Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 14
Fátíð fyrirbrigði á hafinu
Sigurjón Ólafsson skipstjóri skýrir frá höfrungavöðu er hann sá á síídveiðum sumarið 1917
Mér datt í hug þegar ég las grein dr.
Bjarna Sæmundssonar um „Höfrunga“, í febr.
hefti Víkings, að það ætti vel v.ið að ritið
flytti við og við greinar um fremur óvenju-
lega fyrirburði á hafinu, skráða af mönnum,
sem hafa upplifað þá, eða eftir heimildum
þeirra manna, sem treysta má til þess, að
greina satt og rétt frá öllum atvikum. Nú
ætla ég að greina frá einum slíkum atburð.i,
sem fyrir mig hefir komið.
Það var árið 1917. Ég var þá skipstjóri á
togaranum ,,Rán“ frá Reykjavík. Skipið var
á síldveiðum um sumarið. Síðla sumars var
skipið statt nokkuð djúpt út af Þistilfirði. —
Bianka-logn ,var og sóiskin, hafflötur'inn
sléttur sem spegill og glampaði allur í sól-
ardýrðinni svo langt, sem augað eygði. Mér
varð litið til vesturs og sé höfrungavöðu
mikla, nokkuð djúpt út af Melrakkasléttu,
koma vaðandi austur með miklum hraða og
nálgast skjótt og má þegar greina að hún
er ekki einsömul á ferð, því að á undan henni
fer reyðarhvalur mikill og hvalkálfur með
honum.Hraði fiskanna var svo geysilegur, að
ég er sannfærður um að ekkert það skip, sem
er.n hefir verið byggt hraðskreiðast, kemst í
námunda við hraða þann, sem hvalfiskar þessir
höfðu.
Reyðarhvalurinn og kálfur hans virtust
vera miklum ótta lostnir, eins og um líf eða
dauða væri að tefla og tóku engin djúp köf,
heldur syntu ofansjávar með fyrrnefndum
hraða. Kálfurinn synti við hægri hlið hvals-
ins og hélt sig framanvert við miðju hans, en
höfrungarnir skammt aftan við sporðinn,
nema þegar þeir tóku loftköst, náðu þeir
nokkuð lengra fram, allt að því á móts við
bakugga hvalsins.
Sýn þessi bar nokkuð fljótt fyrir eins og
gefur að skilja, af áður umgetnum hraða, og
þegar fiskarnir fóru fram hjá skipinu mun
fjarlægðin hafa verið ca. 700—800 metrar.
Vaðan hélt í austur í stefnu fyrir Langanes
og hvarf þar í hafsbrún fyrir augum mér og
veit ég því ekki og sjálfsagt enginn hvar og
hvernig þessum leik lauk.
Atburður þessi hefir verið mér mjög hug-
stæður síðan, þó að eigi hafi af því orðið fyrr
en nú, að hann birtist á prenti. Hitt er og líka
um hann að segja, að hann mun vera næsta
fágætur, að ég held. Er þetta að minnsta
kcsti hið eina sinn að slíkur atburður sem
þessi hefir fyrir mig borið öll þau ár, er ég
hefi stundað sjó, og ekki man ég til þess, að
hafa heyrt aðra á svipað fyrirbrigði minn-
ast. Af þessu held ég atburðinn fátíðan, en
að sjálfsögðu ekki einstæðan. Enda benda
gömul munnmæli til þess og skal þeirra getið
hér:
Hin gömlu munnmæli herma það, að höfr-
ungar sækist eftir því, að drepa stórhveli með
þeim hætti að ráðast að þeim og leggja þau
í einelti og létta þeim leik eigi fyrr, en hval-
urinn hefir sprungið af mæði og rífa þá úr
honum tunguna — og éta hana, segir sagan.
En hvað sem um þetta má segja, getur þó
verið að munnmælin hafi nokkuð fyrir sér
í þessu efni.
Ekki er ólíklegt, að fyrr á öldum, löngu
áður en hvalaveiðar hófust og hvalaþvögurnar
fóru inn um alla firði, voga og víkur, að þá
hafi mönnum gefist tækifæri, máske all-oft,
VÍKINGUR
14