Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Page 18
svara til þess, sem krefjast verður af slíku húsi. Auk
þess er það fyrirsjáanlegt, að húsnæði stýrimannaskól-
ans muni þá og þegar reynast of lítið, enda þótt vél-
stjóraskólinn víki burt úr því. I skólanum eru nú 33
nemendur, og eru 9 þeirra í farmannadeild, en 24 i
fiskimannadeild. Af þessum nemendum ætla 24 að taka
farmannapróf, og verða þeir því að vera í bekk sér
næsta vetur. Nú sem stendur eru hafðir 24 nemendur
í einni kennslustofu, en þá er of þröngt um þá, jafn-
vel þótt stærsta kennslustofan sé notuð. Svo er hitt og
ekki hvað minnst um vert, að með árangur kennslunn-
ar í huga er það mjög óhagkvæmt að hafa fleiri menn
í bekk heldur en 20. Það er og enn um húsnæði stýri-
mannaskólans að segja, að það hefir beinlínis hindrað
það, að tekin væri upp kennsla í ýmsu, sérstaklega þýð-
ingarmiklu verklegu handbragði, sem alls ekki verður
án verið. Það hlýtur að vera ósk og krafa sjómanna,
að þessi nauðsynlega kennsla sé ekki afrækt lengur og
stýrimannaskólanum verði séð fyrir húsnæði undir
hana, sem ekki gæti orðið nema i nýju húsi. Mætti það
hús ekki vera svo naumlega útilátið, að ekki væri gert
ráð fyrir ófyrirséðum þörfum, svo að ekki byrjuðu
sömu vandræðin, ef bæta þyrfti við kennslu i einhverri
nýrri grein.
Nefndum þeim, sem um var getið, hefir komið sam-
an um, að duga mætti að byggja eitt hús undir báða
skólana. Enda þótt það að vísu væri lang hentugast,
að hvor skólinn gæti búið að sínu, getum vér ekki neit-
að því að þetta megi samrýmast, og þar eð oss er það
jafnljóst og öðrum landsmönnum, að hið opinbera
verður að gæta ýtrustu varfærni i fjárútlátum, viljum
vér og sýna fyllstu sanngirni í beiðni voi'ri og hallast
að þeirri tillögu nefndanna, að skólahúsið verði eitt
fyrir báða skólana, sérstaklega þar sem undirbúnings-
kennsla undir þá gæti að nokkru orðið sameiginleg og
því einnig sparast fé á þann hátt.
Fóru nú nefndirnar þess á leit við Stjórnarráðið, að
það léti húsameistara rikisins gera uppdrátt af slíku
húsi. Þeirri málaleitun svaraði Stjórnarráðið þó aldrei,
en mun hins vegar hafa lagt það fyrir húsameistarann
að ganga frá slíkum uppdrætti, sem hann og gerði eft-
ir þeim upplýsingum, sem forstöðumenn skólanna
veittu honum.
Nefndirnar gátu þó ekki fellt sig við þann uppdrátt,
sem gerður var, og fólu forstöðumanni vélstjóraskól-
ans að gera nýja frumdrætti í samráði við forstöðu-
mann stýrimannaskólans, og fólu siðan húsameistara
að gera endanlegan uppdrátt samkvæmt því.
Nefndirnar margspurðust fyrir um það í vor, hvort
hinir endanlegu uppdrættir væru ekki bi'áðum full-
gerðir, en fengu jafnan afsvar hjá húsameistara. Loks
fékk forstöðumaður stýrimannaskólans þau svör hjá
starfsmönnum húsameistara fyrir miðjan apríl síðast-
liðinn, að lagt hefði verið fyrir þá úr annari átt að
fullgera ekki uppdráttinn, þar eð fé myndi, vegna fjár-
kreppunnar, ekki vera fyrir hendi, til þess að neitt yrði
aðhafst i sumar. Hefir oss skilist að þetta hafi verið
ráðstöfun stjórnarinnar.
Vér vitum af því engu síður en aðrir, að nú eru
krepputímar, en þarfirnar spyrja ekki um slíkt, enda
erum vér þess fullvissir, að hið opinbera kemst ekki
hjá því að láta vinna ýms verk þrátt fyrir það, og er-
YÍKINGUR
um vér jafnvel sannfærðir um, að stjórnin hljóti að
gera tillögur í þá átt. Vér sjáum það og, að nú er unn-
ið að opinberum húsum þrátt fyrir alla fjárkreppu.
Vér viljum og ekki heldur draga dul á það, hvernig
sem stjórnin kann að taka í málaleitun vora, að óhætt
hefði verið að húsameistari ríkisins hefði lokið við
uppdrátt af húsinu í vor eð leið, því að hvað svo sem
verður gert í málinu, þá getur það aldrei verið nema
til hagræðis á alla lund að uppdrátturinn sé til, og í
því hefði ekki verið fólgin nein fjárveiting til hússins,
eða ákvörðun um að tekið yrði til verksins strax.
Að endingu leyfum vér oss að lýsa trausti voru á
því, að stjórnin sýni sama áhuga á þörfum þessara
skóla eins og hún virðist hafa á skólamálum yfirleitt
og láti oss í té sem fyrst vitneskju um það, hvort hún
sjái sér fært að verða við þessari málaleitun vorri.
Virðingarfyllst.
❖ ❖
*
Undir þetta bréf, sem á sínum tíma var sent Stjórn-
arráði íslands, skrifuðu flest þáverandi stéttarfélög
sjómanna í Reykjavík. Síðan bréfið var skrifað, hafa
viðhorfin breytzt á mörgum sviðum, en krafan um
skóla fyrir sjómannastéttina stendur óhögguð. Skóla-
málinu hefir verið haldið vakandi alla götu síðan bréf
þetta var skrifað, og nú hin síðari árin hafa þing Far-
manna- og fiskimannasambands íslands, hvað ofan í
annað, gert tillögur og ályktanir í málinu, en svo virð-
ist sem stjórnarvöld Islands sitji á hlustunum, i hvert
sinn er sjómenn bera fram einhverjar kröfur, treyst-
andi samtakaleysi stéttarinnar, og verður tíminn að
leiða i ljós hvort það traust er á rökum reist.
Svör við spurningum í síðasta blaSi:
1. 195 sjómilur.
2. Geirólfsgnúp (Geirhólm) á Ströndum.
3. I óeiginlegri merkingu um mann = blaðrari og
einnig þýðir froðusnakkur, það sem á dönsku er
nefnt Skumslukker, á ensku fire extinguisher.
4. 7. nóv. 1550.
5. Kaldbakur á Sléttanesi, 998 m.
6. Glas er % tími. Að slá glas er að slá jafn mörg
högg á klukku og liðnir eru % tímar síðan vakt-
in hófst. Byrjað á ný á 4 stunda fresti. I daglegu
tali á fiskiskipum, er sagt að komið sé glas, þeg-
ar vaktin byrjar.
7. Rangárvallasýslu.
8. í Öræfum.
9. H. K. Laxness.
10. Siglufjörður.
Sá, sem hlaut kosningu, hafði 7258 atkv.
Jón og Sveinn. Sveinn málaði 6 stólpum fleira.
Sigfús og Pétur. Hverri köku er skipt í þrennt, alls
24 hluta og borðar hver 8. Sigfús leggur til 9 parta
og af þeim fær aðkomumaðurinn 1. Sigfús fær því V&
af peningunum, eða 10 aura.
18