Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 23
Johnson varð eins og hálf vandræðalegur, en svar- aði svo: „Skipstjórinn heitir Úlfur Larsen. Það er hann minnsta kosti kallaður og ég hefi aldrei heyrt hann nefndan annað. En þér skuluð tala gætilega við hann. Hann er illur núna. Stýrimaðurinn . . .“ Hann lauk ekki við setninguna. Kokkurinn kom inn. „Það er bezt fyrir þig að koma þér héðan, Yonson. Karlinn saknar þín og það er víst betra að erta hann ekki mikið“. Kokkurinn var með föt á handleggnum, ef það var þá hægt að kalla tuskur þær, sem hann var með, því nafni. Hann hjálpaði mér í leppana, og þegar ég var kominn í grófar buxur, þar sem önnur skálmin var tíu tommum styttri en hin, drengjahúfu á höfuðið og skítugan, röndóttan bómullarefnisjakka, sem náði nið- ur í mitti og ermarnar rétt fram fyrir olnbogann, þá spurði ég hverjum ég mætti þakka fyrir dýrðina. „Mugridge, herra minn“, sagði hann undirgefnis- lega, „Thomas Mugridge, herra, auðmjúkur þjónn“. „Gott, Thomas, ég skal ekki gleyma yður, þegar föt- in mín eru orðin þurr“. „Þakka yður kærlega, heri'a“, sagði hann, mjög þakklátur og mjög auðmjúkur. Ég rölti út á þilfarið. Skútan lyftist á löngum, stór- um öldum og ég reikaði og varð að styðja mig. Hvergi sá ég land, en í austri voru lágir þokubakkar, líklega þeir sömu, sem höfðu valdið árekstrinum. Ég var hálf móðgaður yfir því, að manni eins og mér, sem var ný- sloppinn úr dauðans greipum, skyldi ekki vera meiri gaumur gefinn, því að enginn virtist taka eftir mér. Athygli allra virtist upptekin af því, sem fór fram miðskipa. Þar lá stór maður á lúkuhlera. Hann var alklæddur, skeggjaður og rann af honum vatn, sem á hann hafði verið ausið. Augun voru aftur og hann var bersýnilega meðvitundarlaus, en munnurinn stóð opinn, og brjóstið gekk upp og niður eins og hann væri að reyna að ná andanum. Háseti, sem stóð hjá honum, hélt á fötu, sem hann við og við fyllti af sjó og hellti yfir hinn meðvitundarlausa mann. Eftir þilfarinu æddi maður fram og aftur og tuggði vonzkulega vindilstúf. Það var maðurinn, sem af tilviljun hafði orðið litið á mig, og þannig bjargað mér frá drukknun. Hann var tæpar þrjár álnii' á hæð og' sterklega byggður, herðabreiður, með hvelfda bringu, einn af þessum grann- holda, en stálslegnu mönnum. Allar hreyfingar manns- ins báru vott um óhemju styrk, allt frá gangi hans um þilfarið og því hvernig varir hans klemmdu vindling'- inn. Mér fannst eins og þessi kraftur, sem lýsti sér í öllum hreyfingum mannsins, bæri vott um að innra með honum fælist einhver orka, sem gæti brotizt fram eins og gos, ómótstæðilegt og skelfilegt. Kokkurinn rak höfuðið út úr eldhúsdyrunum, glotti til mín og gaf mér um leið bendingu um, að maðurinn, sem æddi þarna fram og aftur við lúkuna, væri „karl- inn“, eins og kokkurinn sagði. Eg var að því kominn að ganga til hans, þegar maðurinn, sem lá á bakinu, engdist eins og hann væri alveg að kafna. Hakan, með votu, svörtu skegginu, stóð beint upp í loftið, og brjóst- ið þandist út í ósjálfráðri og vitundarlausri tilraun til þess að fá loft í lungun. Skipstjórinn, Úlfur