Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 12
 Af sjó og landi Nýr viti við Knararós austan Stokkseyrar hefir ver- ið tekinn i notkun. Vitahúsið er ferstrent, kvartshúð- að, 24% metri á hæð og mjög vandað að öllum frá- gangi. Hæð logans yfir sjávarmál er 28% metri, en sjónarlengd logans 16 sjómilur. Vitinn mundi geta sézt 19 sm., en hann stendur svo lágt, að jarðbungan skygg- ir á. Við vitann er tengt áhald, svonefndur „sólvent- ill“, sem kveikir og slekkur á vitanum eftir því, hversu bjart er. Vitinn brennir gasi (acetylin). Hann mun kosta um 60 þúsund krónur. Þann 14. ágúst 1888 sökkti póst- og farþegaskipið „Tingvalla“ farþegaskipinu „Geysir“ út af Sandy Hook. „Tingvalla" rakst á „Geysir“ miðskips bakborðs- megin. Áreksturinn var svo ægilegur, að „Geysir“ sökk á sjö mínútum. Af farþegum „Geysis" drukknuðu 72 og 32 menn af skipshöfninni, en 14 farþegar og 15 manns af skipshöfninni björguðust um borð í skipið „Wieland“, sem var í námunda við slysstaðinn. — „Tingvalla“, sem síðar tókst að komast til Halifax, var svo illa útleikið að framan, að þeir 455 farþegar, sem voru með því, voru settir um borð í „Wieland", sem flutti þá til New York. í skeytum frá New York tveim dögum síðar var um það talað, hversu hroðalegt það hafi verið að horfa upp á farþega og skipverja „Geysis“ berjast við dauðann í sjónum, á meðan skip- verjar á „Tingvalla“ voru að koma björgunai'bátum í sjóinn. Margir komust aldrei úr klefunum. Annar stýrimaður á „Geysi“ bjargaðist á óvenjulegan hátt. Hann svaf í herbergi sínu og vaknaði við það, að skipssíðan splundraðist í sundur og skipsstefni sund- urskar herbergið og sjór fossaði inn. Af hreinni til- viljun greip hann um akkeriskeðju hins framandi skips. Þegar „Tingvalla“ tók aftur á bak, þá fylgdi hann með út um gatið á síðu „Geysis“. Því næst hand- langaði hann sig upp eftir stefninu á ,,Tingvalla“ og stóð — nokkrum mínútum síðar en hann hafði sofið svefni hinna réttlátu — óskaddaður á þilfari „Ting- valla“. Málaferli urðu í Englandi út af illi'i meðferð á fisk- um, sem notaðir höfðu verið sem lifandi agn. Prófessoi' í náttúrufræði við Oxford háskólann, sem leitað var til í þessu sambandi, kvað fiska hafa taugakerfi, og leiddi af því að það orsakaði sársauka, ef þeir væru notaðir lifandi sem agn. S'á, sem var ákærður, hafði þrætt vír í gegnum fiskinn. Maðurinn var ekki dæmd- ur, en talið var líklegt að málið yrði tekið upp að nýju. Sjómenn hafa veitt því athygli, að á Halamiðum virðist fiskisæld fara mjög eftir straumum. Komi fisk- VÍKINGUR urinn í austanstraum, en hrökkvi undan í vestanstraum. í ár hefir verið tregfiski á Halanum, enda hefir straum- ur verið norðvestan og hiti meiri en vant er eða 8°— 11° við yfirborð og 7° við botn. Heyrzt hefir, að nokk- ur breyting væri að verða á þessu nú í sumar og því álitin betri von um afla á Halanum. Annars er tæpast undarlegt þótt eitthvað skerðist afli, þar sem 30—40 togarar, aðallega þýzkir, hafa skarkað á þessu tiltölu- lega litla svæði síðastlðiin 3 ár. En það, að fiskur kemur í hrotum á Halann, virðist bera vott um að hann sé einhversstaðar til og stofninn ekki uppurinn. Þjóð- verjar eru nú sagðir sækja mikið svonefnt Þórsmið, S.A. af Hvalbak, og nefna þeir það „Rosengarten" (rósagarð). Þjóðverjar munu fá ca. 18 kr. fyrir kassa af karfa, en hér eru goldnar 2 kr. fyrir sama magn. Ber það vott um að hagnýting fiskjarins hér heima sé ekki eins fjölbreytt og fullkomin og æskilegt væri. 'To^ari fri N"<WO^OVU-»d\a-*-><Í. "Hourvrv hí.>Grr Vo«ri- «AaíA.utUU-v i£m StíUrviVcuíi <ÍÖO huVÖlt. Eftir stöðuga en árangurslausa síldarleit á Shet- landseyjaflákanum með sex reknetabátum á vegum hinnar brezku síldarútvegsnefndar og flugvél frá brezka flotamálaráðuneytinu, hefir verið hætt við all- ar frekari tilraunir, og hallast menn helzt að þeirri skoðun, að engin síld sé þar til í sjónum. Þénusta brezkra fiskimanna á þessum miðum er rúm- lega þremur milljón krónum minni en í fyrra, og svo fáar tunnur hafa verið notaðar, að lítið mun verða að gera fyrir tunnusmiði á komandi vetri. í vor og sumar var komið á svokölluðum síldarvik- um í ýmsum borgum og landshlutum í Bretlandseyjum. Var þá útlistuð fyrir almenningi hollusta og yfirburðir síldarinnar sem fæðu, og útbýtt bæklingi um 100 síld- arrétti o. fl. Þetta hefir orðið til þess að síldarneyzla hefir víða aukizt um helming, og nú fiskast ekki nóg til þess að fullnægja eftirspurninni. 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.