Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1939, Blaðsíða 6
MAGNUS GUÐBJARTSSON: FRIÐUR ATVINNUVEGANNA Sjómenn! Við eigum allir sameiginlegt á- hugamál, en það er að lyfta atvinnuvegi vorum upp úr því eymdarástandi, sem hann nú er í. Fyrst er að leita að meinunum, skera þau burtu og lækna sárin. Eitt af höfuð meinum þeim, sem lama sjávar- útgerðina, er hversu mjög ríkið sjálft hefir í- þyngt henni með sköttum og tollum. Einnig hafa bæja- og sveitafélög tekið sinn stóra bróðurpart þegar vel hefir gengið , svo að lítið hefir orðið eftir til þess að mæta slæmu árunum. Það er eðlileg rás viðburðanna, að menn veiti fjármagni sínu þangað, sem einhver von er á arði af því. Enda stóð ekki á mönnum, sem vildu leggja fé sitt í útgerð á blómaárum henn- ar. Jafnvel bændur komu úr sveitinni með spari- fé sitt, til þess að leggja það í útgerðaríyrir- tæki. , Sjómenn allir höfðu nóg að starfa, svo að út- gerðarmenn áttu örðugt með að fá nægilegt af vönum mönnum á skip sín. Svo kom skatta-, tolla- og útsvarsaldan, sem hefir lamað svo mjög sjávarútgerðina, ásamt öðrum örðugleikum, sem hún hefir átt við að stríða, að nú er svo komið, að enginn vill ótil- 5. Það inniheldur aðeins 8 orð: „ítalir hófu inn- rás í Abessiníu kl. fimm morgun“. — Sam- hljóða skeyti sendi ég til New York, Róm, Par- ís og London. Heimurinn mun vakna og verða þess áskynja, að ný styrjöld er hafin. Kl. 5: Styrjöldin er byrjuð. Loftskeytamað- urinn sendir skeyti mitt af stað. í gegnum sjón- aukann sé ég grágrænar verur í ca. 13 km. f jar- neyddur leggja fé sitt í útgerð, og stórir hópar af okkar góðu sjómönnum ganga atvinnulausir mikinn hluta ársins. Sjómenn! Tökum höndum saman og vinnum að því að friða atvinnuveg vorn fyrir ágangi ríkis- og bæjarsjóða. Gerum það að ófrávíkjan- legri kröfu, að hinum óhóflega háu sköttum og tollum verði létt af útgerðinni. Semja verður nýja, viturlega atvinnulöggjöf, þar sem mælt er svo fyrir, að atvinnufyrirtæki séu undanþegin öllum sköttum, og öllum hagn- aðinum varið til þess að auka og tryggja rekst- ur fyrirtækjanna, öðrum en þeim, er gengi sem arður til hluthafa, sem ekki ætti að vera meira en 6%. Allur arður, sem greiddur yrði til hluthafa í útgerðarfyrirtækjum, ætti að vera skattfrjáls, svo að menn yrðu fúsari á að leggja fé sitt í þau, og þar með stuðla að útrýmingu atvinnu- leysisins. Takist okkur að gera útgerð arðvænlega, munum við ekki þurfa að kvíða atvinnuleysi. Vinnum að því. Sjómenn, allir eitt! lægð hér frá vaða yfir Belesafljótið með byssur sínar hátt á lofti. Þessi ferð yfir fljótið — sem í sjálfu sér er ekkert — mun vekja enduróm um allan heim. Hefðum við ekki haft úr, til þess að styðjast við, myndi ekkert af því sem fram fór, eða sást frá stöðvum okkar kl. fimm, hafa borið vitni Framh. bls. 9. VÍKINGUR 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.