Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 14
Merkilegí skipslog
Þjóðverjar eru, sem kunnugt er, mestu ham-
hleypur í skipa og vélsmíði og leggja geysi mik-
ið í tilraunir og breytingar á því sviði.
Vekur það mjög athygli sjómanna, hve marg-
ar tegundir skipa þeir eiga, og árlega koma nýj-
ar gerðir. Þeir virðast ekki fastheldnir við
fornar venjur.
Meðfylgjandi mynd sýnir framendan á stóru
þýzku farþegaskipi svo til ný smíðuðu. Síðan
um 1930 hafa mörg stór skip verið smíðuð með
þessu lagi, einkum hjá hinni miklu skipasmiðju
Blom & Voss í Hamborg. Og til dæmis um álit
það og trú, sem þýzkir skipaeigendur og fag-
menn hafa á þessu skipslagi, er það, að stærsta
skipafélag þeirra, Hamborg-Ameríkulínan, lét
fyrir nokkrum árum brenna framan af 4 stærstu
farþegaskipum sínum, en þau voru af eldri
gerð, og smíða á þau framenda eins og sýndur
er á myndinni. Hefir það þó kostað skilding.
Sjálf breytingin var hið mesta vandaverk.
Stofnarnir voru smíðaðir sérstaklega, alveg í
fullri stærð og síðan felldir hver við sinn skrokk,
þegar búið var að brenna framan af þeim. Voru
skipin tekin út úr áætlun aðeins nokkrar vikur,
meðan breytingin fór fram.
f nýútkomnu, þýzku fagblaði, „Werft, Ree-
derei, Hafen“, er því haldið fram, að hin hrað-
skreiðustu skip (yfir 20 mílur), með svona lag-
aða framenda, en með venjulegum stærðarhlut-
föllum að öðru leyti, spari vélaaflið um 10—
15%, enda fjölgi nú skipum mjög með þessu
bóg-lagi.
Hugmynd þessi er annars fyrst komin frá
Ameríku og kennd við Teylor aðmírál. Við til-
raunir með skipslíkön í Washington, hafði rit-
höfundur nokkur bent á, að líkt skyldi eftir
svansbrjóstinu; myndi það draga úr mótstöð-
unni, er vatnið gerir á skipið. Ekki tókst þó að
gjöra líkan, sem sýndi hina réttu eiginleika, en
VÍKINGUR
við tilraunirnar kom í ljós, að með því að hafa
hnúðinn á stefninu undir vatnslínunni, komu í
ljós, að nokkru leyti, þeir eiginleikar sem leitað
var eftir.
Síðan um aldamót hefir þetta lag verið eitt-
hvað reynt á herskipum í Ameríku, en ekki náð
þar hylli skipasmiða eða útgerðarmanna al-
mennt.
Stórskipin „Bremen“ og „Evrópa“ voru
fyrstu verzlunarskipin í Þýzkalandi, sem gjörð
voru með þessu lagi, og er talið að einhver mis-
tök með líkantilraunir af Evrópu hafi orðið þess
valdandi, að þýzkir skipaverkfræðingar fóru að
veita hinni amerísku uppfyndingu athygli. Út-
byggingu þessa neðan á stefninu kalla Þjóð-
verjar Teylor-Wulst. H. J.
14
j