Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 13
það í hverjum barnaskóía og Véra samtaka um að sú kyningarstarfsemi, sem hafin er, geti blómgast og náð sínum tilgangi. Sjómannablaðið „Víkingur“ hefir náð til sjómannanna í Boston (en meiri hluti þeirra hefir fluttzt þangað eftir 1910) og mun leggja áherzlu á, eftir því, sem við verður komið, að kynna athafnalíf þeirra frændum þeirra hér heima. Hér birtast þrjár myndir af togaranum ,,Fordham“ frá Boston og sýna myndirnar það, að þeir eiga einnig við óblíða náttúru að etja sjómennirnir í Boston, engu síður en hér. Skipstjóri á ,,Fordham“ er Jón Ásgeirs- son frá Álftamýri við Arnarfjörð; hann er 44 ára gamall, fæddur 22. maí 1895. Á unga aldri fór hann til sjós eins og flestir Vestfirðingar og var þá bæði á línu- bátum og togurum. Hann var með Aðalsteini Pálssyni á ,,Kára“ Sölmundarsyni“ og á „Snorra goða“ með Páli Matthíassyni. Áður en hann fór vestur lauk hann prófi við Stýrimannaskólann í Reykja- vík, en til Boston kom hann árið 1925, var þá háseti á togara nokkra mánuði og síðan stýrimaður í tvö ár. Fékk hann þá skipstjórastöðu og hefir gegnt þeirri stöðu jafnan síðan. Jón Ásgeirsson er dugnaðar skip- stjóri og aflasæll mjög. Bræður hans tveir, þeir Jóhannes og Ásgeir, eru einnig í Boston. Jóhannes var stýri- maður hjá Jóni í nokkur ár, en fyrir tveim árum fékk hann skip hjá sama félagi og hefir fetað í fótspor bróður síns með dugnað og aflasæld. Ásgeir er nú stýrimaður hjá Jóni bróður sínum og vonandi getur „Víkingur“ sagt frá fyrstu veiðiferð hans sem skipstjóra, áður en langt um líður. Þessi rnynd er tekin af Fordham «, skipi Jðns Ásgeirssonar, er Jiaö kom til hafnar í Boston úr veidiferð í síðastliðnum jannarmánnði. Eins og myndin sýnir er skipið nœrfelt eitin klakaklumpur ofanjnlja. — Ægir Karl og Kári hafa verið held- ur óblíðir i fangbrögðum í Jieirrí sjóferðinni! Fyrri myndin er tekin af Fordham « í sama skiftið og se'st Jðn skipstjóri í brúarglugganuni. Úr þeírri veiðíferð, er myndírnar lýsa, var komið í lok janúar s.l., eftir sex daga veiði með 120 tonn, og aflahlutur háseta varð 78 dollarar eða ísl. krónur 510,12. Þetta þætti lagleg „þénusta“ hér heima, en myndirnar af „Fordham" sýna, að hún muni ekki fengin fyrirhafnarlaust. Um leið og „Víkingur“ sendir íslenzku sjó- mönnunum í Boston kveðju sína og beztu vel- farnaðaróskir, vill hann nota tækifærið og biðja þá að senda blaðinu til birtingar, grein- ar um störf þeirra og æfikjör þar vestra, sem svo aftur á móti mætti verða til þess að við- halda og efla sambandið á milli íslendinga austan hafs og vestan. Væntir blaðið þess, að vel verði undir þetta vikizt og er þakklátt öllum, sem styðja það í baráttunni fyrir menn- ingar- og hagsmunamálum hinnar íslenzku s j ómannastéttar. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.