Larsen, hætti að ganga um og stóð og horfði á hinn deyjandi mann. Svo skelfilegar 23 voru dauðateygjurnar, að hásetinn gleymdi að halda áfram að hella úr fötunni. Hinn deyjandi maður spark- aði hælunum í lúkuna, teygði frá sér fæturna og lá kyrr, nema höfuðið valt til. Svo varð höfuðið líka kyrrt og djúpt andvarp steig frá vörum mannsins. Hakan seig niður og efri vörin brettist upp, en tóbakslitaðar tennurnar komu í ljós. Það leit út eins og hinn dauði glotti djöfullega til háðungar þeim heimi, sem hann var nýskilinn við. En nú kom það furðulegasta. Skipstjór- inn rauk að dauða manninum og hellti sér yfir hann með botnlausum svívirðingum og formælingum. Það voru engin smá blótsyrði, sem komu frá honum, eða bara almenn orðatiltæki. Hvert einasta orð var guð- last og orðin voru möi'g .Eg hefi aldrei á æfinni heyrt neitt svipað og hélt ekki, að eg gæti heyrt neitt þessu líkt. Eftir því sem eg komst næst, var hinn dauði stýri- maður, sem hafði lent á svalltúr, áður en farið var frá San Francisco, og síðan var hann svo ófyrirleitinn að leggjast niður og deyja í upphafi ferðarinnar og skilja Úlf Larsen eftir, með einum háseta færra um borð. Þessi atburður hafði sterk áhrif á mig. Mig sundlaði við. Dauðinn hafði alltaf í mínum augum haft eitthvað hátíðlegt og virðulegt við sig, eitthvað friðlýst og heil- agt. En dauðann í allri sinni andstyggð hafði eg aldrei séð fyrr en nú. Eg hafði haldið, að munnsöfnuður skip- stjórans myndi nægja til þess að fá dauðann mann til þess að fölna. Eg hefði ekkert orðið hissa þótt svart skegg dauða mannsins hefði fuðrað upp í ljósum loga. En dauði maðurinn var ótruflaður. Hann lá þarna með sitt hæðnisbros, napur og þrár. Honum stóð á sama um hlutina. IV. Úlfur Larsen hætti að formæla eins snögglega og hann hafði byrjað. Hann kveikti í vindli og leit kring- um sig. Honum varð af tilviljun litið á kokkinn. „Jæja, kokkur“, sagði hann með kaldri blíðu. „Já, skipstjóri", svaraði kokkurinn auðmjúkur. „Heldurðu ekki, að þú hafir teygt hálsinn nokkuð lengi. Það er óhollt. Stýrimaðurinn er búinn að vera, svo að eg get ekki misst þig. Þú verður að vera mjög, mjög varkár með heilsu þína, kokkur, skilurðu?" Síðasta orðið kom eins og svipuhögg. Kokkurinn kiknaði við. „Já, skipstjóri", sagði hann lúpulega, og höfuðið hvarf inn í eldhúsið. Skipverjar tóku á ný til vinnu sinnar svo sem ekkert hefði í skorizt. Nokkrir menn voru við afturlúkuna aðgerðalausir og héldu áfram að taka saman. Seinna fékk ég að vita, að það voru skyttur. Þeir áttu að skjóta selina og voru af öðrum og æðri mannflokki en venjulegir hásetar. „Johansen", hrópaði Úlfur Larsen. Háseti kom þegar er hann kallaði. „Saumaðu þorparann þarna inn í segldúk. Þú getur fundið gamla pjötlu í seglaskápnum, og vertu fljótur“. „Hvað á ég að láta við fæturna á honum, skipstjóri?" spurði maðui'inn. „Ég skal athuga það“, sag'ði Úlfur Larsen og bi'ýndi því næst röddina: „Kokkur!" Thomas Mugridge rak höfuðið út úr eldhúsinu. „Farðu niður og fylltu poka með kolum“. „Hefir nokkur ykkar biblíu eða bænabók?" sagði VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.