunni með nokkru uppstreymi, og er
talið að það dragi úr notagildi hennar.
Straumlínuplöturnar eru nú settar þannig,
eftir lagi skipsins, að þær stöðvi uppstreymi
vatnsins og beini því í láréttan straum að skrúf-
unni. Samtímis eiga þær að draga úr sog og
hvirfilmyndun fylgivatnsins.
Því er haldið fram, að uppfynding þessi auki
hraðann, bæti stýringuna, og dragi úr titring
á skipinu. Þá á skipið að toga betur, með því að
það verði sjófastara í öldugangi.
Yfir 80 tilraunir hafa verið gerðar með þessa
uppfyndingu á smáskipum.
Þegar þetta er skrifað, hafði einn af togurun-
um lokið ferð sinni. Lét skipstjórinn, Mr. B.
Rogerson, vel yfir árangrinum. Hraði skipsins
hafði aukist um 1 mílu á klst. og titrings, sem
áður var skipinu, varð nú ekki vart.
Talið er að ýmsir togaraeigendur hafi í
hyggju að nota uppfyndingu þessa.
„Við munum reyna uppfyndinguna til fulln-
ustu“, segir einn af stærstu togaraeigendunum,
„og ef hún reynist vel, þá er engin efi á, að öll
togarafélögin í Fleetwood notfæra sér hana“.
H. J.
slíkt. Við skriðum inn í nærliggjandi stráhreysi,
köstuðum okkur á gólfið og steinsofnuðum, út-
taugaðir af þreytu,. þegar styrjöldin hafði staðið
í einar fimm klukkustundir.
Stytt þýðing.
Halld. J.
Ófriðurinn í Abessiníu var hafinn og háður
í nafni siðmenningarinnar! Nú berjast sið-
aðar þjóðir í Evrópu, með alla tækni nútímans
sér til hjálpar og framdráttar. Konur og börn
eru nú ekki drepin í nafni siðmenningar(!),
heldur í nafni réttlætis. — Síðastliðin sjö ár
hefir einhvers staðar í heiminum verið barizt.
Þjóðirnar hafa þó ekki sagt hvor annarri stríð
á hendur, hvorki í Japan, ftalíu, Spáni eða
Þýzkalandi. Formlega hefir því verið friður í
heiminum, þar til brezkar þjóðir og Frakkar
hafa gerzt svo gamaldags að lýsa ófriði á hendur
Þjóðverjum. Nú er því skollin á styrjöld, eftir
frið (!) undanfarinna ára. Ritstj.
VÍKINGUR
16