Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 7
SJÓMÁN NSÆFI ÞÆTTIR ÚR SJÓMENNSKU BJARNA SIGURÐSSONAR FRÁ ÍSAFIRÐI SKRÁÐ HEFIR: ARNGR. FR. BJARNASON I. Uppruni og æskustörf. Sögumaður minn, Bjarni Sigurðsson, er fædd- ur að Kvíabryggju í Eyrarsveit í Snæfellsnes- sýslu 31. maí 1863. Voru foreldrar hans Sigurð- ur Jónasson og Anna Athaníusdóttir, hálfsystir Jakobs Athaníussonar, sem margir kannast við af sögum Jakobs gamla. Bjarni ólst upp í föðurgarði til 8 ára aldurs. Var hann þá lánaður að Gröf í Eyrarsveit, til Bárðar gamla Þorsteinssonar, er þá bjó þar. Mátti Bjarni taka strax við smalamennsku, auk annarra snúninga. Var þá almennt siður þar, að láta unglinga ganga berfætta allt sumarið, fram í snjóa. Jafnan var smalað, hvernig sem veður var, í nærbuxum og einni skyrtu. Þegar haustaði tók Bjarni við fjósverkum: gaf heyið, vatnaði og sópaði upp. Hjá Bárði var Bjarni í 2 ár. Síðara árið var hann sendur á Þorra frá Gröf út að Hömrum. Á heimleiðinni skall á blindbylur, svo að hann náði ekki til bæja. Lá hann úti um nóttina á bersvæði. Var farið að leita hans daginn eftir; fannst hann þá kalinn og skemmdur, og varð að liggja um tíma rúmfastur á eftir. Bjarni hafði sjálfur skriðið úr skaflinum, er hann fannst; skreið á fjórum fótum og krafsaði fyrir sér með höndunum til þess að mjakast áfram, með þeirri einbeittu hugsun, að selja líf sitt svo dýrt sem verða mætti, og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Frá Gröf fór Bjarni að Vindási í sömu sveit. Var hann þar aðeins yfir sumarið; var þá nærri hordauður. Barinn var hann og píndur til vinnu, en kreppingur af matföngum. Vist hans í Vind- ási lauk þannig: Bjarni kom úr smalamennsku um haustið eftir réttir. Kom bóndi þá á stekk- inn og taldi féð. Vantaði þá tvö fjallalömb. Barði bóndi Bjarna og skipaði honum umsvifa- laust að fara að leita lambanna, þótt niðamyrk- ur væri komið. Bjarni fór — ekki til að leita lambanna — heldur tók hann reiðhest bónda, sem var skanimt frá túninu, og reið honum að Kvíabryggju til foreldra sinna. Mikið umtal varð út af meðferð drengsins í Vindási. Gekkst séra Eiríkur Kúld fyrir því, að bóndi fékk áminningu fyrir meðferðina og galt nokkra sekt til fátækra. Bjarni var heima hjá foreldrum sínum fram á veturinn. Fékk hann þá boð frá Árna Thorla- cius í Stykkishólmi, að dveljast hjá honum um tíma. Hafði Árni frétt, hvernig farið hafði um drenginn, og vildi létta raunir hans. Var því boði þakksamlega tekið. Bjarni var í bezta yfirlæti hjá Árna fram á vorið, og hafði þá náð eðlilegum þroska. Fal- aði þá Guðmundur Gunnarsson, bóndi að Hval- gröfum á Skarðsströnd, Bjarna fyrir smala. — Réðist Bjarni til hans og var hjá honum til 16 ára aldurs. Þroskaðist hann þar vel, því að mat- ur var nógur, en mikið var að gera. II. Sjómennskan hefst. Frá Hvalgröfum fluttist Bjarni til fsafjarð- ar, til frænda síns, Sigurður Jóhannssonar skálds (nú í Vesturheimi). Byrjaði Bjarni strax róðra þar. Reri hann fyrst með Gunnlaugi Guð- brandssyni. Var hann bezti sjómaður, duglegur og góður stjórnandi, en afar drykkfeldur. Fór 7 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.