Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 15
til þess að sjá slíka atburði er ég hefi greint hér að framan — og séð að fullu leikslok. Hver náttúra þessara sædýra er, getur að líkindum enginn svarað. Dr. Bjarni Sæmunds- son ritar um höfrungavöðurnar, er elta skip- in. Skyldi þessi eltingaleikur þeirra eiga or- sök sína í því sama eðli og að elta stórhveli? Ennfremur getur dr. Bjarni þess, að stökkull- inn (léttirinn) sé skyldur höfrungum. En um stökkulinn vita menn það, að hans náttúra er það, að færa í kaf það, sem flýtur. Um reyðarhvalinn er sagt að hans náttúra sé að verja og vernda það, sem flýtur og gamlar sagnir ganga um það, að hann hafi oft vernd. að fiskibáta á miðum, þegar illhveli vildu granda þeim. Já — hver er náttúra þessara sævardýra, sem áður um getur, spyr ég enn, og hver getur svarað því rétt? — Líklegast getur það enginn, því að vísast eru þetta leyndarmál náttúrunnar, sem enginn skilur annar en sá, er allt hefir skapað og öllu lífi lögmál sett, og mun því heyra til þeim dularheimi, sem geymir lífsins huldumál. slarfsafm æli Hinn 28. f. m. áttu þeir Sigurður Péturs- son skipstjóri og Haraldur Sigurðsson 1. vél- stjóri á ,,Gullfossi“ 25 ára starfsafmæli hjá Eimskipafélagi íslands. Þann dag fyrir 25 árum voru þeir báðir lögskráðir á ,,Gullfoss“, fyrsta skip félagsins, og hafa þeir æ síðan verið á skipinu. Báðir hafa þeir Sigurður og Haraldur reynzt hinir ágætustu menn, hvor í sinni starfsgrein, og njóta hvarvetna trausts og Sigurður Pétursson skipstjórí Haraldur Sigurðsson vélstjóri vinsælda allra þeirra, sem eitthvað hafa átt saman við þá að sælda. Mega þeir, hvor um sig, teljast sómi sinnar stéttar. ,,Víkingurinn“ þakkar þessum tveimur mætu frumherjum íslenzkrar farmannastétt- ar fyrir velunnin störf á liðnum aldarfjórð- ungi og árnar þeim allra heilla í framtíð- inni. — 16 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.