Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 20
Stríðstryggingamálið Undirbúningur samninga um stríðstrygging- ar og stríðshættuþóknun (stríðstillegg), hófst 1. sept. með því, að stéttarfélög sjómanna skrif- uðu sameiginlega skipafélögum verzlunarflot- ans bréf um þessi mál. Þessi bréfaskrif leiddu til þess, að þann 4. sept. var sameiginlegur fundur haldinn á skrifstofu Eimskipafélags Is- lands, en þar voru mættir fulltrúar frá stéttar- félögum sjómanna og fulltrúar verzlunarflot- ans. Á þessum fundi lögðu fulltrúar sjómanna eftirfarandi kröfur: 1. Að krefjast þess, að stríðstrygging fyrir skipshafnir verði fyrir hendi fyrir kvöld- ið, í samræmi við tryggingar á samskon- ar skipum á Norðurlöndum (Danmörku). 2. Ennfremur að fara þess á leit, að gengið verði frá samingum um stríðstillegg í sam- ræmi við það, sem gildir eða gilda kann hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, áður en skip þau leggja úr höfn, sem búa sig til utanlandsferða, eða nú liggja í erlend- um höfnum. Útgerðarmenn viðurkenndu réttmæti 1. liðar hvað stríðstryggingu snerti, en tryggingarupp- hæð töldu þeir sig ekki geta ákveðið, að svo komnu máli, vegna örðugleika á því að fá til- boð hjá erlendum tryggingarfélögum um trygg- ingar skipshafna. Um 2. lið vildu þeir ekki taka neinar ákvarðanir að svo komnu. Þessum fundi lauk þannig, að engin endanleg svör fengust um þessar kröfur sjómanna. Sjómönnum var það einnig ljóst, að í þessum málum ríkti mikil óvissa um allar siglingar og ákváðu því að bíða um stund, en töldu þó rétt að ítreka kröfur sínar, sem þeir gerðu með bréfi dags. 5. sept. til allra skipafélaga, er kæmu til með að láta skip sín sigla á ófriðarsvæði. Gerð- ist svo lítið í þessum málum frá sjómanna hálfu, þar til 9. sept. að fundur var ákveðinn kl. 10 f. h. sama dag, og voru þar mættir full- trúar frá öllum stéttarfélögum sjómanna. En um líkt leyti sem fundur þessi hófst, kom út til- kynning frá Eimskipafélagi Islands um það, að burtför Gullfoss væri ákveðin kl. 10 e. h., 9. sept., án þess að félagið hefði tilkynnt sjómönn- unum, hvernig það hefði leyst eða ætlaði að leysa áðurnefndar kröfur sjómanna, en þeir gátu ekki sætt sig við, að við þá væri ekki talað, og ákváðu því að tilkynna skipafélögunum enn á ný, að þeir héldu fast við áður yfirlýstar kröf- ur um stríðstryggingar og stríðshættuþóknun, og að ekkert íslenzkt skip léti úr höfn fyrr en gengið væri frá þessum málum á viðunandi hátt. Eftir móttöku bréfs þessa boðuðu skipafélögin fund á skrifstofu Eimskipafélags íslands, kl. 2 e. h. þann 9. sept. Á þeim fundi mættu fulltrú- ar sjómanna og útgerðarmanna. Á þessum fundi tilkynntu útgerðarmenn, að þeir hefðu tryggt skipshafnir skipanna fyrir sömu upp- hæð, er gilt hefir á friðartimum, en kröfum um áhættuþóknun (stríðstillegg) gætu þeir ekki gengið að , þar sem þeir litu svo á, að það kæmi í bága við lög um gengisskráningu frá 1939. Þessari skoðun útgerðarmanna mótmæltu fulltrúar sjómanna, og einnig, að það væri viðunandi lausn á tryggingarmálunum að hafa trygginguna ekki hærri en á friðartímum. Þegar séð var, að umræður gátu engan árang- ur borið, ræddu sjómenn málið sín á milli um stund, því að þeir voru ákveðnir í því frá upp- hafi, að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að mál þessi leystust friðsamlega og að hag- nýta sér ekki það ástand, sem ríkti. Enn- fremur að forðast allt, sem gæti skapað landi og þjóð erfiðleika á þessum alvörutímum. Að þessum umræðum lolmum lögðu sjómenn fram uppkast að bráðabirgðasamningi, sem hljóðar svo: VÍKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.