Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 24
skipstjórinn næst og sneri sér að veiðimönnunum við
lúkuna.
Þeir hristu höfuðið og hlógu að athugasemd frá ein-
um þeirra, sem eg þó ekki heyrði.
Úlfur Larsen beindi sömu spurningunni til háset-
anna, en það kom á daginn, að engin slík bók var til í
skipinu.
Skipstjórinn yppti öxlum. ,,Þá látum við hann fara
án frekari málalenginga, nema að hinn skipreika prest-
ur okkar kunni sjóhelgisiðina utan að“.
Hann hafði snúið sér að mér. „Þér eruð kennimaður,
ekki satt?“
Yeiðimennirnir — sex alls — sneru sér allir við og
góndu á mig. Ég hafði leiðan grun um, að ég liti út eins
og fuglahræða, enda skellihlógu þeir allir. Menn þessir
voru harðir og grófir eins og hafið, þekktu hvorki blíðu
né mildi, og tóku ekki tillit til þess, að dauður maður lá
á þilfarinu og lét skina í tennurnar.
Úlfur Larsen hló ekki, augun breyttu þó örlítið lit.
Eg sagði honum, að því miður væri eg ekki prédikari.
„Af hverju lifið þér þá?“ spurði hann hvasst.
Ég játa, að þannig hafði ég aldrei verið spurður
fyrr og hafði aldrei um þetta hugsað. Áður en ég átt-
aði mig, hafði ég svarað stamandi: „Ég — ég er prúð-
menni“. Hann brosti háðslega.
„Ég hefi unnið og vinn“, hrópaði ég ákafur, eins og
hann væri dómari minn, þó að mér væri ljóst, að það
var flónska að ræða málið.
„Lifið þér af vinnu yðar?“ spurði hann þá.
Það var eitthvað svo skipandi og drottnandi við
manninn, að mér vafðist tunga um tönn.
„Hver sér fyrir yður?“ spurði hann enn.
„Ég á eignir", svaraði ég djarflega, en hefði getað
bitið af mér tunguna fyrir. „Annars afsakið þér, að ég
lít svo á, að þetta komi ekki því máli við, sem ég vil
tala um við yður“.
En hann lét sem hann heyrði ekki.
„Hver hefir unnið fyrir þeim eignum? Ég hélt það.
Faðir yðar? Þér standið á dauðsmanns fótum. Sjálfir
hafið þér aldrei haft fætur. Þér munduð ekki geta unn-
ið frá sólarupprás til sólarlags og útvegað yðar soltna
maga þrjár máltíðir á dag. Látið mig sjá hendi yðar“.
Áður en ég vissi af hafði hann gripið hendi mína.
Ég reyndi að losa hana, en hún sat föst, eins og í skrúf-
stykki og ég hélt, að fingur mínir ætluðu að malast
sundur.
Úlfur Larsen þeytti hendi minni frá sér með fyrir-
litningu.
„Hendur dauðra manna hafa haldið henni mjúkri.
Gagnslaus, nema til uppþvotta í eldhúsi".
„Ég óska, að vera settur á land“, sagði ég rólega og
hafði nú nóð valdi yfir mér. „Ég skal borga yður það,
sem þér metið töf yðar og fyrirhöfn“.
Hann leit einkennilega á mig. Augun glömpuðu
háðslega.
„Ég hefi aðra uppástungu, sem yður verður til góðs.
Ég hefi misst stýrimanninn, og verð að taka hóseta í
stað hans. Vikadrengurinn fer fram í og verður háseti
og þér komið í stað vikadrengsins, skrifið undir samn-
ing fyrir ferðina, og fáið tuttugu dollara ó mónuði og
allt frítt. Hvað segið þér? Og munið, að þetta er allt
yður í hag. Þér fáið tækifæri til að þroska yður. Þér
VÍKINGUR
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKIN GUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Bárður Jakobsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjól’i.
ÞorvarSur Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
Konráð Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út tvisvar 12 síður á mán-
uði, og kostar árgangurinn 10 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er i Ingólfshvoli,
Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, Pósthólf
425, Reykjavík.
Farmanna- og fiskimannasamband íslands:
Skipstjóra- og styrimannafél. „Ægir“, S'igluf.
Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur.
Skipstjórafélagið „Aldan“, Reykjavík.
Vélstjórafélag íslands, Reykjavík.
Félag íslenzkra loftskeytamanna, Reykjavík.
Skipstj órafélag íslands, Reykjavík.
Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“, Hafnarf.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan", Isaf.
Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi.
gætuð kannske lært að standa á yðar eigin fótum, meira
að segja, lært að labba um, ef vel tekst“.
En ég virti hann ekki viðlits. Skúta kom fyrir
fullum seglum og stefndi þannig, að auðséð var, að hún
myndi fara skammt frá okkur. Vinduxúnn var að auk-
ast og hraðinn, og „Ghost“ valt og lagðist töluvert.
„Þetta skip fer brótt hjá okkur“, sagði ég eftir
stutta þögn. „Þar sem það fer í öfuga átt við okkur er
líklegt, að það ætli til San Francisco“.
„Mjög sennilegt", sagði Úlfur Larsen, um leið og
hann sneri sér og hrópaði: „Kokkur!“
Kokkurinn leit út úr eldhúsinu.
„Hvar er strákurinn? Segðu honum, að ég vilji finna
hann“.
„Já, skipstjóri".
Thomas Mugridge þaut aftur eftir og hvarf niður
stiga rétt hjá stýrishjólinu. Hann kom sti’ax aftur, og
með honum var þrekvaxinn piltur, 18—19 ára, illilegur
á yfirbragð.
„Hérna er ’ann, skipstjóri“, sagði kokkurinn.
Úlfur Larsen lét sem hann heyrði ekki og sneri sér
strax að piltinum.
„Hvað heitirðu, drengur?“
Meii'a.
ísafoldarprent»ml8Ja h.t.
24