Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 13
NýlokiB er reynsluför í NoríSursjónum á fjórmöstr-
uðu seglskipi, „Argus“, sem byggt hefir verið í Hol-
landi á skipasmíðastöð De Haan & Oerlemans í Heus-
den, fyrir útgerðarfélag í Portúgal.
Tilætlunin er að nota skip þetta sem móðurskip við
þorskveiðarnar á Newfoundlands þankanum og við
Grænland. Portúgalar fiska enn mest með linu, sem
beitt er og lögð í sjóinn þrisvar sinnum á sólarhring.
Til þess að leggja línurnar og draga, mun móðurskip-
ið hafa um 60 doríur, sem síðan flytja veiðina í móð-
urskipið, þar sem fiskimennirnir þúa.
Venjulega fara þessi stóru portúgölsku móðurskip
einn veiðileiðangur á ári. Þau fara að heiman um
miðjan apríl, og koma um það þil í lok októhermán-
aðar.
Til alls útbúnaðar og smíði á ,.Argus“ hefir verið
miög vandað. með tilliti til þess að skioinu er æt.lað
að stunda veiði í Norður-Atlantshafi og vera að heim-
an meira en helming ársins, án þess að hafa möguleika
til að komast á hafnir, til þess að fá viðgerð og nauð-
synjar.
Skinið er fullkomlega útbúið sem seglskip, með
fiórum möstrum um 130 feta háum. Hefir skinið
t.vennan seglaútbúnað og þar að auki hjálnarvél. Skin-
ið hefir tvöfaldan botn, sem getur geymt 127 smálest-
ir af fersku vat.ni og 70 smálestir af olíu. Þar að auki
hefir skipið fullkomin frystitæki til þess að varðveita
heit.una.
Hiálnarvélin er fjögra strokka Sulzer dieselvél, 400
hestöfl.
Mannabústaðir í skipinu eru ágætir og fyrir 50—
60 manns.
..Argus“ er einnig sérstaklega útbúinn til þess að
sigla innan um ís, eins og svo oft getur komið fyrir
þar norður frá, og að öðru leyti er skipið þyggt eftir
ströngustu kröfum. Lengd skipsins er um 209 fet og
breidd 32 fet 6 þuml. (enskt mál).
Siómcim og fisksalar í Bret.landi eru skelfingu lostn-
ir yfir þeirri ákvörðun brezku flotamálastjórnarinnar,
að kauna á annað hundrað af beztu togurunum frá
Hull og Grimsbv, og nota bá til hernaðarþarfa. Hafa
togararnir verið telcnir jafnóðum og þeir koma heim
af veiðunum og vopnaðir.
Talið er, að þegar brezkir togaraútgerðarmenn end-
urnýiuðu flota sinn fyrir nokkrum árum, hafi það ver-
ið fyrir hvatningu hins opinþera, með það fyrir aug-
um. að hægt væri að nota þá til hernaðarþarfa, ef nauð-
syn krefði.
Að flotamálastjórnin kaupir skipin, en leigir þau
ekki, þykir benda til þess að litlar líkur séu fyrir því,
að þessi skip verði aftur notuð til fiskiveiða. Hvað um
það, margir togaraeigendur eru nú fegnir að fá hand-
bært fé fyrir skipin. Þeir þykjast þegar hafa byggt of
mikið af togurum, og söluverðið til stjórnarinnar er
gott. Það er gefið ákveðið fyrir hestafl í hlutfalli við
stærð skipsins, að frádregnum 2í4% í fyrningu fyrir
hvert ár síðan skipið var byggt.
Aldrei hefir betur árað en nú fyrir fslendinga að fá
afnuminn hinn óviðunandi fisktoll í Bretlandi, og ætti
landsstjómin ekki að vera sein að grípa tækifærið.
Á árunum 1921—1932 misstu Bretar 8 kafbáta og
fórust þar 304 menn. Síðan 1932 hafa einnig orðið
mannskæð kafbátaslys og er síðast að minnast á „The-
tis“-slysið. Hugvitsmenn hafa unnið að því árum
saman að útbúa tæki til björgunar mönnum, sem lok-
aðir eru inni í sokknum kafbát. Nýjasta á þessu sviði
er tæki það, sem hér er sýnt. Er það dufl, sem kaf-
bátsliðar geta losað innan frá, og er duflstrengurinn
þannig úr garði gerður, að menn á sokknum kafbát
geta fengið ljós og loft og samband við umheiminn.
Eflaust er þetta tæki naumast nothæft nema á tiltölu-
lega grunnu vatni,
ar B vPtiTFtítfd-
'OH&BÍtrr
LoFT
Þ''en.SKufi-Run.
fíF TsuFLlrru
FLflLJC
Oufl FfZ’fl
S ok.kiU'ui-i
KAFa'fíTI
T prorKutr
í-opr
RfíF-
Lbi'bSL A 1
---------------J
ÞiuFrt«( S/Fi'fs. Qvad/frt-
i9l?
-é-
‘IZRFLJÓS.
tu ae OPKA
ÍTÍUÍÍ I otlfiLÍD
ga LQFrH-flS
PioTHVn«i
t! > CHJFLS TFtrrZu/i
dtVtjEUó FÍRlW DUFt
1» l>a
'~jíTA£*n6í</*
nI LcK’i t»*. tm Losfí
'&UFL(b ÍKKHN- F-g'fí
x ■■=
1 jr
"iflbftL-
Mikil síldargengd er nú við Murmansk-ströndina í
Norður-íshafinu, og hafa Rússar veitt meira í sumar
en nokkru sinni áður. Hver sildargangan eftir aðra
hefir komið inn í firðina við Hvítahafið, og eru Rúss-
arnir önnum kafnir við að lása síldina inni og koma
veiðinni fyrir. Hefir orðið að gera sérstakar ráðstaf-
anir hvað flutninga snertir.
Síldveiðin, sem Rússar höfðu áætlað að yrði 1000
smálestir á dag, hefir farið langt fram úr áætlun. Til
þess að hagnýta þessa miklu veiði og forðast að nokk-
uð af henni spillist, hafa þeir ákveðið að sjóða eins
mikið niður og þeir komast yfir, en hraðfrysta afgang-
inn.
13
VÍKINGUR