Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Side 8
oft á sjóinn fullur, en gáði þó allra verka. Vand-
ist Bjarni þar drykkjuskapnum, og fór að
drekka sjálfur, rétt eins og hinir.
Næsta ár réðist Bjarni sem vinnumaður til
Guðmundar Sveinssonar, bónda í Engidal (síð-
ar bónda á Tannanesi)_ og var hjá honum í 4
ár. Reri allar vertíðir, en var við heyskap á
sumrin. Segist Bjarni hafa átt þar ágæta vist,
og rómar mjög þennan húsbónda sinn.
Ungir menn sóttu þá mjög að komast á þil-
skip. Var sú atvinna stórum arðmeiri en kaupa-
vinna eða vinnumennska, en fljótir voru aur-
arnir að fara hjá mörgum, því að ekki skorti
svall og drykkjuskap. Fór Bjarni fyrst til sjós
á litlu Lovísu, eign Ásgeirsverzlunar, með
Bjarna Kristjánssyni skipstjóra frá Hesti i
Önundarfirði. Var Bjarni á Lovísu í maí-garð-
inum 1882. Fórust þá tvö skip héðan frá ísa-
firði, með allri áhöfn: María Margrét, skip-
stjóri Einar Pálsson; og Skarphéðinn, skip-
stjóri Magnús Össursson. Komst Lovísa hálf-
brotin upp á Rauðasand. Máttu skipverjar hafa
sig alla við að berja klakann af skipinu, svo það
héldist á floti.
Næstu árin reri Bjarni á vetrum í Bolunga-
vík. Þótti þar fangs von meiri; en um erfiðið
var ekki spurt. Var Bjarni þar hjá ýmsum for-
mönnum, en lengst hjá Kristjáni Halldórssyni
frá Tröð .
I Bolungarvík hélzt þá enn sá siður, að fara
í hákarlalegur um miðjan vetur á sexæringun-
um. Venjulegast var byrjað á þorra, en stund-
um var farið á jólaföstu, þegar ófriður var með
fiskilóðir fyrir hákarli. Dýpst var sótt hér á
opnum skipum út á Kögur, vestanvert við Djúp-
ið. En oft þurfti skammt að fara, því að há-
karlinn var stundum óður og vitlaus alla leið
inn 1 Djúp. En til þess að friða lóðirnar, var
aldrei farið styttra en út á Kleif að vestan verðu.
Var rennt þar í álhallinum.
Hákarlalegurnar voru þá einu sjóferðirnar,
sem matur var hafður í. Höfðu menn matar-
koffort til sameiginlegs mötuneytis; 20 lítra kút
með sýrublöndu og 4 lítra kút með brennivíni.
Ferðir þessar gáfust misjafnlega, eftir því
sem veður var, en afli var oft mikill .
Venjulegast gengu tveir sólarhringar í túr-
inn, og var þá ekkert sofið. Skiptust menn á,
meðan hákarlinn fékkst undir, og sofnuðu þá
nokkrar mínútur í senn, í skinnklæðunum, í opn-
um bátsrúmunum. Varð flestum fyrir að fá að
dreypa á brennivínskútnum, þegar þeir vökn-
uðu, til þess að taka úr sér hrollinn.
Einn veturinn komum við úr hákarlalegu dag-
inn fyrir Þorláksmessu, á Farsæl gamla frá
Hafrafelli, form. Kristján Halldórsson. Var þá
farið í leguna, vegna ófriðar með lóðir fyrir há-
karli. Lágum við þá út á Kleif; fengum nógan
hákarl, en urðum að leysa upp eftir skamma
stund vegna veðurs. Náðum fyrst siglingu norð-
anvert við Sauðanes, og tókum þaðan barn-
ing norður með Núpunum. Þegar við komum
að Deild, lá suðaustanrok út af Djúpinu. Með
herkjum gátum við slagað inn á Krossavík, en
er þangað kom, breyttist vindstaðan, og snerist
til norðvesturs, með byl og frosti. Var þá
ómögulegt að komast lengra, og lögðumst við
þarna fyrir hákarladrekanum. Sexæringar, sem
verið nöfðu við fiskiveiðar, og náðu lengra inn
með Stigahlíð, hleyptu undan í varið, er norð-
vestan-ofsinn skall yfir. Lögðust sumir þeirra
aftan í Farsæl, t. d. Gogi, formaður Guðmundur
Jóhannesson frá Kirkjubóli, og Síldin, formaður
Jósef Snjólfsson, sem var formaður um tíma
fyrir Jón Ebenesarson, hinn mikla sjósóknara í
Bolungavík. Fengu þessar skipshafnir mat frá
okkur — og þótti óvænt hressing. Alls lágu 16
sexæringar á Krossavík þessa nótt. Var öllum
skipshöfnunum miðlað hressingu frá okkur,
meðan til var. Tvö skip höfðu verið kyrr innar
með hlíðinni og fórust þau bæði um nóttina. Há-
varður Sigurðsson formaður, frá Grundarhóli,
barst á sínu skipi upp á Miðleitið og bjargaðist
hann á land; hinir allir fórust. Hreggviður
formaður barst á sínu skipi upp í Grjót-
leitið; bjargaðist hann þar einn á land; hinir
mennirnir fórust.
Á Krossavík lágum við þar til seint um nótt-
ina fyrir aðfangadag. Hljóp veðrið þá svo út
í, að við fengum sigling inn undir Grjótleiti.
Þar kom aftur rokið ofan af víkinni, en allur
flotinn gat þó að lokum komist að landi með
árunum, nema Síldin. Hún missti þrjár árar og
fékk rokkviðu hálfflöt, þegar hún var að fara
frá Krossavík, svo að skipið hálffyltist og sóp-
aði burtu farviðnum af öðru borðinu. Varð
VÍKINGUR
8