Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Síða 9
Síldin því að leggjast við stjóra, er kom að Grjótleiti. Þegar við lentum á Farsæl, bættum við orðalaust við tveimur röskum ólúnum mönn- um aftur, og búið var að ganga frá skipi og að bjarga Síldinni. Gekk allt giftusamlega, en langt var liðið á aðfangadaginn, þegar við kom- um aftur, og búið var að ganga frá skipi og afla. Margar hákarlalegur voru þessari svipaðar; oft svaðilfarir og stundum skammt milli lífs og dauða. Þegar afli var tregur, kom það fyrir, að legið var lengur en tvo sólarhringa í senn. Var þá oft uppetinn matarforðinn, en áfram var hamast, kaldur og svangur. Þoldu menn slíkt misjafn- lega, sem von var til. Um skeið bar svo fátt sögulegt til á æfi minni. Ég hélt áfram sjómennskunni eins og áður. Reri á opnum skipum á vetrum, en var á þilskip- um á sumrum. III. Á hákarlaveiðum. Að dæmi margra fékk ég mér skiprúm á há- karlaveiðar. Réðist ég hjá Helga Andréssyni skipstjóra frá Flateyri, sem löngum var rnesti aflamaður hér vestra og mikill sjósóknari. Var Helgi þá skipstjóri á Grettir gamla, eign Ás- geirs-verzlunarinnar. Er Grettir enn við lýði á Flateyri. í marzmánuði 18. ., í stórviðri, kantr- aði skipið út af Arnarfirði. Reið alda á flatt skipið, svo að segl fylltust. Fylgdist að sjór, frost og bylur, svo að illstætt var ofan þilja. Ég náði þá í hákarlalensu, sem ég skutlaði af hendi í stórseglið. Gerði hún allmikið gat á það, svo að sjór gat runnið þar út. Brotskafl braut samtímis skjólborðið, svo að útrennsli opnaðist fyrir sjóinn á þilfari. Fór skipið að reisa sig eftir á að gizka 15—20 mínútur frá því að því kantraði. Svömluðum við svo áfram, og kom- umst til Bíldudals eftir tæpan sólarhring og fengum þar gert að seglum og skipi. Tveim árum síðar kom sami atburður fyrir á Gretti. Var Helgi þá einnig skipstjóri. Kantraði skipið út af Straumnesi. Eiríkur Egilsson frá Stað í Súgandafirði varð þá skjót- astur til þess að gera gat á seglin. Sjórinn braut þá skipsbátinn og segl skemmdust. Þeg- ar skipið rétti sig, var haldið áfram til Isa- fjarðar. Eftir þetta hætti ég hákarlaveiðum um tíma, en stundaði færaveiðar, fyrst á Ambetise hjá gamla Mærsk. IV. Hrakningur á Gunnari. Árið 18.. var ég stýrimaður á fiskiskipinu Gunnari, eign Ásgeirs-verzlunar. Skipstjóri var norskur maður, Kristian Trondnæs. 1 byrjun október fórum við í hausttúr. Var aflinn lítill eða næstum enginn, en í þrjár vikur vorum við að flækjast hér úti fyrir Ströndunum. Náðum aldrei landi fyrir veðrum, fyrr en loks, að við náðum Súgandafirði; vorum við þá orðnir al- veg vonlausir fyrir nokkrum dögum, og vatns- litlir. Alls vorum við 11 á skipinu. I Súganda- firði lágum við í viku, þangað til fært var til ísafjarðar. Þótti útgerðarmanni lítil eftirtekja, en talaði þó fátt um. Meira. um að styrjöld væri hafin. Hershöfðingjarnir De Bono og Gabba héldu áfram að ganga hægt fram og til baka, stönsuðu aðeins öðru hvoru til þess að líta á kortin. Það skeði ekkert átak- anlegt eða áhrifamikið, ekki eitt einasta orð var sagt, sem gaf tákn um hinn örlagaríka atburð, ekkert, sem gaf til kynna þann mismun, að eng- inn ítalskur hermaður hefði stigið á Abbess- inska grund kl. 4,59, en tugþúsundir kl. 5. Ég hafði búist við húrrahrópum eða einhverju breyttu látæði þeirra, sem við þetta unnu, til þess að leggja áherzlu á það augnablik, sem inri-1 rásin í Abbessiníu væri hafin, en það skeði ekk- ert. Kl. 6,03 sá ég fyrstu flugvélina frá Asmara nálgast; það virtist vera rannsóknarvél. Gabba sagði mér, að frá flugvélunum yrði kastað út auglýsingamiðum, prentuðum á Tigrina-málinu, um að hinum óbreyttu íbúum yrði ekkert illt gert, ef þeir reyndu ekki á neinn hátt að hindra framgöngu ítalska hersins. Ég efaðist nokkuð um gagn þessara flugrita, þar sem það er kunn staðreynd, að ekki einn af tíu þúsund Abessiníu- mönnum kann að lesa. Framh. bls. 11. 9 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.