Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 17
„77/ Stjórnarráðs Islands'1 Reykjavík í janúar 1932. Tilmæli þau, sem undirrituð félög að sinni beina til hins háa Stjórnarráðs, eru þess eðlis, að þau hljóta að vona, að það verði tafarlaust við þeim. Það er öllum kunnugt hve réttlát beiðni vor er og hve brýn þörfin, enda er hvorttveggja viðurkennt mjög áþreifanlega einmitt af Stjórnarráðinu sjálfu, og vitum vér ekki til þess, að neitt það hafi fram komið, er hafi getað breytt því. Svo sem kunnugt er var stofnaður hér stýrimanna- skóli um síðustu aldamót, og var honum byggt viðun- andi húsnæði, eftir því sem þá var völ á. Nægði sú kennsla, sem hann gat veitt sjómannastéttinni, meðan öll íslenzk farmennska var iðkuð á seglskipum einum. En þegar sú mikla framför varð, að landsmenn tóku að iðka sjómennsku á vélknúmim skipum, var auðvit- að, að það myndi að því reka, að stofna þyrfti til full- kominnar kennslu í vélfræði. Enda þótt það hafi verið góðra gjalda vert, að hér var stofnaður vélstjóraskóli 1915, verður því ekki neitað, að það hefði að ósekju mátt gera fyrr, og ekki heldur hinu, að til hans hafi verið svo af vanefnum viðað, og honum fram á þennan dag svo litið sinnt, að það verður tæpast þakkað við- urgerningnum við hann, að nú er til hér á landi góð og nothæf vélstjórastétt. Það, sem hefir staðið starfi vélstjóraskólans lang- mest fyrir þrifum er það, að hann í þessi 16 ár, sem hann hefir starfað, hefir ekki haft sitt eigið húsnæði, heldur þui’ft að vera leiguliði í húsakynnum, sem ekki fullnægðu þörfum hans í neinu tilliti. Því húsnæði gat hann þó ekki fengið að halda lengur en til haustsins 1930, og varð hann þá að flytja í húsnæði stýrimanna- skólans, sem hvorki er svo úr garði gert né mikið, að hann gæti haft þá hentisemi þar, sem hann þarf. Það getur ekki heldur verið til frambúðar fyrir þá sök, að það var tilviljun ein, sem réði því, að stýrimannaskól- inn sjálfur gat þá séð af kennslustofum. Enda þótt vélstjóraskólanum aldrei hefði verið ætl- að annað starf heldur en það, sem lögin um hann frá 3. nóvember 1915 ætla honum, þá er sannleikurinn sá, að aldrei hafa verið sköpuð nægileg og hentug skilyrði til þess, að hann gæti innt þau af hendi svo vel væri. Það má eingöngu þakka ósérhlífni og elju þeirra manna, sem við skólann hafa starfað, að það hefir tekizt nokkurn veginn. Samt sem áður hafa löggjaf- arnir sí og æ verið að auka starfssvið hans, án þess að þeir jafnhliða hafi haft neina tilburði til þess að bæta aðstöðu hans, svo að hann yrði ekki lakar settur eftir að vinnubyrði hans var aukin, heldur en áður. Eigi vélstjóraskólinn að vera þó ekki sé nema jafn- settur gagnvart öllum þeim skyldum, sem á honum hvíla að lögum, eins og hann er nú gagnvart því starfi, sem hann raunverulega innir af hendi, þá þyrfti hann að ráða yfir 6 kennslustofum, en hann er húsnæðis- laus. Yér viljum leiða athyglina að því, að það er svo langt frá að hinum raunverulegu þörfum skólans væri fullnægt jafnvel með 6 kennslustofum. Það liggur svo í augum uppi, að það ætti varla að þurfa að nefna það, að enginn hérlendur skóli muni hafa eins brýna þörf fyrir að eiga gott áhaldasafn eins og þessi. Auk þess sem hann þarf af kennslustofum, er honum því nauðsynlegt að hafa stofur undir þau margvíslegu áhöld, sem koma til greina við alla þá kennslu í með- ferð og stjórn gufuvéla og mótora, svo og við þá kennslu í rafmagnsdeildinni, sem honum er ætlað að inna af hendi. Yfirhöfuð er það engri stofnun hentugt að húsnæði standi henni á beini, og á það ekki sízt við um skóla, og er því réttast að hafa vistarverur slíkra stofnana við vöxt. Vér getum ekki látið hjá líða að benda á, hvað hér er í húfi. Það er að minnsta kosti óhætt að fullyrða, að sjávarútvegurinn sé annar aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar, og það er áreiðanlegt að hann er rekinn með þeim dýrustu tækjum, sem landsmenn ráða yfir. 1930 áttu íslendingar 96 gufuskip stærri og smærri, 4 vél- skip stærri heldur en 100 rúmlestir, og langt á 7. hundr- að minni vélskipa. Því þarf ekki með orðum að lýsa, hvert feikna fé er bundið í þessum skipum og hvað vélarnar séu mikill hluti af verðmæti þeirra. Það þarf heldur ekki að lýsa því, hversu mikla fjárhagslega þýð- ingu það hefir fyrir landið, að svo sé með þessi verð- mæti farið, að þau spillist hvorki fyrir handvömm, né gangi úr sér fyrir ár fram. Það er því harla þýðingar- mikið starf, sem vélstjórum er fengið. Það er og blátt áfram óskiljanlegt að stofnun sú, sem býr menn undir þetta starf, skuli vera þannig afrækt, svo að ekki sé harðar að orði kveðið. Það má minnast þess með þakklæti að landsstjórn- in, sem nú er, hefir sýnt skilning á því að við svo búið mætti ekki standa, með því að skipa nefnd til þess að gera tillögur um nauðsynlegar umbætur á skipulagi og húsa- og áhaldakosti vélstjóraskólans. Um leið skipaði stjórnin samskonar nefnd fyrir stýrimannaskólann. Hefir hin virðulega stjórn með því beinlínis viður- kennt hina brýnu þörf á því að bæta þurfi úr húsnæð- isskorti beggja skólanna, og er það von vor, að hún víki ekki frá því úr þessu. Það varð úr, að nefndir þessar unnu saman, og urðu þær sammála um það, að nauðsynlegt væri að byggja hús handa báðum þessum skólum, því að hús stýri- mannaskólans er, svo sem allir vita, mjög fjarri því að VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.